Vísir - 19.05.1962, Blaðsíða 8
8
1/ISIR
Laugardagur 19. maí 1962.
Útgefandi Blaðaútgátan VISIR
Ritstjórar: Hersteinr, Pálsson Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur S mánuði.
1 lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Aðeins vika til stefnu
Nú eru aðeins átta dagar, þangað tii gengnð ven’ð-
ur til kosninga í Reykjavík og víðar á landinu til að
ákveða, hverjir skuli stjórna málefnum hinna ýmsu
staða á næstu fjórum árum. Mun víðast verða barizt
af kappi miklu, en engin kosning mun vekja aðra
eins athygli og baráttan um Reykjavík, baráttan milli
þeirra, sem vilja samstilltan, samhentan meirihluta
við stjórn áfram og hina, er vilja ofurselja bæinn tæt-
ingsliði glundroðaflokkanna.
Barátta rauðu flokkanna snýst einkum um að
sannfæra almenning um, að þeir muni bíða ósigur í
þessum kosningum, svo að Sjálfstæðismenn þurfi ekk-
ert að óttast, þeir geti jafnvel unmið glæsilegan sigur
með því að sitja heima og hafast ekki að. Eru þess fá
dæmi, ef nokkur, að flokkar boði ósigur sinn fyrir-
fram, en tilgangurinn er auðsær. Ætlunin er að sann-
færa nægilega marga Sjálfstæðismenn um, að þeim
sé óhætt að bregðast flokki sínum, án þess að tjón
verði af, að hinir, er munu smala öllu liði, hljóti meiri-
hluta.
Þetta er það, sem Sjálfstæðismenn verða að var-
ast að trúa. Þeir sigra því aðeins að þeir komi allir á
kjörstað og geri skyldu sína. En með því munu þeir
líka veita andstæðingunum þá ráðningu, sem þeir
verðskulda fyrir undirhyggjuna — ráðningu, sem fólg-
in verður í stórkostlegum sigri Sjálfstæðisflokksins.
Maðurinn sem kiappaöi
Þegar menn líta á Iista andstæðinga Sjálfstæðis-
flokksins ættu þeir að minnast þess, að þeim er boðið
upp á þann mann í fyrsta sæti hjá kommúnistum, er
var meðal þeirra, sem klöppuðu Krúsév lof í lófa, er
hann lýsti kjarnorkusprengingum Sovétmanna á s. 1.
hausti. Þetta er í senn móðgandi við allt heiðvirt fólk
og skýlaus yfirlýsing um, að hvað sem líður öllu hjali
kommúnista um andúð á slíkum sprengjum, eru þeir
reiðubúnir til að lúta vilja herranna í Kreml og tefla
fram þeim, sem þeir hafa velþóknun á. Hver sem
kýs lista kommúnista, tekur undir lófatak Guðmundar
Vigfússonar í Kreml.
Sendimaður frá SÍS
Yfirmenn Framsóknarflokksins, peningamenn-
irnir í SÍS-hringrium, hafa talið Þórð Björnsson klaufa-
legan og seinheppilegan fulltrúa í bæjarstjórn, enda
gengið slælega fram í að reka erindi Sambandsins.
Hafa þeir þó vart verið heppnari með þann, sem nú
er efstur á lista. Hann ber of mikinn SÍS-svip, til þess
að hann geti reynzt öðrum geðfeildur en því jötuliði,
sem hjá Sambandinu starfar eða komið hefir verið að
Hjá ríkinu.
Sjálfstæðisstefnan hefur
mótað þróun Reykjavíkur
IFTIR BIRGI ÍSL GUNNARSSON, LÖSFRÆDING
Birgir ísleifur Gunnarsson 8. maöur á lista
Sjálfstæðisflokksins.
pátt er ungu fólki meiri hvöt!
til aukinna framkvæmda og
dáða en að lifa í umhverfi, sem
fyrst og fremst einkennist af
stórstígum framförum og hraðri
þróun.
Það unga fólk, sem nú er að
vaxa upp í Reykjavík, hefur
fengið gott veganesti hvað þetta
snertir. Það hefur séð Reykja-
vík vaxa og stækka með ári
hverju í stóra, fjölmenna og
fagra borg.
Enda þótt sagan um þróun
Reykjavíkur sé undraverð, þá
er Reykjavík þó fyrst og fremst
borg framtíðarinnar. Unga fólk-
ið, sem orðið hefur vitni að þró-
uninni, mun ekki reynast eftir-
bátar feðrum sínum og mæðrum
í þeim efnum. En góður vilji og
framkvæmdahugur borgaranna
nægir þó ekki einn. Þar þarf
til að koma góð og traust stjórn
á málefnum borgarinnar, stjóm,
sem leitast við að samhæfa hina
mörgu krafta, sem fyrir eru og
gefur hverjum einstaklingi svig-
rúm til athafna.
jþað er engin tilviljun, að í
Reykjavík hafa.px.þið .fflpsfu
og stórstígustu framfarir á síð-
ustu áratugum, sem íslandssag-
an greinir frá. Þar hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn haft meiri-
hluta til að framfylgja stefnu
sinni án afskipta annarra
flokka.
Sjálfstæðisstefnan leggur á-
herzlu á einstaklinginn og tel-
ur, að hlutverk hins opinbera sé
ekki það að kæfa niður fram-
kvæmdarhvöt og sjálfsbjargar-
viðleitni einstaklinganna og er
það andstætt 'þeirri stefnu, er
vinstri flokkarnir halda fram.
Sjálfstæðisstefnan hefur hvergi
verið reynd ómenguð í fram-
kvæmd nema hér í Reykjavík.
Hin glæsilega höfuðborg talar
sínu máli, því að Reykjavík er
í dag hvort tveggja í senn, sómi
lands og þjóðar — og sómi Sjálf
stæðisstefnunnar.
Eitt af grundvallarskilyrðum
þess, að Reykjavík megi í fram-
tíðinni halda áfram að þróast,
er það að búa sem bezt að æsku
lýð borgarinnar. Þetta hafa
borgaryfirvöldin skilið og því
hefur Reykjavík haft um það
alla forystu að bæta sem bezt
hag æskunnar.
Einn merkasti þátturinn í
þeirri starfsemi er stofnun
æskulýðsráðs, en það var stofn-
að árið 1955. Strax og tóm-
stundaiðja hófst á vegúm ráðs-
ins, kom í ljós mikill áhugi
unglinga á starfinu og jafn-
framt hver nauðsyr er á því,
að unglingar eigi þess kost að
eyða tómstundum sínum við
heppileg viðfangsefni. Starfsemi
Æskulýðsráðs hefur aukizt
hröðum skrefum og s. 1. vetur
störfuðu á þriðja þúsund ung-
lingar innan vébanda Æskulýðs
ráðs að hinum fjölbreyttustu
viðfangsefnum.
Þessi starfsemi hefur farið
fram víðsvegar um borgina, eða
samtals á 14 stöðum. Tvö ný
æskulýðsheimili voru tekin í
notkun á sl. vetri, tómstunda-
heimilið að Bræðraborgarstíg 9
og Tjarnarbær.
Enda þótt efla beri starfsemi
Æskulýðsráðs, verður þó að
gæta þess, að starfsemi ráðsins
verði ekki til að draga úr starf-
semi annarra aðila, sem hafa
æskulýðsstarf með höndum. Hér
í borginni eru fjölmörg félags-
samtök, sem eru byggð upp af
einstaklingum, er unnið hafa
fórnfúst sjálfboðaliðastarf í
þágu reykvískrar æsku og vilja
halda áfram að vinna að þeim
málum. Þessum aðilum þarf að
veita aðstoð eftir því, sem föng
eru á.
Frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins hafa gert sér fulla
grein fyrir nauðsyn á slíkum
stuðningi, en í stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins fyrir þessar
kosningar segir m. a.
„að styðja beri félög og ein-
staklinga, sem vinna að raun-
hæfum umbótum að félagslífi
æskunnar og
að halda verði áfram hinni
fjölþættu starfsemi Æskulýðs-
ráðs og hún aukin eftir því sem
kostur er og heppilegt þykir
með tilliti til æskulýðsstarfs
annarra aðila“.
Hér hefur aðeins verið drepið
á eitt af þeim fjölmörgu
málum, sem unnið hefur verið
að til hagsbóta fyrir reykvíska
æsku.
Rétt er að minna á hinar
glæsiegu skólabyggingar, sem
hafa risið eða eru að rísa víðs-
vegar um bæinn. Þær byggingar
setja mikinn svip á sín hverfi.
Leitazt er við að hafa skólana í
fallegum og vönduðum húsum
og reynt er að hagnýta til hins
ýtrasta allar þær nýjungar, sem
verið er að taka upp í öðrum
löndum.
Þá má minna á hin glæsilegu
íþróttamannvirki, Leikvanginn í
Laugardal, Sundlaug Vesturbæj
ar, Sundlaugina í Laugardal og
Frh. á bls. 13