Vísir - 16.06.1962, Page 9

Vísir - 16.06.1962, Page 9
Laugardagur 16. júnl 1962. VISIR á Krýsuvíkurbjargi að vera skjólveggur, kveikt á prímus og tekið til óspilltra málanna að sjóða svartfugls- egg. Innan stundar er setzt að krásum. Teknir eru hert- ir þorskhausar, lúðuriklingur og fleira góðgæti af Vestfjörð- um úr inatarskrinum, drukkið kaffi og skálað í svartfugls- eggjum. Þegar tóm gefst, tek ég Sumarliða Betúelsson tali og bið hann að rifja upp sitt af hverju frá fyrri dögum á Homströndum. — Hvenær fluttist þú af Hornströndum, Sumarliði. — Það var 1944. Þá var ég orðinn þreyttur eða öllu heldur leiður á einyrkjabúskapnum og yfirgaf óðalið, sem ég hafði keypt ellefu árum áður, Höfn £ Hornvík, þar sem ég var raun- ar fæddur og uppalinn — Hvað segirðu, bjóstu einn á jörðinni árum saman? — Já, flest árin eftir að ég keypti hana. Pabbi var hjá mér fyrsta árið, af því að hann þrjózkaðist við að flytja að Kaldá í Önundarfirði, þar sem mamma og systkini min voru setzt að og búin að kaupa. Pabbi vildi ekki fara úr Horn- vík. En svo var hann orðinn svo slitinn og lasburða og erf- itt að ná til læknis, að hann var tilneyddur að fara og setj- ast að á Kaldá, en aldrei kunni hann við sig þar. Þá varð ég einn eftir. Pabbi hafði aldrei alla tíð getað eignazt Höfn, heldur leigði hana af Magnúsi sýslumanni Torfasyni. Svo keypti ég hana sem fyrr sagði. Fór að byggja upp jörðina, nýtt íbúðarhús og útihús líka. Nógur var efniviðurinn og hann ósvik- inn, rauðaviður og fleiri harð- viður, sem rak á f jöruna neðan við túngarðinn. Það var svo sem drjúg tekjulind líka. Byggði sögunarhús við gamla bæinn og sagaði þar svellþykkan rauðviðinn, og það var enginn svikinn af að kaupa hann, hann endist mannsaldurinn og meira en það. Annars seldi ég reka- við ýmist sagaðan eða ósagað- an, hafði ekki tíma til að fást við að vinna hann allan sjálf- ur. —, Hvaða hlunnindi hafðirðu fleiri, ekki þarf að spyrja að fiski, fugli og eggjum? — Já, vertu blessaður, fisk- urinn uppi í landsteinum, víkin full af fiski frá þvi £ marz og fram £ maf. Fugl og egg, mikil ósköp. Og svo við túnfótinn runnu timm ár út £ ósinn, sil- ungur £ öllum. Einu sinni man ég að ég fékk 100 silunga £ netstubb á einu kvöldi. Ég er viss um, að það er alveg kjörið að rækta lax þar £ ánum. fyglingur. Hann var nú ekki banginn við það, en satt að segja var hann oft hætt kom- inn. Pabbi varþ að leigja fygl- ing, þangað til Sölvi stálpaðist. Og Sölvi varð fyrstur til að flytja hjálma inn handa fygling- um, og það hefur sfðan bjargað mörgum mannslffum. Sfðan eru liðin ein 40 ár. Sölvi keypti hjálmana með aðstoð manns £ Englandi. Það komu oft fyrir hroðaleg slys af grjóthruni f björgunum, áður en hjálmarnir komu til sögunnar. Bæði rot- uðust menn til dauðs strax eða Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (stórkaupmaður) gefur festar- mönnum merki um hvort þeir eigi að slaka eða hífa. Jepp- inn sést greinilega og hann var látinn hafa fyrir því að hífa. — Seigst þú f bjarg fyrir vestan? — Nei, aldrei. Mér var alltaf svo svimagjarnt. Það var Sölvi bróðir, sem varð þaulvanur Nú geta þeir tekið lífið létt, þessir jakar, búið að setja fest- ina aftan i traktorinn — og innan stundar kemur fyglingur upp með kippuna fulla af eggjum. voru að berjast við dauðann dögum saman á eftir. Ég man eftir einum fygling, sem marð- ist og lemstraðist af grjótflugi, hann var fluttur heim og kvald ist með voðalegustu hljóðum þangað til hann gaf upp öndina. Og slfkt var ekki einsdæmi. — Urðu ekki sjóslys, sem þú manst eítir? — Það kom blessunarlega ekki oft fyrir í mfnu minni. Eitt það fyrsta skeði, þegar ég var smástrákur, þá fórst skip- ið „Familían" á söndunum þarna á víkinni fyrir framan bæinn okkar. Þvf var ekki hægt að ná út. Það sökk f sandinn smátt og smátt, þegar það var komið f kaf stóðu möstrin upp úr f mörg ár. Við strákarnir lékum okkur í möstrunum um fjöru. En eftirminnilegasta skipstapið varð þarna vorið 1924, þá fórust fjögur skip á sama maí-norðangarðinum, tvö frá Isafirði, „Fríkirkjan" og „Björninn", og tvö frá Akur- eyri, „Kristjana" og „R6bert“. Allir komust af, nema einn, stýrimaðurinn á Róbert, hann týndist og fannst aldrei. Hinir komust í reiðann og höfðust þar við á meðan féll út. Þá voru þeir orðnir svo máttlaus- ir, kaldir og hraktir, að þeir gátu ekki komizt hjálparlaust í land og hefðu lfklega flestir látizt þarna, ef fólk hefði ekki verið svo nærri. Þá var ekki um nein björgunartæki að ræða. Flestir skipbrotsmennirnir komu heim og gistu hjá okkur, en nokkrum var komið fyrir á næstu bæjum. Mér er í minni yngsti skipverjinn á Róbert. Það var drengur um fermingu. Hann var mjög langt leiddur, þegar hann var borinn í land, orðinn fskaldur. Það var hellt heitu í hann og hann lagður í kojuna mína, og ótrúlegt var, hve fljótur hann var að hress- ast, orðinn góður daginn eftir. Síðan ég fluttist frá Höfn, er bærinn minn til afnota sem skipbrotsmannaskýli á vegum Slysavarnafélagsins. — Ertu þá ekki búinn að selja jörðina? —- Nei, ég hef ekki getað fengið mig til þess enn sem komið er. — En skreppurðu þangað öðru hverju? — Aðeins tvisvar síðan ég fluttist þaðan. Annað sinn flaug ég með Gruman-flugbát, sem lenti á víkinni, og það hefur ekki komið fyrir áður í sögu Hornvíkur og víst ekki sfðan. Flugbáturinn keyrði upp á sand inn og við gengum í land á þurru. Þeir skildu mig þarna eftir og þar var ég að bardúsa og flatmaga til kvölds. Þá komu þeir aftur að sækja mig. Þenna dag var ég einn í allri Hornvík. Hver einasti maður á bak og burt frá vfkinni fullri af fiski og síðan síga fáir f Hornbjarg og Hælavíkurbjarg. — Hvað varð eggjatekjan mikil hjá þér á vori vestra? — Það kom fyrir, að ég fengi 30 — 40 þúsund egg á festi. Heldur fór það minnkandi, en þegár mest var, var svo krökkt af fugli og þétt af eggjum á sillunum, að ekki var hægt að stíga niður fæti. Einu sinni fór ég með 10 þúsund egg til ísa- fjarðar, það voru óstropuð egg og seldust á 25 aura. Þau strop- uðu kostuðu aftur ekki nema 10 aura. Ýmist voru þau súrs- uð heima og var fyrirtaks mat- ur þannig. En oft komu Færey- ingar inn á víkina. Þeir voru gráðugir f stropuð egg, keyptu í stórum stíl, líka af þvf að þau voru svo ódýr. Þeir keyptu þau í þúsundatali og voru að háma þau í sig fram eftir öllu sumri. — Saknarðu Hornvíkur? — Ekki get ég borið á móti því. Þar sleit maður barnsskón- um og átti heima fram á full- orðinsár. Oft var veðurofsinn og sjógangurinn yfirgengilegur, en engu að sfður var oft þar slfk himnesk veðurdýrð, blæjalogn og fjöllin stóðu á höfði f speg- ilsléttri vfkinni. Mér finnst ekk- ert jafnast á við það. Sumarliði skyggnir eggin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.