Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 17
gæti ekki treyst því að hann hefði fengið fullkomlega hlutlausa og faglega ráðgjöf né að hagkvæmasta leiðin hefði verið farin. Um þetta gilda ákveðnar starfs- og siðareglur sem flestar verkfræði- stofur hafa í heiðri svo og rekstrarráðgjafar. Af sögulegum ástæðum hefur sama ekki gilt um tölvuráðgjafa, ef til vill ekki síst vegna þess að þeir eru ákaflega mislit hjörð, með mismunandi bakgrunn og menntun. Þeir hafa ekki með sér nein samtök, né heldur hafa þeir sett sér neinar starfs- og siðareglur. Til þess að vekja til umræðu og vonandi aðgerða er athyglinni beint að ýmsum þáttum tölvuráðgjafar í þessu erindi (þessari grein). Hvað er tölvuráðgjöf? Ekki er víst að allir séu sammála um hvað felst í tölvuráðgjöf. Nokkur meginatriði er þó hægt að draga fram sem flestir geta verið sammála um að falli innan ramma tölvuráðgjafar. Til að gera grein fyrir hversu víðtækt hlutverk tölvuráðgjafa getur verið verður rakið hvernig tekið er á málum fyrirtækis sem leitar aðstoðar hans um uppbyggingu tölvukerfis. Margir tölvuráðgjafar veita aðeins ráðgjöf um hluta þessara atriða, eða ákveðin sérsvið tölvumála, en aðrir takst á við öll atriði tölvuvæðingarinnar: 1. Þarfagreining fyrirtækis: Fyrsta skref í undirbúningi tölvu- væðingar er að ráðgjafinn og stjórnandi (-endur) fyrirtækisins ræða almennar þarfir fyrirtækisins fyrir tölvuvæðingu. Ráðgjafinn beinir gjarnan augum stjórnandans að leiðum sem færar eru og segir kosti og lesti á hugmyndum hans. Úr þessari frumathugun verður til yfirlit yfir þarfir fyrirtækisins. 2. Frumathugun á leiðum til lausnar: í framhaldi af þarfagrein- ingu gerir ráðgjafinn úttekt á þeim leiðum sem til greina koma, án þess þó að fara í smáatriði. Hann reynir að gera sér grein fyrir þeim almennu lausnum sem falla best að þörfum fyrirtækisins. 3. Þarfagreining deilda og einstakra starfsmanna: Ráðgjafinn dýpkar þekkingu sína á starfsemi fyrirtækisins, deilda þess og starfsmanna. Mikilvægt er að ræða við þá sem koma til með að nota kerfin til að átta sig á þörfum og óskum þeirra. 4. Tillaga að uppbyggingu kerfis: Ráðgjafinn skilar skýrslu þar sem lagt er til hvernig leysa skuli þarfir fyrirtækisins og starfs- manna þess, án þess þó að bent sé á ákveðinn hug- eða vélbúnað. 17 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.