Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.02.1989, Blaðsíða 17
við SURÍS. Ráðstefnustjóri: Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri. 120 þátttakendur. HUGBÚNAÐARIÐNAÐUR, STAÐA OG ÞRÓUN. Ráðstefna í tilefni af Norrænu tækniári, 16. október á Hótel Sögu. 7 fyrirlesarar. Ráðstefnustjóri: Páll Jensson. 85 þátttakendur. FLYTJANLEIKI HUGBÚNAÐAR. Félagsfundur, 11. nóvember í Norræna húsinu í samvinnu við UT-staðlaráð. Fyrirlesari: Hans-Jörn Reuss. 36 þátttakendur. EINMENNINGSTÖLVUR - BJÖRT FRAMTÍÐ! Jólaráðstefna Skýrslu- tæknifélagsins, 9. desember að Hótel Loftleiðum. 8 fyrirlesarar. Ráð- stefnustjóri: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur. 140 þátttakendur. Eins og fram kemur í þessu yfirliti eru þeir ófáir, sem haldið hafa erindi á vegum SÍ, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Afmælishátíð, heiðranir: Eins og fram hefur komið hélt félagið upp á 20 ára afmæli sitt með ráðstefnu þann 6. apríl 1988. Ráðstefnan sló met hvað aðsókn varðar, en hana sóttu 200 manns. Hún er okkur eftirminnileg, ekki síst vegna þess að þar voru fjórir félagsmenn gerðir að heiðursfélögum í Skýrslu- tæknifélaginu. Þeir eru Bjarni Pétursson, Gunnlaugur G. Björnson, Klemens Tyrggvason og Ottó A. Michelsen. Einn þeirra, Gunnlaugur G. Björnson lést síðar á árinu og vil ég biðja menn að rísa úr sætum og votta honum virðingu. í tilefni afmælisins bárust félaginu góðar gjafir frá Sjóvá, Eimskipa- félaginu, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, IBM á íslandi og síðast en ekki síst vegleg gjöf að upphæð 500 þúsund krónur frá Reiknistofnun bank- anna, sem ber að þakka sérstaklega. Fleiri sýndu félaginu hlýhug m.a. með því að styrkja útgáfu afmælisrits TÖLVUMÁLA, þar á meðal Sambandið, Einar J. Skúlason, Kristján Ó. Skagfjörð og Reiknistofnun Háskólans. Tveir heiðursmenn störfuðu með nokkrum stjórnarmönnum að undir- búningi afmælisins, þeir Jakob Sigurðsson og Gunnlaugur Björnsson. Kunnum við þeim, svo og ofangreindum fyrirtækjum bestu þakkir. TÖLVUMÁL / 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.