Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.02.1988, Blaðsíða 24
árekstra. Starfsreglur þessar ættu að afmarka betur starfsvið tölvuráðgjafa en nú er, þannig að þeim sem kaupa af þeim þjónustu sé ljóst að þar fari ekki aðrir hagsmunir en hagsmunir verkkaupans. Hvað segja fyrirtæki sem ástunda sölu samhliða ráðgjöf sér til varnar? Algengt er að þau segjast vera með samninga við alla og geti því tekið afstöðu án þess að hagsmunir þeirra sjálfra séu í fyrirrúmi. Þetta er kallað að "reyna að vera hlutlaus". Dettur nokkrum í hug að fyrirtæki sem hefur stóran hluta tekna sinna af þóknun af sölu vél- og hugbúnaðar geti tekið fullkomlega hlutlausa afstöðu til kaupa á þeim búnaði? Það er ljóst að sum fyrirtæki borga hærri þóknun en önnur, önnur selja dýrari búnað o. s.frv. Hvað nú ef einhver tölvu- salinn hefur ákveðið að standa utan við þetta þóknunarkerfi? Beinir ráðgjafi sem hefur samninga "við alla" viðskiptum til hans? Er eftir einhverju að slægjast? Það er ljóst að hagsmunir ráðgjafans geta verið verulegir. Ekki er óalgengt að greidd sé 10 -20 % þóknun af minni kerfum, og 5 - 10 % þóknun af stærri kerfum. Það er því ljóst að þóknunin getur numið milljónum þegar stærri kerfi eru keypt. Einnig er augljóst að þessir samstarfssamningar hækka verð vél- og hugbúnaðar, þar sem tölvu- salinn verður að gera ráð fyrir þóknuninni við álagningu. Það er svo kaupandi búnaðarins sem greiðir þóknunina, oftast óbeint. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtæki skuli greiða öðru fyrirtæki sem með beinum eða óbeinum hætti ástundar sölu, þóknun fyrir að ráðleggja því að kaupa búnað af sér. Þetta er þó til eins og dæmin sanna. Samtök tölvuráðgjafa Á því er ekki vafi að það eru hagsmunir hugbúnaðarhúsa og innflytj- enda tölvubúnaðar að eiga gott samstarf um þróun og sölu hugbún- aðar. Þetta samstarf örvar þróun hugbúnaðar til hagsbóta fyrir kaupendur. Það þjónar hins vegar ekki hagsmunum tölvukaupenda að greiða slíkum aðilum þóknun fyrir ráðgjöf um kaup á búnaði sem þeir síðan með beinum eða óbeinum hætti selja tölvukaupandanum. Með því að gera skýran greinarmun á þeim aðilum sem veita hreina tölvuráðgjöf og þeim sem í raun selja hug- og vélbúnað, eða - 24 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.