Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 16
Halldór Kristjánsson, verkfræðingur: TÖLVURÁÐGJÖF - ER ÞÖRF Á UPPSTOKKUN? Tölvuvæðing hefur verið mjög hröð hér á landi á undanförnum árum, jafnvel svo að með eindæmum má telja, sé borið saman við þau lönd sem næst okkur liggja. Samfara aukinni tölvuvæðingu og þörf fyrir tölvubúnað, hefur þörfin fyrir góða tölvuráðgjöf aukist. Auk nokkurra eldri fyrirtækja sem um langt skeið hafa stundað ráðgjöf um tölvumál hafa verið stofnuð fjölmörg ný fyrirtæki sem ætlað hafa sér hlut á þessu sviði. Er þetta ekki síst vegna þess ljóma sem af tölvum og tölvubúnaði stafar vegna umfjöllunar á opinberum vettvangi. Á viðskiptasíðum dagblaðanna og í sértímaritum birtast vikulega fréttir af nýjum fyrirtækjum á sviði tölvuráðgjafar og hugbúnaðaragerðar. Reyndar vekur það athygli að fyrirtækin kynna starfsemi sína oft á þann hátt að þau ástundi tölvuráðgjöf, hugbún- aðargerð og sölu hug- eða vélbúnaðar. Þetta er í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað á undan- förnum árum, að ekki er gerður skýr greinarmunur á tölvuráðgjöf og framleiðslu og sölu á hugbúnaði eða vélbúnaði. Sama fyrirtækið ástundar oft alla þessa þætti og á því stundum erfitt með að skilja á milli ráðgjafarþáttarins og söluþáttarins. Æ oftar heyrast þær raddir að óeðlilegt sé að sama fyrirtækið sé ráðgefandi og eigi síðan þátt í sölu vél- eða hugbúnaðar beint eða óbeint. Þetta valdi hagsmunaárekstrum sem oftar en ekki bitna á viðskiptamönnum þess. Því miður er margt sem bendir til þess að tölvuráðgjöf hér á landi eigi lítið skylt við hefbundna ráðgjöf sem tíðkast hefur hér á landi um langan aldur og t.d. verkfræðistofur og rekstrarráðgjafar veita. Þegar fyrirtæki leitar til ráðgjafa ætlast það til þess að fá faglega úttekt á þörfum sínum og ráðgjöf um val á leiðum til að leysa tiltekin vandamál eða verkefni. Fyrirtækið er ekki að leita til ráðgjafans til að fá hann til að selja sér þann búnað sem hann hugsanlega þarf né heldur til þess að ráðgjafinn leysi síðan verkefnið sjálfur af hendi og taki laun bæði fyrir að ráðleggja og framkvæma. Fullvíst má telja að verkfræðistofa sem hannar kerfi fyrir viðskipta- mann sinn, selur honum það og setur upp myndi fljótlega missa traust þessa viðskiptavinar og annara sem til hennar leita. Ekki vegna þess að verkið væri illa unnið, heldur vegna hins að kaupandinn 16 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.