Tölvumál - 01.04.1989, Qupperneq 7

Tölvumál - 01.04.1989, Qupperneq 7
Tölvumál Mars 1989 ■ Hverjir bjóða Unix? Allir meiriháttar tölvuframleiðendur bjóða nú Unix stýrikerfið, ýmist meðfram eigin stýrikerfum (svo sem IBM, DEC og HP) eða eingöngu (Sun, AT&T, Sequent, MIPS). Meðal verkefna Unix kerfisins var að leggja til vinnuumhverfi fyrir reiknifrek forrit raunvísindamanna, ýmist á fjölnotendatölvum af öllum stærðum eða á vinnustöðvum, öflugum einmenningstölvum þar sem áherslan er á reikniafl og myndrík notendaskil á stórum skjá. ■ Samskipti og dreifö vinnsla Einnig þróuðust góð tölvusamskipti, tölvurnar gátu samnýtt jaðartæki, sent skrár á milli sín og notendur gátu flutt sig yfir á aðra tölvu. Þróun Unix kerfisins hefur verið brautryðjendastarf í dreifðri vinnslu, og má telja Unix einu leiðina til þess að byggja upp opið, dreift tölvuumhverfi. Með opnu kerfi er þá átt við að það sé ekki eign ákveðins framleiðanda sem ráði ferðinni í tölvuþróun notendanna. Litlir framleiðendur sem höfðu góðan vélbúnað að bjóða notuðu gjarnan Unix vegna þess að miklu auðveldara er að færa það yfir á nýja tölvugerð en að skrifa stýrikerfi frá grunni, unnt var að fá frumgerð kerfsins, skrifa þann hluta þess sem alltaf er vélarháður, breyta því sem þurfti og nota annað óbreytt. ■ Gott hugbúnaöarframboö Unix umhverfinu fylgir verulegt framboð af hugbúnaði sem auðvelt er að aðlaga þannig að nýir vélaframleiðendur geta komist inn á markaðinn án þess að skortur á notendahugbúnaði yrði þeim að fótakefli. Þessi aðlögunarhæfni á sér sennilega enga hliðstæðu í tölvuheiminum nema að hluta í MS- DOS, stýrikerfi PC tölvanna, sem þó er miklu minna kerfi og gengur í aðalatriðum aðeins á örgjörva frá einum framleiðanda. Þessari þróun fylgdi það að enginn aðili markaðssetti Unix sem slíkt, engir sölumenn héldu fram ágæti þess, það fylgdi einfaldlega sumum tölvum og það var valið til notkunar hjá ýmsum tæknilega sinnuðum notendum þótt vélaseljendur byðu eigin stýrikerfi. Nýlega hafa stóru tölvuframleiðendumir tekið við sér og Unix er farið að höfða til miklu víðari notendahóps en áður. IBM, DEC, HP og “allir hinir” hafa lýst því yfir að þeir leggi mikið upp úr sínum Unixútgáfum, þeir muni þróa þær áfram og leggja þær að jöfnu við eigin stýrikerfi. ■ Færanlegur hugbúnaður Framleiðendumir vinna saman í nokkmm staðlanefndum og sameignarfyrirtækjum til þess að samræma vinnu sína í því skyni að auðveldara verði að flytja hugbúnað milli véla. Þá verður hægt að setja meiri kraft í raunverulega þróun á notendahugbúnaði og minni vinna tapast í að aðlaga notendahugbúnaðinn mismunandi vélum, prenturam, tungumálum o.s.frv. Þessi aðferð er leið út úr hugbúnaðarkreppunni, nútíma hugbúnaður er, að margra hyggju, varla samboðinn vélbúnaðinum sem í boði er. ■ Unix lifir! Unix er lifandi stýrikerfi, það þróast í samvinnu margra framleiðenda, rannsóknamanna og notenda og getur lagast að mörgum vélagerðum, allt frá öflugum einmenningstölvum upp í öflugustu tölvur sem framleiddar hafa verið. Að stofni til er kerfið gamalt, það hefur verið umskrifað nokkrum sinnum og á eftir að verða umskrifað oft eftir því sem IBM, DEC, HP og "allir hinir" ætla að þróa sínar Unixútgáfur áfram og leggja þær að jöfnu við eigin stýrikerfi. Unix umhverfinu fylgir verulegt framboð afhugbúnaði sem auðvelt er að aðlaga.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.