Vísir - 28.04.1962, Síða 1

Vísir - 28.04.1962, Síða 1
I NÆSTU VIKU eru að hefjast hér á landi víðtækustu rannsóknir sem nokkru sinni hafa fram farið á tönnum og tannskemmdum með- al íslenzku þjóðarinnar. Er ætlunin að skoða tennur í kringum 4 þús- und manns á öllu landinu. -k Er fólk þfcúa valið af handahófi til þess að fá sem skýras»ta heildar- mynd af tannástandi þjóðarinnar. Mun fólki verða sent bréf um þetta og er það von manna að allir sýni góðan samstarfsvilja til þess að þessi vísindalega athugun gangi vel. Síðar munu tannlæknar ferðast um landið og framkvæma skoð- unina. ★ Að undanförnu hefur bandarísk- ur tannlæknapróféssor John Dum- bír að nafni dvalizt hér á landi við un«dirbúning þessarar athugunar, en hann mun áður hafa starfað við slíkar rannsóknir. Athugun þessi fer fram á vegum og með samstarfi Háskóla íslands og háskólans í Birmingham í Alabamafylki í Bandaríkjunum. 52. ár. — Laugardagur 28. apríl 1962. — 95. tbl. Grænlamlshaf úr gervitunglum íslendinga verSa rannsakaðar VISIR Mikil umskipti til hins betra afa orðið í viðskiptamálum ís- mdinga síðustu árin. Kom etta m.a. í ljós nú fyrir nokkr- dögum, þegar Hagstofan irti skýrslu um það, að vöru- kiptajöfnuðurinn hefði verið agstæður um nær 192 miiljónir róna á fyrstu þremur mánuð- m ársins og hefur hann aldrei erið hagstæðari en nú. Það er og skemmtileg stað- eynd að þetta gerist á tfmum egar létt hefur verið á öliunt ínflutningshöftum og verzlun- er frjálsari en hún hefur okkru sinni verið. Það er mik- 1 munur fyrir almenning að lifa ið þær gnægtir allskyns varn- gs sem nú fæst I öllum verzl- Inum, heldur en að þurfa að Iíma við sífelldan vöruskort. Farmskipin konia stöðugt til tíafnar hlaðin hverskyns varn- ijigi, og stöðugt er mikið um ^ð vera niður við Reykjavík- urhöfn. Hér á myndinni sést þar sem verið er að skipa í Iand bif J'iðahjólbörðum. Haffræðingaráðstefnunni lauk í gær. Var samþykkt á ráðstefnunni að hefja ýtarlegar hafrannsóknir á Grænlandshafi síðari hluta sumars 1963 með tilliti til fiskistofna og fiskiveiða, en Grænlandshaf hefir lítið verið hingað til rannsakað. Þá er og f ráði að framkvæma hafrannsóknir í Grænlandshafi með aðstoð gervihnatta. Átta haffræðingar sátu ráð- stefnuna sem haldin var á vegum NATO. Hefir Haffræðinefnd Nato veitt Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans hér 4.000 dollara styrk til hafrannsókna í Grænlandshafi. Hefir Fiskideildin ákveðið að fé þessu skuli varið til kaupa á mjög nákvæmu mælitæki til þess að mæla sjávarseltu. Merkilegur áfangi. Jón Jónsson, yfirmaður Fiski- deildar Atvinnudeildarinnar hafði þetta að segja, um ráðstefnuna, er blaðið átti tal við hann í gærkvöld: Við erum mjög ánægðir yfir því að Atlantshafsbandalagið skuli vilja ýta undir þessar rannsóknir. Rétt er að geta þess að rannsóknir þessar eru framkvæmdar í sam- ráði við alþjóðlega hafrannsóknar- ráðið. Tæki þau sem við kaupum fyrir fjárstyrkinn eru okkur mjög mikil- væg, en það eru sjálfvirk tæki til seltumælinga. Einnig hefur verið veittur styrkur til kaupa á tækjum til mælinga á ísótópum í sjónum. Við erum mjög ánægðir með þessa ráðstefnu. Hér eru saman- Framh. á 5. síðu Nýr saltfisk- útflytjandi Á næstunni kemur ítalskt flutn- ingaskip hingað tii lands á vegum heildverzlunar Friðriks Jörgensens og tekur hér í ýmsum höfnum 700 tonna farm af saltfiski. Verður fisk urinn seidur tii Ítalíu. Er það í fyrsta skipti um langt árabil, sem annar aðili en Samband íslenzkra fiskframleiðenda selur fisk til Ítalíu Það eru nokkrir fiskframieiðend- ur, sem eru ekki í SÍF, sem hafa falið Friðrik Jörgensen þessa salt- fisksölu. Er verðið mjög hagkvæmt. Heiidverzlun Friðriks Jörgensens hóf í fyrra lítilsháttar útflutning á söltuðum ufsa og ufsaflökum til Þýzkalands. Það hefur ennfremur nýlega selt lítið magn af saltfiski til Englands og Danmerkur. Leysir erfiðleika SH o 172 millj. króna bandarískt lán fengið T Fyrir skömmu skýrði Vísir frá því, að Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna og S.Í.S. hefðu fengið IVz milljón dollar eða 63 millj. kr. rekstrarlán í Banda- ríkjunum í sambandi við framleiðslu og sölu ísl. fiskjar þar. í gær átti Vís- ir tal við Pétur Benedikts- son bankastjóra, sem ný- kominn er frá Bandarikj- uuum og skýrði hann blaðinu frá að Landsbank- anum hefði nú tekizt að fá lánsupphæð þessa hækk aða í 4 millj. dollara eða 172 millj. króna. Eins og kunnugt er hefir reksturfjárskortur staðið fyrir- tækjum S.H. og S.Í.S. í Banda- ríkjunum mjög fyrir þrifum og valdið drætti á uppgjöri við frystihúsin hér heima. Er því hér um mjög mikilvæga fyrir- ' greiðslu að ræða. Erindi Péturs Benediktssonar vestur í bæði skiptin var að greiða fyrir greiðslum til frysti- húsanna hér heima með lánveit- ingum frá Bandaríkjunum. Það er Landsbankinn, sem tekur 172 millj. krónumar að láni og end- urlánar upphæðina síðan S.H. og S.Í.S. Lánið veitir First Nat- ional City Bank í New York, en helminginn af því ábyrgist Export-Import Bank. Þá skýrði Pétur Benediktsson blaðinu einnig frá því í gær- kvöldi, að í viðbót við þessa lánveitingu væri dótturfyrirtækj um S.H. og S.l.S. frjálst að taka viðbótarlán út á það, sem þau eiga af útistandandi skuldum á hverjum tíma. Sagði bankastjór- inn að á þennan hátt myndu fyr- irtækin geta aflað sér tölu- verðra f járhæða. Auk þess mundi Landsbankinn, með hjálp Manufacturers Hannover Trust í Bandaríkjunum, geta bætt veru lega við þessa fyrirgreiðslu. VERKFALL Félag járniðnaðarmanna i r^.eykjavík hefur tilkynnt að vinnustöðvun muni hef jast föstu daginn 4. maí n.k. Fyrir nokkru slcýrði Vísir frá því að félags- fundur hefði verið haldinn hjá jámsmiðum, en að formaður félagsins neitaði að skýra frá þvi hvað þar hefði gerzt. Með þessari verkfallstilkynningu er það hins vegar komið f Ijós. 'i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.