Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 15
5. Ákvörðun félagsgjalda. Stjórn félagsins lagði til að félagsgjöld næsta starfsárs yrðu: Kr. 7.600 fyrir fyrsta mann frá stofnun eða fyrirtæki, kr. 3.800 fyrir annan mann og kr. 1.900 fyrir þriðja mann og fleiri frá sama fyrir- tæki. Einstaklingar greiði miðgjaldið. Rætt var um hvaða gjald væri heppilegast fyrir einstaklinga. Fram kom breytingatillaga frá Jóhanni Gunnarssyni um að síðasta setningin "Einstaklingar greiði miðgjaldið", félli brott. Aðaltillagan með breytingatillögunni var samþykkt einróma. 6. Önnur mál. Undir liðnum "önnur mál" tóku ýmsir stjórnarmenn og gestir til máls. Að lokun lýsti Jóhann Gunnarsson ánægju sinni með fundinn, spáði blómlegu starfsári, þakkaði fundarmönnum og sagði fundi slitið um kl. 17.00. TÖLVUMÁL / 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.