Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. júní 1962. VISIR 7 : ■■■■■áá '..■Á ,' ■. > '■■■ mm ■ ;■ V <• ,'■■ ■ . '' »* + . M**"1*1......VT . Ví'VjiiSÍ|É V: :•'•••• : V':: '-> - ■jVíeð síðustu ferð Gullfoss ■^’-*- kom sérstætt farartæki til til landsins. Þetta er Morris Dormobile Caravan, yfirbyggð- ur og innréttaður af Martin Walter, Ltd., í Folkestone. Bíllinn fór gegnum tollinn, síðan var honum ekið gegnum Iitlu stórborgina að tryggingar- stofnun og þar tryggður vand- lega. Við fylgdum bilnum, náðum í ljósmyndara, urðum að grennslast um, hvers konar furðuverk væri þar á ferð. Bíllinn áði við hús í Austur- bænum og honum lagt. Eigandinn var gripinn glóð- volgur á staðnum og byrjað að skjóta á hann og bílinn án um- svifa. í ljós kom, að eigandinn er Mr. Richard Anthony Tunn- ard, lögfræðingur frá Boston í Loncolnshire; hafði hann dval- izt hér á stríðsárunum sem Iiðs- foringi í brezlfa hemum og kvænzt íslenzkri konu, Þórunni Sigurðardóttur Guðmundsson- ar heitins skólameistara á Ak- ureyri. Er hún með honum í þessari ferð hans hingað, sem m. a. er farin til þess að stunda iaxveiðar norður í Laxá í Þing- eyjarsýslu og víðar, ef til fell- ur. Frú Þórunn er líka hingað komin til að taka þátt í 25 ára stúdentsafmæli sínu, sem hald- ið verður fyrir norðan af bekkj- arsystkinum hennar. Höfðu þau hjónin keypt þenn an Dorniobile Caravan með það fyrir augum, að matbúa í hon- um, borða í honum og sofa í honum á sumarferðalögum og veiðitúrum, sem sagt bíllinn er hús á fjórum hjólurn, ekki kálf- ur (eða trailer), sem bundinn er aftan í bíla og flestir kann- ast við, heldur alhliða íveru- vagn. A/'ið fengum talsverða vitn- ’ eskju um bílinn. DORMOBILE — rótin í orð- inu er dregin af latnesku sögn- inni dormio, sem merkir að sofa, og bile er stytting úr automobile, sama sem sjálf- hreyfandi eða nánar tiltekið bíll, svo að Dormobile merkir svefnbíll. Hann er áferðarsnotur og sýnist traustur og allur vand aður. Bíllinn rúmar 7 farþega á ferð, og fjórir geta auðveld- lega sofið í honum. Með einu handtaki ér hægt að lyfta þak- inu — þá lítur bíllinn út eins og hús — og útbúa svefnrými beggja vegna, tvö hengirúm, sem eru ca. 1V2 meter frá gólfi, og þar að auki eru tvö önnur svefnstæði, sem gerð eru úr aft- ursætunum og framsætunum. Efnið í þakinu er það, sem Eng- lendingar kalla candy-striped, þ. e. i eins og röndóttur brjóst- sykur, og er vatnsþétt, vindþétt og fúnar ekki. Þakið er úr óeldfimu efni, og á þvi er loftræsting og tvö- faldur ljósaútbúnaður. Gólfið í vagninum er klætt sterkum dúk. öll sæti og bekkir eru fóðruð með svampgúmmíi og klædd nælonleðri og glugga- tjöldin í vagninum eru auð- hreyfanleg eins og f nýtízkuleg- ustu íbúðum. EJdunartækin eru — fyrir fólk/ sem nýfur uð ferðust kosangas, tvær plötur með sér- stökum öryggisútbúnaði, þá er vaskur með frárennsli, ísskáp- ur, að auki er í bílnum tæki til að reykja lax á stundinni. Þá eru og skápar og skúffur undir eldhúsáhöld, matborð, sæti fyr- ir húsmóðurina við eldamennsk una, sem breyta má f 'tröppu til að stíga upp í hengirúmin, einnig er í vagninum klæða- skápur með spegli að innan- verðu, tveir gríðarmiklir geym- ar undir vatn eða annan vökva. Gárungi, sem bar að, þegar ver- ið var að mynda tankana, sagði: „Annar fyrir viskí og hinn fyr- ir gin“. Þá hló Bretinn og sagði: „Why not?“ Vélin f bílnum er fjögra cyl- indra Morris J —4 með 1489 „cubic capacity“. Hann er fjögra gíra áfram og gefinn fyr- ir 65 mílna hámarkshraða á klukkustund, en venjulegur hraði á þjóðvegum 45 — 50 míl- ur á klukkustund. Bremsuút- búnaður er af fullkomnustu Framh. á 10. síðu. » i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.