Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 12
Mörg skemmtileg erindi voru flutt á ráðstefnunni. Fyrsta kvöldið
hélt Inger Brinning, sem er forstöðumaður "Statens Institut för
ledarskap" í Svíþjóð, erindi sem hún nefndi "Den nödvendiga
kvinnligheten - om lederskap i teknikorienterad verksamhet". Hún
kom inn á hversu aukin samkeppni og áherslur fyrirtækja á að aðlaga
sig markaðsaðstæðum hefðu breytt forsendum fyrir rekstri og stjórnun
fyrirtækja. Þetta þýddi auknar kröfur til stjórnenda fyrirtækja bæði
með tilliti til menntunar og stjórnunarhæfileika. Samhliða aukinni
tæknivæðingu eru í dag gerðar kröfur um aukin áhrif starfsmanna og
að meira tillit sé tekið til mannlegra þátta. í framhaldi af þessum
hugleiðingum ræddi hún um nauðsyn þess að konur tækju í ríkara
mæli að sér stjórnunarstörf í fyrirtækjum ekki síst vegna þess að
margar eru til þess vel hæfar í krafti menntunar og hæfileika til að
stjórna út frá þessum breyttu forsendum. Sífellt fleiri konur eru
einnig reiðubúnar að taka á sig þá ábyrgð sem þessum störfum fylgir.
Að lokum ræddi hún um það hvort til væri kvenlegur stjórnunarstíll
og í hverju hann væri frábrugðinn hefðbundnum stjórnunarstíl karla.
Niðurstaða hennar var sú að konur gætu auðveldlega haldið kvenleika
sínum enda þótt þær sæktu inn á þetta hefðbundna karlasvið og
reyndu sig í krefjandi stjórnunarstörfum.
Daginn eftir fluttu fulltrúar allra Norðurlandanna stutt erindi um
stöðu kvenna í tölvuheiminum í sínu landi. Það kom fram að alls
staðar er erfitt að afla greinargóðra tölulegra upplýsinga um skiptingu
á starfsheiti og launakjör milli kynjanna. Auðveldara er að gera sér
grein fyrir skiptingu kynjanna á þeim menntabrautum sem oftast leiða
til starfa í tölvuheiminum. Á flestum Norðurlöndunum sækja konur
helst í stuttar, hagnýtar námsbrautir (t.d. EDB-assistent), en karl-
menn eru í mjög miklum meirihluta á þeim námsbrautum sem eru
tæknilegri og lengri (t.d. tölvunarfræði, tæknifræði og verkfræði). Á
sumum Norðurlöndum hafa verið settar upp námsbrautir sem tengja
saman upplýsingatækni og húmanískar greinar og virðast konur hafa
meiri áhuga á slíku námi, en þar sem krafist er eðlisfræði- og
stærðfræðikunnáttu. Það kom einnig fram í umræðum að margar konur
óttast að verði þessari þróun ekki snúið við muni ný "stéttaskipting"
myndast í tölvuheiminum og konur einangrast í ákveðnum störfum
t.d. forritun og notendafræðslu. Þetta geti síðan leitt til launa-
mismunar og erfiðleika fyrir konur að sækja fram.
Eftir þessi framsöguerindi var rætt um ýmsar spurningar sem snerta
stöðu kvenna og hvaða möguleikar væru til að hafa áhrif á þróun
mála í framtíðinni. Rætt var um það hvort aukin áhrif kvenna yrðu
til þess að breyta tölvukerfum framtíðarinnar, hvort t.d. kerfis-
12 -