Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 7
erindi um tölvuráðgjöf. Ritnefnd var skipuð að nýju á starfsárinu, en Stefán Ingólfsson hélt áfram farsælli ritstjórn TÖLVUMÁLA. Orðanefnd og staðlanefnd störfuðu nokkuð á árinu. Störf á sviði alþjóðasamskipta voru mjög góð. Hæst ber kosning Lilju Ólafsdóttur í embætti formanns Nordisk Dataunion en það er mikil viðurkenning fyrir Lilju og Skýrslutæknifélagið. Anna Kristjánsdóttir er fulltrúi stjórnar á vettvangi IFIP og undirbýr nú m. a. ráðstefnu, sem haldin verður á vegum IFIP hér á landi sumarið 1989. Nefnd á vegum SÍ um söluskattsmál sem í voru Hjörtur Hjartar, Lúðvík Friðriksson og Vilhjálmur Þorsteinsson var skipuð september og náði hún góðum árangri á árinu. Þá var og skipuð nefnd til að sjá um ÍSDATA 89. Formaður er Halldór Kristjánsson. Framundan er mikið undirbúningsstarf, en tap var á ÍSDATA 86. Átak var gert til að fjölga félagsmönnum. 200 fyrirtækjum voru send kynningarbréf og hafði útbreiðslunefnd, skipuð Guðmundi Hannessyni, Halldóri Kristjáns- syni og Sigurði Jónassyni forgöngu um það mál. IBM 4300 hópurinn vann m.a. að undirbúningi ráðstefnunnar "Rekstur tölvudeilda - breitt viðhorf" undir forustu Ragnars Pálssonar. Og samstarfshópur undir stjórn SÍ vinnur að verkefni vegna norræns tækniárs með heitinu "Upplýsingatæknidagur". Á árinu var Kolbrún Þórhallsdóttir ráðin í fullt starf sem fram- kvæmdastjóri og var það heilladrjúg ákvörðun og hefur eflt starfið. Eitt af brýnustu verkefnum stjórnar var að fjölga félagsmönnum og hefur nokkuð áunnist. Einnig var unnið að aukningu á tekjum félagsins með ráðstefnuhaldi og námskeiðum. Stjórnin setti sér það markmið að auka umfjöllun um áhugaverð tæknileg málefni með aðaláherslu á nýtingu upplýsingatækni hérlendis, nýjar atvinnugreinar og þjóðlífsbreytingar samfara aukinni tækni. Framundan er mikið starf og minnti varaformaður sérstaklega á afmæli félagsins, en félagið verður 20 ára 6. apríl n.k. Að lokum þakkaðl Jóhann P. Malmquist fyrir samstarfið en hann hefur nú starfað 7 ár í stjórn og gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í henni. Að lokinni skýrslu stjórnar gerði Hjörtur Hjartar grein fyrir starfi ÍSDATA 86 nefndarinnar, en verulegt tap varð á ráðstefnunni. Féhirðir stjórnar, Lilja Ólafsdóttir, lagði fram endurskoðaða reikninga - 7 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.