Tölvumál - 01.04.1989, Síða 4
Tölvumál Mars 1989
Frá
formanni
Halldór Kristjánsson,
formaöur SÍ
Taktufrá 25.apríl,þvíþá verður
ráðstefna um hagnýt tölvusamskipti
á vegum SI.
■ Ritnefndir og útgáfa
Eins og lesendur sjá á þessu blaði,
þá er ætlunin að tvær ritnefndir
vinni blaðið og skiptist á um
undirbúning og frágang. Búið var að
leita til góðra manna um að taka að
sér aðra ritnefndina en þeir urðu að
draga sig í hlé áður en til fram-
kvæmda kom. Það varð því úr, að
stjóm sá um útgáfu þessa blaðs og
mæddi það mest á Guðbjörgu
Sigurðardóttur og mér.
Við erum nú að leita að góðu fólki í
ritnefnd sem hefur áhuga á að vinna
að gerð blaðsins. Eins og áður er
lýst eftir tillögum um vinnufúst fólk
í ritnefndina.
■ FundurumOSF
Fimmtudaginn 6. apríl hélt félagið
fund með erlendum fyrirlesara,
Grenville Edwards, frá OSF.
Fjallaði erindi hans um OSF, hver
markmið þess em og staða.
Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur og
gaf góða mynd af OSF og starfi
þess.
Hver örlög þessa fyrirtækis verða,
ræðst af viðtökum markaðarins. Það
er vissulega spennandi hugmynd að
hægt sé að velja hugbúnað óháð
vélargerð og geta flutt hann á milli
ólíkra véla. Það lofar góðu fyrir
fyrirtækið að DEC, HP og IBM
skuli vera aðilar að því og vekur
vonir um að þeir nái þeim árangri að
hafa varanleg áhrif á hugbúnaðar-
gerð og notkun á næstu ámm. HP á
íslandi þökkum við fyrir að lána
okkur þennan ágæta fyrirlesara í
tvær stundir, en um 38 manns sóttu
fundinn.
■ Hafa skal þaö...
í síðasta pistli mínum slæddist inn
meinleg villa þegar ég bauð nýjan
framkvæmdastjóra velkominn til
starfa. Helga er Erlingsdóttir!
■ Ráöstefna um hagnýt
tölvusamskipti
Þriðjudaginn 25.apríl n.k. verður
ráðstefna á okkar vegum á Hótel
Loftleiðum um hagnýt tölvu-
samskipti. Þar verða fyrirlestrar um
nýja þjónustu Póst- og
símamálstofnunar á gagnanetinu,
fjallað verður um áætlanir P&S
varðandi ISDN, sagt ffá EDI, EFT/
POS, gagnabanka SKÝRR og
Skjásýn. Ráðstefnan hefst klukkan
13.15 og er aðgangseyri stillt í hóf.
Við munum senda félagsmönnum
bréf með dagskrá ráðstefnunnar.
Taktu frá tíma strax!
■ Áframhald á NDU
samstarfi?
Eitt af þeim málum sem nú liggja
fyrir stjóm er að ákveða um
áframhald þátttöku okkar í NDU.
Mikill þrýstingur er á stjóm
Skýrslutæknifélagsins frá stjórn
NDU um að taka afstöðu fyrir
aðalfund NDU í júní. Ekki eru
greidd árgjöld til NDU en þeir
þiggja þóknun af norrænum
ráðstefnum sem haldnar em af
félögunum sem í því eru.
Þar liggur hundurinn grafinn, því
það er okkar framlag til NDU að
standa fyrir slíkum ráðstefnum með
reglulegu millibili. Síðast var haldin
ráðstefna 1986, ÍSDATA, með þeim
afleiðingum að félagið tapaði
veralegum fjármunum. FéllstNDU
þá á að fella niður þóknun sína af
þessari ráðstefnu.
Það er mín skoðun að þátttakan í
NDU sé of dýra verði keypt með
því að halda hér stórar ráðstefnur
með mikilli fjárhagslegri áhættu
fyrir félagið okkar. Því eru nú til
umræðu ýmsar hugmyndir um leiðir
til að halda áfram samstarfi við
NDU án þess að við þurfum að taka
stóra áhættu. Verið er að athuga
dags ráðstefnu með heimsþekktum
fyrirlesurum auk annarra spennandi
hluta.