Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 16
VISIR Fímmtudagur 21. júní 1962. 6. JULI Eins og frá var sagt í Vfsi í gær eru væntanleg frá póststjórn- inni þrjú ný frímerki með mynd- um af stórhýsum í Reykjavík. — Útkomudagur þessara frímerkja er 6. júlí n.k. Enginn meiríhluti á Seyðisfirii Bæjarstjórnarfundur var hald- inn á Seyðisfirði í gær og kom þá í ijós að ekki hafði tekizt að LÍÐUR EFTIR VOIIUM Líðan Kristins Helgasonar, sem lenti i umferðarslysinu á Suðurlandsbraut. í gærmorgun var í morgun eftir öllum von- um, og líkur benda til að hann sé minna meiddur en gert var ráð fyrir f gær. Við myndatöku í gærdag sást ekki höfuðkúpubrot, en þó er það ekki rannsakað til fulln- ustu ennþá. Kristinn var með rænu í gærdag og allvel fnál- hress. Hann kvartaði þá undan sársauka í höfði, einkum í enn- inu vinstra megin og eins í kringum eyrað. í morgun var Kristinn orðinn hitalaus og leið þá sæmilega vel. /V/WWWWWWWWW mynda þar neinn starfhæfan meiri- hluta. Pétur Blöndal fulltrúi Sjálfstæð- ismanna var kösinn forseti bæjar- stjórnar með 3 atkv. en 6 seðlar voru auðir. Kosning varaforseta fór í fyrstu atrennu svo að 9 seðl- ar voru allir auðir, en f annarri umferð var kommúnistinn Steinn Stefánsson kosinn forseti með 1 atkv. en 8 seðlar voru auðir. Samþykkt var á fundinum að auglýsa bæjarstjórastöðuna lausa til umsóknar til júlíloka en fela Gunnþóri Björnssyni bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins sem farið hefur með starfið að gegna því til b-' ‘ - birgða þar til nýr bæjarstjóri hef ur verið ráðinn. í fjárhagsnefnd Seyðisfjarðar, sem er aðalnefnd bæjarins voru kosnir Pétur Blöndal frá Sjálfstæð- isflokknum, Gunnþór Björnsson frá Alþýðuflokknum og Kjartan Ólafsson af hinum nýja vinstri lista. Nýr leikvöllur Þessa skemmtilegu mynd tók | Ingimundur, ljósmyndari blaðs-, ins á hinum nýja barnagæzlu-. velli, sem tók til starfa í morg- un á skólalóð Höfðaskólans við' Sigtún. Völlurinn verður starf- ræktur í sumar og fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára. | í morgun voru þegar komin rúm 30 börn, en þau geta dvalizt þar frá kl. 9 til 12 árdegis og 2 til1 5 síðdegis, nema laugardaga frá 1 9—12. Gæzlukonur eru tvær I Margrét Kjartansdóttir og Rut| Þorsteinsdóttir. Vilja forða sölu á safniÞ.Þ. árlandi AÍstöðugjaldið verður lægra en veltuátsvarið Aðstöðugjaldið sem lagt verður á atvinnufyrirtæki i Reykjavík í staða veltuútsvarsins mun verða all miklu lægra en veltuútsvarið. Hef- ur verið gerð úrtaksathugun á 200 fyrirtækjum og sýnir hún að að- stöðugjaldið verður 14*4% lægri en veltuútsvarið var í fyrra. Borgarstjórn Reykjavíkur mun taka endanlega ákvörðun um á- kvörðun um álagningu aðstöðu- gjaldsins á fundi sínum I kvöld, en borgarráð hefur samþykkt regl- ur þær sem Niðurjöfnunarnefnd hefur samið. Með lögum frá þessu ári var veltuútsvar afnumið, en það var ákveðin prósenta af brúttósölunni. Nú er tekið upp í staðinn fyrir það aðstöðugjald og var í lögum heim- ilt að hafa það 0,5-2%. Var tekið fram að hámarksaðstöðugjald fyr- ir fiskiskip og flugvélar skyldi vera 0,5%, af verzlunarskipum 1%, af iðnaðarrekstri 1%% °g af öðrum atvinnurekstri 2%. Niðurjöfnunarnefnd hefur nú samið reglur um aðstöðugjald inn- an ramma laganna, lækkað það nokku og fjöldað flokkum. Er yf- irleitt við það miðað að gera að- stöðugjaldiö sem líkast því sem veltuútsvarið var, þó með þeirri lækkun sem getið er um hér að framan. Meðan veltuútsvar var tekið af brúttósölu er aðstöðugjaldið miðað við rekstrargjöld og telst sem hver önnur rekstrargjöld og er þvi frádrættarbært við tekjuskatt. Bókasafn Þorsteins heitins Þor- steinssonar sýslumanns hefur ver- ið boðið íslenzka ríkinu til kaups, fyrst og fremst í þeim tilgangi að safnið varðveitist í landinu og verði dkki selt erlendum aðilum. Undanfarna daga hafa erlendir aðilar, ekki sízt danskir fornbók- salar verið mjög á höttunum eftir safninu, án þess þó að hafa enn sem komið er gert í það bein til- boð. En áður höfðu komið fram fyrirspurnir um safnið frá ýmsum erlendum aðiium og stofnunum, þ. á m. frá Bandaríkjunum, Kanada, Þýzkalandi, Svíþjóð, Danmörku og raunar frá fjölmörgum öðrum löndum. Hinsvegar er ekki nein hæfa í því að Rússar hafi spurzt fyrir um safnið né gert í það til- boð. í bréfi sem umboðsmenn erfingja Þorsteins heitins senda forsætis- og menntamálaráðuneyti íslands buðu þeir safnið fyrir 4.5 millj. kr. eða aðra þá fjárhæð sem sam- komulag næðist um. Bent er á það í' bréfi umboðsmannanna að ýms- um ríkisstofnunum geti verið mik- ill fengur að safninu eða ákveðn- ag m / um flokkum úr þvi, eins og t. d. guðsorðabókasafnið fyrir biskups- embættið og þar fram eftir götun- um. Það sem vakir fyrst og fremst fyrir erfingjunum með þessu, er það að safnið verði ekki selt til erlendra aðila heldur verði kyrrt í landinu og mun jafnvel koma til greina að selja það ódýrara innan- lands, heldur en unnt verður að fá fyrir það erlendis frá. ^ Nýr ágreiningur er kominn til sögunnar milli Laosfurstanna og sakar Souwana Phouma Nosovan herforingja, hægri hönd Boun Oum um að hafa rofið samkomulagið. Ráðherrarnir eru ekki búnir að vinna embættiseiða sína. Borgarar af Evrópustofni í Or- an hafa náð forustunni og marka nú stefnuna gagnvart Serkjum. Leiðtogi borgaranna, fyrrverandi borgarstjóri, kvað þá mundu framfylgja vopnahléssamningunum sem gerðir voru við leiðtoga Serkja fyrir skemmstu. Er greinilegt, að borgararnir hafa náð undirtökunum í átökunum um stefnuna i Oran, en æstustu leið- togar OAS-manna beðið lægri hlut, og eru tveir þeirra, báðir her- Rifffir engunt samninguiii Mótorbáturinn Hrefna, frá Akureyri hélt • á síldaritiiðin seint í gærkvöldi. í tilefni þess, náði blaðið tali af útvegsmanni bátsins, Steinþóri Helgasyni, og upplýsti hann okkur um, að hann væri ekki bundinn af samningum við LÍÚ. Hann hefði í vetur ekki talið ástæðu fyrir sig að setja tryggingu á sama hátt og aðrir útgerðarmenn. Bátur hans, Hrefna, væri að- eins 50 tonn og ekki útbúin blökk, sjálfleitartækjum eða yf- irleitt þeim nýju tækjum sem nú væru í síldarbátum. Aðstaða hans, þ. e. Steinþórs er því alls ekki sú sama og annarra. f „Mjög erfitt er að fá góða j menn á báta, sem enn eru gerð- ^ ir út upp á gamla móðinn, en á Hrefnu er 11 manna áhöfn. Samdi ég við áhöfnina upp á væntanlega samninga“. deildarforingjar, flúnir til Sviss- lands. í Ajgeirsborg er allt með kyrr- um kjörum og fer fólk frjálst ferða sinna, eins og þegar ekkert útgöngubann var þar, en undan- gengin 6 ár hefur verið þar stöð- ugt útgöngubann einhvern tíma sólarhringsins. — í Constantine og Bone eru OAS-menn enn ráð- • andi og eru þar nú byrjuð hermd-' arverk á nýjan leik. í gærkvöldi eyðilagðist ráð-1 húsið í Bone af völdum spreng- ingar og elds og má það heita | gereyðilagt. Nokkur fleiri ikemmdarverk hafa verið unn- in. Flóttinn. En fólk af frönskum stofni í Alsír hefur ekki enn getað bægt frá óttanum við framtíðina og flóttinn heldur áfram. — í gær fluttu 7 skip'og 10 — 20 fiugvélar 13.000 manns frá Alsír til Frakk- lands. Bjartsýni. En stjórnarfulitrúum og öðrum embættismönnum hefur létt stór- um við það, að æstustu OAS- menn í Oran hafa lagt niður laup- ana, og er það von þeirra, að eins fari skjótlega, að því er varðar forsprakka OAS í Bone og Can- stantine. Krúsév hefur haldið ræðu f Rúmeníu og endurtekið, að ekki þurfi ao leysa Berlínarmálið innan tiltekins tíma, — en hann sagði líka, að allt væri óbreytt um það, að Sovétríkin myndu gera friðar- sainninga við Austur-Þýzkaland, ef Vesturveldin semdu ekki. ^►Alþjóðanefnd lögfræðinga, en f henni eiga sæti lögfræðingar frá 60 þjóðum, hefur fordæmt harð- lega lagafrumvarp, sem nú er til lokaumræðu á þingi Suður-Afríku. Segir nefndin það á borð við verstu lög frá nazistatimanum í Þýzkalandi, því að lögin veita stjórninni nær ótakmarkaða heim ild til refsiaðgerða gágnvart stjórn arandstæðingum, jafnvel að lífláta menn fyrir litlar sakir, því að flest má flokka undir skemmdar- verk gegn ríkisstjórninni. Sóttafundur ■ kvöld Fundir sáttarsemjara með samninganefndunum í síldveiði- deilunni, sem hófst kl. 8,30, lauk um klukkan fjögur. Samkomulag náðist ekki, en haldið verður áfram sáttartil- raunum, og verður enn haldinn fundur með deiluaðilum i kvöld og hefst hann kl. 8,30 í Alþingis húsinu. Ekkert er hægt að segja um sáttahorfur á þessu stigi. Lísffræðiprófessor í heimsókn Um þessar mundir dvelur hér á lándi þýzki prófessorinn Hans Nienheysen frá Folkwang-Iista- skólanum í Essen í V-Þýzkalandi. Annað kvöld, föstud. 22. júnf, kl. 8.30 mun hann f Tjarnarbæ flytja erindi um tilhögun og starf- semi þessa fræga listiðna- .og myndlistaskóla. Sýnir hann þá einnig kvikmynd frá kennslu- og starfsháttum skólans. Allir, er áhuga hafa á nútíma kennsluháttum x listiðnum og myndlistum, og þá fyrst og fremst myndlistamenn, listiðnaðarfólk, svo og eldri og yngri nemendur Handíða- og mvndlistaskólans, eru hjartanlega -velkomnir. Öllum er heimill aðgangur ókeypis. Prófessor Nienheysen fiytur er- indi sitt á þýzku, cn því vei'ður jafnóðum snúið á íslenzku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.