Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 4
1 4 Fimmtudagur 21. júní 1962. ar. Það voru líka fleiri sem vildu tala við þau en ég. Áhugasamir nemendur gáfu sér við og við tíma til að fá orðið og segja frá því hve mikið þeir hefðu synt, eða hversu lítið þeir gætu synt. Kennsluaðferðirnar voru hinar fjölbreytilegustu. Margrét „synti“ af kappi upp á bakkanum, ekki þó í alvörunni, þv£ hún var aðeins að sýna litlu stelpunum sundtökin. Helga dró eina telþuna á priki eftir endilangri lauginni. Ríghélt sú slð- arnefnda f prikið og sigldi hnarr- reist frá bakka til bakka. Eiríkur sat hinsvegar hinn ró- legasti á kassa og var að fræða aldri, hversu fljót þau eru að læra? Maður hefði getað haldið að það þýddi lítið að kenna 5 ára börnum að læra að synda“. „Nei, það fer minnst eftir aldrin- um og 5 ára börn geta lært sundið unum Lítið, fallegt telpuandlit skauzt upp úr vatninu, leit brosandi framan í mig og sagði: „Viltu sjá mig synda, manni?“ Litla stúlkan var með kút á bakinu og vogaði sér varla tvo metra frá bakk- anum, en stoltið yfir kunn- áttunni og gleðin yfir til- verunni leyndi sér ekki. jafnskjótt og hin, þótt yfirleitt gangi ver að kenna þeim“. Það voru þrír sundkennarar þarna á bakkanum, Eiríkur Stefáns son, Margrét Kristjánsdóttir og Strákurinn með kútinn — eða kúturinn með strákinn. Hún var ekki ein um stoltið. Um fjörutíu börn á aldrinum 5—10 ára svömluðu þarna í Sundlaugun- um. Þau voru þátttakendur í sund riámskeiði sem Sundlaugar Reykja- víkur efna til fyrir börn á þessum aldri. Þátttakan í þessum námskeið um er geysimikil, og í Sundlaugun um einum eru um 300 börn að læra sundtökin þessa dagana. Auk þessa eru einnig námskeið í hinum laug- unum en hvert þeirra stendur í 20 tíma. irtfn-í^cn;: iti vli.i! i j Það voru ýmsar aðferðir notaðar til að stinga sér til sunds. „Þáð er hins vegar upp og niður hvort krakkarnir verða syndir á þessum 20 tímum. Það fer mest eftir áhuga hvers og eins og þroska. Sum er líka vatnshrædd og það tekur langan tfma að yfirvinna það“. „Það fer þá ekki svo mikið eftir sunddrottningin fyrrverandi Helga Haraldsdóttir. Auk þeirra kennir Erla Erlingsdóttir einnig í Sund- laugunum. Öll voru þau önnum kaf in við kennsluna, þann stutta tíma sem ég staldráði við, svo lítill tími gafst til að rekja úr þeim garnirn- einn strákinn á því hversu stórkost legt það væri að vera bóndi og eiga jeppa. Ég verð að játa að mér fannst þetta ekki beint vera sam- ræmanlegt í sundkennslu og þegar hann kallaði „þið þarna vinnu- menn“, leizt mér alls ekki á blik- :: r:-' • hreyfingu þeirra. Margrét fræddi mig á því, „að það væri mikið betra við telpurnar að eiga, þær hlýddu mikið betur og væru minni læti í þeim en strákunum". Kom það engum á óvart. ' Það var gaman að fylgjast með krökkunum þarna í lauginni, enda sýndu margir þeirra mér tilhlýðil. virðingu. Einn lagði það á sig að taka þrjú sundtök kútlaust sökkva í miðri laug og súpa hveljur í vatn- inu. Ein daman stóð á höndum og tilburðir annarra miðuðust einnig að því að skemmta mér. una. Ég athugaði Eirik útundan mér og datt helzt í hug að hann hefði dottið á höfuðið, þegar hann var lítill. Ég fékk þó fljótlega skýringu, það kom upp úr kafinu, að Eiríkur flokkaði strákana niður eftir kunn áttunni: Þeir voru vinnumenn, sem notuðu kúta og lærðu fótatökin, bændur, sem lærðu handtökin og þeir sem syntu kútlausir áttu jeppa og voru stórbændur. Svo voru þeir sem voru vel syndir' — þeir áttu flug- vél og voru sómamenn! Þegar Eiríkur skýrði líkingarnar út fyrir mér, kom einn vinnumaður inn upp að bakkanum, heyrði tal okkar og lýsti því af einlægni yfir, að hann langaði mest til að verða stórbóndi og eiga jeppa. „Nú, viltu ekki verða sómamað- ur?“, spurði ég. Hann svaraði því engu, og það var greinilegt, að hann dirfðist ekki að hugsa svo langt. Ég stóð góða stund við og fylgd- ist með kennslunni. Gusurnar gengu yfir mig, þegar strákarnir busluðu : vatninu, og það var ærsl og leikur f þeim mörgum. Telpurnar í hinum enda laugar- innar hlýddu aftur á móti alvarleg- ar öllum ráðum Helgu og Margrét- ar og samvizkusemin var f hverri Síðustu árin hafa samskonar námskeið verið haldin reglulega á hverju vori hér í Sundlaugunum. Aðsókn hefur alltaf verið mjög mik il. Það þarf ekki að lýsa nauðsyn þess að kunna að synda, enda hefur ekki þurft að hvetja íslend- inga til þess náms. Það kann að vera að fyrir 5—6 ára börn sé það fullsnemmt að læra að synda, „enda er það f það yngsta“, en þau komast yfir hræðsl una við vatnið og fá meiri áhuga fyrir sundiþróttinni þegar tímar líða. Það er því bæði gagn og gam- an af þessum sundnámskeiðum. Þessu námskeiði, sem nú stendur yfir, lýkur á fimmtudaginn, en Frh. á bls. 10. Stórbændumir stinga sér til sunds. Eiríkur Stefánsson sundkennari fylgist með,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.