Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 20
3. Einstaklingar sem vegna sérþekkingar sinnar og starfa hafa
til að bera þekkingu til að veita ráðgjöf um val á tölvubúnaði, en
hafa tölvuráðgjöf ekki að aðalstarfi. Oft eru þessir einstaklingar mjög
færir á ákveðnu sérsviði og starfa að því, t.d. í Háskólanum.
4. Hugbúnaðarhús, en þau hafa með höndum gerð og sölu
hugbúnaðar. Þau hafa verkfræðinga, tölvunarfræðinga, kerfisfræðinga
og/eða ófaglært fólk innan sinna vébanda. Oft eru þau með samninga
um þóknun frá tölvusölum. Hjá þeim er m.a. að finna sérþekkingu á
ákveðnum sviðum sem þau hafa unnið að verkefnum á, oftast í
tengslum við hugbúnaðargerð. Vegna eðlis þeirra er hætt við hags-
munaárekstrum.
5. Einstaklingar og fyrirtæki með starfsmenn sem hafa nokkra
menntun eða þekkingu á sviði rekstrar og tölvunotkunar. Þessi
fyrirtæki falla ekki undir liði 1 - 4 hér á undan. Mjög oft eru þetta
dulbúnar tölvusölur sem í raun hafa aðaltekjur sínar af þóknunum frá
tölvusölum sem þeir beina viðskiptum til og af vinnu við uppsetningu
á tölvukerfum og hugbúnaði. Starf margra þeirra á meira skylt með
verktakastarfsemi en ráðgjöf.
6. Einstaklingar og fyrirtæki með starfsmenn sem ekki hafa
sérþekkingu á tölvunotkun né rekstri. Þótt ótrúlegt sé eru nokkrir
aðilar hér á landi sem ástunda tölvuráðgjöf án þess að nokkur sýnileg
þekking á tölvu- og rekstrarmálum sé til staðar. Samhliða ráðgjafa-
starfseminni selja þeir viðskiptamönnum sínum allan þann búnað sem
þeir þurfa, leynt og ljóst.
7. Vél- og hugbúnaðarsalar sem selja fyrst og fremst þann búnað
sem verkkaupinn þarf til að leysa einstök verkefni, eða almennar
tölvuþarfir. Þessi fyrirtæki taka sjaldnast gjald fyrir ráðgjöfina, enda
öllum ljóst að ekki er um eiginlega ráðgjöf að ræða, heldur sölu-
mennsku.
Af þeim fyrirtækjum sem falla undir þessa upptalningu veita fyrir-
tæki og einstaklingar sem falla undir liði 1 - 3 oftast hlutlausa og
faglega ráðgjöf og fara að siðareglum sinna stétta. Af þeim fyrirtækj-
um sem falla undir liði 5 - 7 er vart að vænta að þau geti veitt
hlutlausa ráðgjöf vegna eðlis þeirra. Sérstaklega verður að vara við
fyrirtækjum sem falla undir lið 6, en vegna vanþekkingar þeirra sem
leita tölvuráðgjafar hafa nokkrir slíkir aðilar náð fótfestu hér á landi.
Hugbúnaðarhúsin eru á gráu svæði, þar sem innan þeirra er oft að
- 20 -