Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 7
Haldið verður áfram að hafa félagsfund eða ráðstefnu á mánaðarfresti eins og verið hefur undanfarin ár. Eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við stjórnarmenn um efni fyrir félagsfundi eða ráðstefnur til að tryggja sem mesta fjölbreytni og breidd. TÍMARITIÐ TÖLVUMÁL EFLT Annað sem unnið verður að á næstunni er að sveigja tímaritið okkar, Tölvumál, meira í átt til ferskleika og nýjunga, án þess þó að hverfa frá því hlutverki þess að vera framvörður upplýsingatækni hér á landi. Með næsta tímariti er þess að vænta að einhverjar breytinganna líti dagsins ljós. Til þess að hrinda þessum breytingum í framkvæmd voru þau Bjarni Júlíusson og Guðbjörg Sigurðardóttir fengin. Hafa þau unnið mikið undirbúningsstarf en meira er framundan, þegar að framkvæmd kemur. Stefán Ingólfsson á nokkurn þátt í þeim breytingum sem nú eru framundan á tímaritinu, en breytingar á tímaritinu voru ræddar á nokkrum fundum fráfarandi stjórnar. Verður spennandi að sjá árangurinn. Hann byggist hins vegar ekki síst á því að félagsmenn leggi efni af mörkum í nýtt og fjölbreytt blað. ERLEND SAMSKIPTI Framundan eru Norddata ráðstefnan og ráðstefna á vegum IFIP en báðar eru mikilvægir atburðir, ekki síst vegna þess að við eigum aðild að þeim samtökum sem að þeim standa. Ekki verður að sinni fjallað um þessar ráðstefnur, það gera aðrir síðar og betur. Hins vegar eru félagsmenn hvattir til að taka þátt í ráðstefnum sem þessi samtök standa fyrir, til þess að auka víðsýni sína og samvinnu okkar við alþjóðleg samtök þeirra sem vinna að upplýsingatækni. FRAMKVÆMDASTJÓRI KVADDUR Kolbrún Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri okkar sagði starfi sínu lausu á síðasta ári. Hún lýkur störfum nú um mánaðarmótin og er að henni mikill missir eins og þeir vita sem með henni hafa starfað. TÖLVUMÁL/7

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.