Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 18
Skýrslan er almenns eðlis og tekur til þarfar á tölvum, skjáum,
prenturum, staðsetningar á tækjum, þörf fyrir hugbúnað fyrir allt
fyrirtækið, einstakar deildir þess og einstaka starfsmenn. Gerð er
áætlun um uppbyggingu í þrepum, ráðningu sérfræðinga, kaup á
búnaði, menntun starfsmanna, gangsetningu einstakra hugbúnaðar-
kerfa og margt fleira sem lýtur að tölvuvæðingunni.
5. Útboð: Gert er útboð þar sem tölvu- og hugbúnaðarsölum er
gefinn kostur á að bjóða lausnir sem falla sem best að þeim þörfum
sem áður hafa verið greindar af ráðgjafanum og fyrirtækinu.
6. Mat útboða: Ráðgjafinn gerir samanburð á tilboðum, metur að
hve miklu leyti þau falla að þörfum fyrirtækisins og gerir útreikninga
á rekstrarkostnaði og stofnkostnaði. Hann gerir tillögu um lausnir til
fyrirtækisins með framtíðarþarfir þess í huga.
7. Samningagerð og pöntun: Fyrirtækið nýtur aðstoðar ráðgjafans
við að ganga frá samningi við þá aðila sem þeir eru sammála um að
muni helst komi til greina sem seljendur vél- og hugbúnaðar og
þjónustu.
8. Eftirlit með framkvæmd og afgreiðslu: Þetta er eitt mikilvæg-
asta hlutverk ráðgjafans. Nauðsynlegt er að hafa eftirlit með því að sá
búnaður sem afhentur er sé eins og um var samið og að hugbúnaðar-
gerð, ef einhver er, standist þær kröfur sem gera verður til hennar.
Mjög algengt er hér á landi að hugbúnaðargerð fari úr böndunum bæði
að því er varðar kostnað og tíma. Þetta er mjög oft slælegu eftirliti
og þekkingarskorti kaupanda að kenna, en ekki síður vegna þess að
engin kerfis- og þarfagreining er gerð í upphafi. Ráðgjafinn fylgist
jafnframt með uppbyggingunni og að hún sé í samræmi við áætlanir
fyrirtækisins.
9. Fylgst með þróun tölvumála innan fyrirtækisins: Allt of
algengt er að sambandi fyrirtækis og tölvuráðgjafans ljúki þegar lið
6, eða 7 er lokið. Það er ekki síst mikilvægt vegna örrar þróunar í
tölvutækni að áætlanir fyrirtækja séu í stöðugri endurskoðun og að
þau geti hagnýtt sér nýja tækni strax og raunhæft er að beita henni.
Til þess að tölvuráðgjafi geti veitt viðskiptamanni sínum vandaða og
hlutlausa ráðgjöf má hann ekki þiggja þóknun frá neinum þeim sem
selur vél- og hugbúnað sem hann ráðleggur kaup á, hann verður að
hafa til að bera góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækja og þróun
18 -