Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 6
Aðalfundur 1988 Aðalfundur Skýrslutæknifélags íslands 1988 var haldinn í Norræna húsinu, 28. janúar s.l. Fundarstjóri Ottó A. Michelsen setti fundinn og lýsti löglega til hans boðað. Að svo mæltu var gengið til dag- skrár. Varaformaður, Jóhann P. Malmquist, flutti skýrslu stjórnar í fjarveru Páls Jenssonar, formanns. Kom fram í máli hans að félagsfundum fækkaði á starfsárinu, en ráðstefnum og námskeiðum fjölgaði. Fleiri starfshópar og nefndir voru starfandi á árinu en áður. í mars var haldinn 1/2 dags ráðstefna um einmenningstölvur, "ET- dagur", sem Bergur Jónsson og Halldór Kristjánsson höfðu umsjón með. Rúmlega 100 manns sóttu ráðstefnuna. í apríl var haldið námskeið um tölvunet og tölvufjarskipti. Kennsla og umsjón var undir stjórn dr. Sigfúsar Björnssonar. Sóttu það 28 manns. í maí var 1/2 dags ráðstefna í samvinnu Verkfræðingafélags íslands um spurninguna "UNIX - framtíðarlausn?". Að hálfu SÍ sá Halldór Kristjánsson um undirbúning og skipulag, en ráðstefnuna sóttu 120 manns. Árleg ráðstefna og kynning á tölvunámi og menntun var haldin 1. júní í Verzlunarskóla íslands. Hafði Lilja Ólafsdóttir veg og vanda af því. 60 manns sóttu ráðstefnuna og um 200 manns kynninguna. Að loknu sumarhléi var haldin ráðstefna er nefndist "Rekstur tölvudeilda - breytt viðhorf", sem Ragnar Pálsson undirbjó og skipulagði. Þátttakendur voru 140. Söluskattsmál voru ofarlega á baugi í október og af því tilefni var haldinn 30 manna fundur með Vilhjálmi Þorsteinssyni sem framsögu- manni. Söluskattsnefnd SÍ sá um undirbúning og skipulag þess fundar. Námskeið um hugbúnaðarverkfræði var haldið í nóvember. Kennarar voru dr. Oddur Benediktsson og Bjarni Júlíusson. Nám- skeiðið sóttu 23. Það er aftur á dagskrá í lok maí n.k. í desember var fundur um höfundarétt hugbúnaðar í umsjá Lilju Ólafsdóttur, en Jón Sigurgeirsson, lögfr., og Knútur Bruun, hrl., fluttu þar aðal- erindin. Starfsárinu lauk með tveimur fundum í janúar á þessu ári. Sá fyrri var haldinn 12. janúar. Fyrirlesari þar var Ólafur Guðmundsson, tölvunarfræðingur og flutti hann erindi um flöskuhálsa í staðarnetum. Hinn síðari var á undan aðalfundi og þar flutti Halldór Kristjánsson - 6 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.