Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 19
tölvutækni, hann verður að hafa gott yfirlit yfir þann vél- og hugbúnað sem fáanlegur er hér á landi og erlendis, hann verður að hafa til að bera staðgóða þekkingu á tölvutækni, og fyrst og fremst verður hann að gæta hagsmuna viðskiptavinar síns. Aðrar stéttir ráðgjafa, eins og verkfræðingar og rekstrarráðgjafar, hafa gert sér grein fyrir mikilvægi fyrstnefnda atriðisins og hafa beinlínis sett starfsreglur sem banna þeim að taka við þóknun eða fríðindum fyrir verk frá öðrum en verkkaupa. Flestir þeirra taka ekki að sér ráðgjöf sé um slíkt að ræða. Hér telja menn heiður stéttarinnar mikilvægari en stundarhagsmuni. Því miður eru mörg dæmi um að tölvuráðgjafar hafi þegið þóknun frá söluaðilum hug- og vélbúnaðar, jafnvel án vitundar verkkaupa. Aðrir gera þetta fyrir opnum tjöldum og hafa beinlínis með höndum sölu á vél- og hugbúnaði sem umboðinn er af þeim. Það getur ekki þjónað hagsmunum viðskiptamanna tölvuráðgjafans að ráðgjöfin takmarkist við þann búnað sem hann hlýtur þóknun fyrir að ráðleggja. Margir sitja eftir með sárt ennið eftir slík viðskipti og þá heitstrengingu að leita aldrei framar til tölvuráðgjafa! Hverjir stunda tölvuráðgjöf? Áður er getið um að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga fyllir flokk tölvuráðgjafa. Menntun þeirra, sem stunda tölvuráðgjöf, og reynsla er margvísleg, allt frá því að vera skólastrákar sem hafa brennandi áhuga á tölvum upp í það að vera hámenntaðir sérfræðingar með langa reynslu af ráðgjöf. Innan um eru, eins og í flestum öðrum greinum, ýmsir sem ekki eiga heima í þessum hópi. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir hverjir bjóða tölvuráðgjöf. 1. Verkfræðistofur sem sérhæft hafa sig að einhverju eða öllu leyti í tölvumálum. Þær hafa oftast einn eða fleiri verkfræðinga í sinni þjónustu sem starfa að tölvuráðgjöf. Nokkrar þeirra hafa jafnframt með höndum hugbúnaðargerð. og í undantekningartilfellum hljóta þær þóknun fyrir að beina viðskiptum til þeirra sem selja tölvubúnað. 2. Rekstrarráðgjafastofur. Um þær á sama við og um verkfræði- stofurnar, en ráðgjöf þeirra beinist meira að rekstrarþættinum en tæknilegum þáttum tölvuvæðingarinnar. Samstarf rekstrarráðgjafa- og verkfræðistofu er mjög vænlegur kostur fyrir þann sem leitar lausna á tölvumálum sínum. 19 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.