Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 14
FRÁ AÐALFUNDI Sí Aðalfundur Skýrslutæknifélags íslands 1989 var haldinn í Norræna húsinu þann 26. janúar kl. 16.00. Fundinn setti Páll Jensson og tiln- efndi Jóhann Gunnarsson sem fundarstjóra og Guðbjörgu Sigurðar- dóttur fundarritara. Jóhann Gunnarsson lýsti fundinn löglega boðaðan. 1. Skýrsla stjórnar: Sjá skýrslu formanns á bls. 16-21. 2. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikninga. Lilja Ólafsdóttir féhirðir Skýrslutæknifélagsins lagði fram reikn- inga félagsins og skýrði þá. Heildartekjur voru kr. 4.037.444, heildargjöld kr. 3.433.475 og tekjur umfram gjöld kr. 603.969. Engar umræður urðu um reikningana og voru þeir samþykktir. 3. Stjórnarkjör. Úr stjórn áttu að ganga: Páll Jensson formaður, Lilja Ólafsdóttir gjaldkeri og Stefán Ingólfsson ritari. Þau gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Einnig átti Anna Kristjánsdóttir varamaður að ganga úr stjórn, en hún gaf kost á sér til endurkjörs. Núverandi stjórn Skýrslutæknifélags íslands er nú þannig skipuð: Formaður: Varaform.: Ritari: Féhirðir: Skjalav.: Meðstj.: Varamenn: Halldór Kristjánsson, Tölvu og verkfræðiþjónustunni Hjörtur Hjartar, Eimskipafélagi íslands h.f. Bjarni Júlíusson, TölvuMyndum h.f. Kjartan Ólafsson, Olíufélaginu Skeljungi h.f. Snorri Agnarsson, Háskóla íslands Guðbjörg Sigurðardóttir, Skrifstofu ríkisspítalanna Anna Kristjánsdóttir, Kennaraháskóla íslands og Jón Gunnar Bergs, SAS flugfélaginu Jakob Sigurðsson og Sigurjón Pétursson voru kosnir endurskoð- endur félagsins. 14 / TÖLVUMÁL

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.