Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. júní 1962. VISIR .■.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.1 Allt ttlbúið Siglfirðingar bíða þess nú með mikilli eftirvæntingu, hvort samningar takast í síld- veiðideilunni. Er allt undirbúið á Siglufirði að taka á móti fyrstu síldinni, hvenær sem hún berst að landi. Hefur verið unnið að þvi að lagfæra söltun- arpláss og bryggjur og færa að birgðir. Meðal þess sem verður að flytja að f stórum stíl eru síld- artunnur. Þótt mikið sé smiðað af síldartunnum bæði á Siglu- firði og Akureyri vantar mikið á að hægt sé að fullnægja þörf- inni með þeirri framleiðslu og þarf á hverju ári að flytja inn í Iandið mikið magn af tunnum. Tunnuskipin sem koma inn Siglufjarðarhöfn eru jafnan með 'iáfermi, þótt þunginn sé ekki mikill miðað við venjuleg- an flutning. Mynd þessa tók Ólafur Ragnarsson fyrir nokkr- um dögum á Siglufirði þar sem verið var að afferma tunnuskip. Síldin — Framh. af 1. síðu. nema Garðar. Verið er að setja kraftblokkir í báða Gylfana, en þær voru settar bæði í Akra- borgina og Ólaf Magnússon í fyrra. Sum þessara skipa eru þegar tilbúin að fara á veiðar strax og samið hefur verið, en hin Iangt komin. Valtýr Þor- steinsson starfrækir f sumar fjórar söltunarstöðvar, ýmist einn eða í félagi með öðrum. Stöðvarnar eru á Siglufirði, Hjalteyri, Raufarhöfn og Seyð- isfirði. Leó Sigurðsson útgerðar- maður gerir út tvö skip Súluna og Sigurð Bjarnason. Þau eru bæði með kraftblakkir. Sigurð- ur Bjarnason er enn á togveið- um en fer væntanlega á síld bráðlega. Kaupfélag Eyfirðinga gerir eitt skip út á síidveiðar í sum- ar. Það er Snæfellið og er verið að setja f það kraftblökk. Um mörg undanfarin ár hef- ur m.b. Stjarnan frá Akureyri einnig verið gerð út á síldveið- ar, en í fyrra var hún leigð Kristni Bergssyni útgerðar- manni í Keflavík til togveiða og verður svo enn í sumar. Stjarn- an siglir sjálf með aflann til Englands. Fundur presta á Þingvöllum Aðalfundur Prestafélags ísjands var haldinn f gær á Þingvöllum. Hófst hann með guðsþjónustu f Þingvallakirkju kl. 10 um morg- uninn, þar sem Þingvallaprestur sr. Eiríkur J. Eiríksson prédikaði. Tveir úrþjúfar gripnir Um daginn hófust fundarstörf með þvf að sr. Jakob Jónsson flutti skýrslu. Var einkum rætt um launa- og kjaramál prestastéttar- innar og undirbúning undir kjara- samninga þá, sem opinberir starfs- menn munu gerá. Sr. Jónas Gfsiason í Vík flutti fróðlegt erindi sem byggðist á fé- lagslegri og statistískri rannsókn um starfsform kirkjunnar. Komst hann að þeirri niðurstöðu að starfs kraftar presta nytjuðust ekki að fullu af því að kirkjan væri bundin við form, sem er mótað af tfmum þegar búsetu landsmanna var öðru Firuis!:t stórmái tíl lykta ieitt Hæstaréttardómur var uppkveð- inn í gær f Finnlandi í máli gegn háttsettum stjórnmálamönnum og embættismönnum, m.a. Sukselain- en fyrrv. forsætisráðherra, fyrir misferli í sambandi við lánveiting- ar úr sjóði Lífeyrisstofnunar ríkis- ins, en Sukselainen var formaður hennar. Ekki voru dómarar sammála og var skilað sérálitum. Dómur^hæsta réttar var nokkru rriildari en undir- réttar, þ.e. hann dæmdi hina á- kærðu ekki frá embættum og brot þeirra ekki eins alvarleg og undir- réttur, en sakbomingar voru dæmdir til greiðslu hárra fjár- sekta. Sukselainen var t.d. dæmd- ur í 480.000 marka sekt, sem er nálægt 70 þús. ísþ krónum. Þrjú bæjarfélög sem flækt voru í málið voru sýknuð af kröfu um 343 millj. marka skaðabætur. Einn hinna ákærðu var sýknaður, en sakir á hendur tveim voru lýstar fyrnd- ar. — Bæjarfélögin þrjú áttu full- trúa í Lífeyrisstofnuninni og höfðu þau fengið lán með lægri vöxtum en öðrum lánþegum var gert að greiðá af sams konar lánum. Dómur undirréttar ieiddi til þess að Sukselainen sagði af sér sem forsætisráðherra ,en sat áfram á þingi og hefur verið formaður Agra-flokksins áfram. ^ Inonu Cyrrverandi ríkisforseta Tyrklands og forsætisráðherra hefur mistekbí myndun sam- steypustjórnar. Ser.nilegast gerir hann nýja tilraun. Engin breyting mun verða á utanríkisstefnu Kanada hverjar svo sem afleiðingar þingkosning- anna verða að öðru leyti. visi háttað en nú er. Gestur á fundinum var Kaup- mannahafnarbiskup. ® Um kvöldið var haldið samsæti í VálhÖll á Þingvöllum á vegurri Prestafélagsins og Prestkyennafé- lagsins og voru heiðursgestir sr. j Ásmundur Guðmundsson fyrrv. j biskup og sr. Bjarni Jórisson vígslu biskup. Þar söng frú Álfheiður Guðmundsdóttir kona sr. Emils Björnssonar einsöng vjð mjög góð- ar undirtektir, með rindirleik dr. Róberts A. Ottóssónar, en sr. Ein- ar Guðnason í Reykholti flutti næðu, þar sem hann 'rakti sögulega atburði, sem gerzt hafa á árum, sem enda á 62. | © Endurkjörnir voru í stjórn Presta félagsins sr. Jakob Jónsson, sr. Sigurjón Þ. Árnason og sr. Gunn- ar Árnason. Auk þeirra eru j stjórn sr. Jón Þorvarðarson og sr. Sigur- ! jón Guðjónsson í Saurbæ. I vara- stjórn vooru kosnir sr. Magnús Guðjónsson á Eyrarbakka og sr. Bjarni Sigurðsson á Mosfelli. i I Sþróítir — Framh. aí bls. 2. vin liggjandi í grasinu með bolta frá Hallgrími og stuttu síðar mátti Valsvörnin sjá Ásgeir Sigurðsson /ara í gegnum miðjuna, en skot hans var ekki nándar nærri nOgu kröftugt til að ógna markinu. A 11. mínútu skaut Matthías af löngu færi og það skot var ekki óvænt- ara en skot Bergsteins fyrr í hálf- | leiknum, Geir, sem átti sér ekki j iils von ,,kom of seint á staðinn“ cg það var aðeins lán að boltinn fór í stöngina en ekki inn. Þor- steinn Sívertsen var kominn i eitt af þessum skemmtilegu færum inn í margteig, bara að velta boltanum inn, en þá þurfti hann endilega að ’iitta í Guðjón, sem kom aðvífandi. Tíu mfnútum fyrir leikslók var sýnt að jafntefli mundi haldast. enda voru menn yfirleitt búnir að ■sætta sig við það, úthald var víða á þrotum og engínn reyndi að fylgja boitanum, er hann barst að Komizt hefur upp um eirþjófa, sem f byrjun þessarar viku stálu talsverðu magni af eirvír úr birgða skemmu Landsímans og var talið að verðmæti þýfisins hafi numið um 8 þús. krónum. Það var að kvöldi s.l. mánudags að starfsmenn Loftskeytastöðvar- innar á Melunum sáu drengi vera að burðast með poka út úr birgða- stöð Lahdsímans, sem er á bak við Loftskeytastöðina. — Þeir sinntu þessu ekki frekar, enda vissu þeir ekki og grunaði ekki heldur hvað þarna var að gerast, Morguninn eftir kom í ljós að brotizt hafði verið inn í birgða- stöð Landsfmans og stolið þaðan markinu. Þó átti Steingrímur tæki- færi á að hirða bæði stigin fyrir Val og þar með forystuna í Is- landsmótinu, en hann skaut hörku- skoti á ská við markið í sam- skeyti stangar og þverslár. Matt- hías náði boltanum og skaut föstu skoti yfir markið, en þá mátti sjá Hrannar framvörð rétta hendurn- ar upp til varnar. Heppní fyrir hann og liðið að hann náði ekki boltanum. Sæmilegt. Liðin í gær voru állsæmileg á okkar vísu. Leikurinn verkaði nokkuð tómlegur eftir hina stór- kostlegu Tékka sem hér léku, én samt voru mörg atriði í honum alls ekki sem verst þrátt fyrir erfiðan völl. Björgvin bjargaði Valsmarkinu oft mjög vel í þess- um leik og vörnin var sterk með Árna og Þorstein sem bakverði og hinn ungi miðvörður gerði sinni stöðu nú ágæt skil. Framverðirnir voru allsæmilegir, en mættu byggja meira upp en þeir gera. Framlínan slapp yfirleitt allsæmi- lega frá leiknum. Af Frömurunum voru þeir beztir Geir,í markinu, þrátt fyrir það að hann syni oft vítavert kæruley.si, sem oft hefur kostað liðið mörk, Guðjón, þrátt fyrir vítið, og Hrann- ar, sem er að verða einn bezti framvörðurinn okkar, góður „stopp ari“ og 1 uppbyggjandi. Halldór Lúðvíksson miðvörður stóð sig og vel. Baldur átti beztan leik í fram- línunni. Dómarinn Haukur Óskarsson dæmdi yfirieitt allvel, en til hvers eru línuverðirnir anna'rs, Haukur? -jbp- ! allmiklu magni af úrgangs-eirvír, sem forráðamenn Landsímans ) höfðu ákvéðið að selja. Þegar innbrotið var kært til lög- reglunnar var strax hafin leit að þjófunum og jafnframt var sam- band haft við alla brotajárnskaup- menn í bænum og þeir varaðir við að kaupa slíkan vfr, ef hann yrði boðinn þeim. I fyrradag kom svo ungur piltur til eins brotajárnskaupmannsins og bauð honum eirvír til kaups. Þegar kaupmaðurinn leit á vírinn þóttist hann strax sjá að þarna myndi hinn stolni vír vera niður- kominn. Hann gerði lögreglunni því aðvart, sem kom á staðinn og handtók piltinn. Við yfirheyrslu hjá rannsóknai- lögreglunni viðurkenndi hann að hafa ásamt jafnaldra sínum, en þeir eru báðir 13 ára, brotizt inn' í birgðastöðina og stolið vírnum I því skyni að afla sér skotsilfurs. Hefur hvorugur piltanna komið við sögu lögreglunnar áður og hafa þeir lofað því að láta sér þetta atvik að kenningu verða. V Arbær — framh. af 1. síðu. ur á góðum kaffisopa í Dillons- húsi. Myndin hér að ofan er af einu safnhúsanna að Árbæ, Smiðenshúsi, er flutt var að Árbæ um haustið 1959. Menn- irnir á myndinni éru Skúli Helgason, safnvörður og Lárus Sigurbjörnsson, til hliðar við þá er mjög sérkennilegt teppi ofið af tugthúsföngum í Reykjavík. Stöðvast — Framh. af 1. síðu. ar rofnaði og við það er enginn rafstraumur til staifseminnar. Framleiðandi þeirra véla, sem notaðar eru í verksmiðjunni, hef- ur nú bilunina til athugunar, og er ekki líklegt að á henni verði ráðin bót fyrr en eftir nokkra daga. Tekur það sinn tíma að finna út orsökina fyrir stöðvuninni, og eins þurfa sérfræðingar að átta sig á hversu alvarlegt þetta er. Um 100 manns eru við vinnu í Áburðarverksmiðjunni og hafa þeir verið settir f ýmis önnur störf meðan framleiðslan liggur niðri. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.