Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. júní 1962 v'SIR aaæBgæægg s ilipiiil argar Þrettánda starfsári Fanga- hjálparinnar á íslandi lauk 1. maí s.l. og hefur Oscar Clausen rithöfundur alla tíð haft hana nieð höndum sem kunnugt er. Raunar má segja, að saga fanga hjálpar hans sé miklu eldri, því að það var árið 1910, sem hann vaknaði til meðvitundar um að eitthvað þyrfti að gera fyrir þau börn þjóðfélagsins, sem hér um ræðir, þótt ekki gæti hann komið í framkvæmd hug- sjón sinni um skipulagða fanga hjálp fyrr en löngu seinna. Og fyrir rúmlega hálfri öld hjálpaði Clausen fyrsta fangan- um. Þegar ég fann Oscar Clausen að máli nú í vikunni til þess að fá hjá honum upplýsingar um fangahjálpina bað ég hann að rifja upp þann atburð, sem varð til þess að hann fór að gefa sig að þessum málum og æ meir, er lengra leið. Sagðist honum svo frá: — Árið 1910, en ég var þá verzlunarmaður í Stykkishólmi, gerðist það, að piltur var dæmdur í eins mánaðar fang- elsi fyrir smávægilegt afbrot og afplánaði hegninguna I fang- elsinu þar, sem var timbur- hjallur byggður af Dönum kringum 1870, en þeir byggðu tvö fangelsi hér það ár, bæði eftir sömu teikningu, og var hitt á Eskifirði. Daginn áður en þessi maður var látinn laus gerði hann boð eftir mér. Hann var hlaðmn minnimáttarkennd, kveið sáran fyrir að fara úr fangelsinu, heimilislaus, alls- laus og atvinnulaus. Áhrif fang elsisvistarinnar á þennan pilt voru ægileg. Ég reyndi að telja í hann kjark og bauð honum að koma til mín daginn eftir. Ég ræddi þá við hann frekara og sá honum fyrir samastað og vinnu. Þessi maður náði hugar- jafnvægi og honum farnaðist vel í lífinu. SILFURSKEIÐIN. Ég minnist annars dæmis. Ég var þá kominn til Reykjavíkur. Gömul kona að vestan, sem skúraði gólf fyrir útlenda konu hér I bæ, var sett 1 fangelsi, vegna þess að húsmóðir henn- ar hafði borið á hana, að hún hefði stolið silfurskeið sem hún saknaði. Þetta hafði svo mikil áhrif á gömlu konuna, sem var heiðvirð I alla staði, að hún var niður brotin. Hún var látin laus fyrir mína milligöngu — og sama daginn fannst silfurskeið- in og sannaðist þá sakleysi gömlu konunnar. » GAGNRÝNI Á ALÞINGI. Það kemur líka fram í huga mér nú, að fyrir mörgum ára- tugum, þegar Jón Magnússon var forsætisráðherra, hafði ég fyrstu afskipti áf náðun ungs manns, sem dæmdur hafði ver- ið fyrir tiltölulega vægt brot. Jón féllst á að fara að tillögu minni um náðun, og vil £g geta þess, að þá þurfti undirritun Danakonungs til náðunar. Mál- ið vakti mikla athygli, ekki sízt vegna þess að Jón Magnússon sætti harðri gagnrýni fyrir á þingi, því að náðunin var not- uð til árásar á hann. — Pilt- urinn, sem náðaður var reynd- ist í alla staði hinn heiðarleg- asti og nýtasti maður. MEST.4 UMBÓTJN Á HEGNINGARLÖGGJÖFINNl — En á vorum tima er annar háttur á og væri fróðlegt, að þú segðir eitthvað um það. — Nú heyra þessi frestunar- mál undir saksóknara, segir O. Cl., og tekur upp bunka af skjölum — þessi gögn eru frá saksóknara varðandi mál ungra manna. Ég kynni mér gögnin, tala við hina ungu menn og mæti með þeim hjá saksóknara, þar sem úrskurður er felldur, en það er gert samkvæmt lög- um nr. 22/1955, en þau veita dómsmálaráðuneytinu heimild til þess að fresta ákæru á hend- ur ungum mönnum, þegar um fyrsta smávægilegt afbrot er að ræða. Um þetta sérðu nán- ara í skýrsluútdrætti, sem ég skal láta þig fá, en skýrslan sjálf með fylgiskjölum er raun- ar yfir 600 blaðsíður I stóru broti. Og O. Cl. tekur heljar mikinn doðrant, sem er efstur í háum stafla, en f honum eru skýrslur undangenginna 13 starfsára. — Ég vil leggja á það áherzlu, að umrædd heimild til frestun- ar ákæru er að mínum dómi langmerkasta umbót sem gerð hefur verið á hegningarlöggjöf- inni. Samkvæmt heimildinni hefur dömsmálaráðuneytið frestað á- kæru á hendur 452 ungum mönnum á þeim sjö árum sem liðin eru síðan lögin öðluðust gildi og úrskurðað þessa menn undir umsjá og eftirlit for- manns Fangahjálparinnar, (O. Cl.). ÞÁ ER EFTIR AÐ HJÁLPA. En þegar úrskurður hefur fengizt um frestun er eftir áð hjálpa þessum ungu mönnum og koma þeir til mln a.m.k. mánaðarlega og fylgist ég með þeim, og vil ég leggja á það áherzlu, að fangahjálpin er hjálp til sjálfsbjargar — annars rynni allt út í sandinn. Það verður að vekja og styrkja vilj- ann til þess að maðurinn vilji hjálpa sér sjálfur. Gamalt máltæki segir: - Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur — en hinum ekki, mætti við bæta. Og svo er Guði fyrir að þakka, að fjölda mörgum af þeim mönnum, sem ég hef reynt að hjálpa, hefur vel farn- azt og margir nú sjálfstæðir atvinnurekendur. BÖLVALDURINN MIKLI. Talið berst að auknum af- brotum og orsökunum, hvort glæpahneigð sé vaxandi o.fl. — Mín skoðun er sú, segir O. Cli, að hjá engri þjóð sé eins lítil glæpahneigð eins oj íslendingum, og því til sönn- unar er, a" 90% allra afbrota má kenna Bakkusi. Bein afleið- ing af því er, að til þess að geta hjálpað svo að gagni komi er að geta haft þau áhrif, að maðurinn hætti að drekka. Því held ég, að þetta sé já- kvæðasta bindindisstarfsemin í landinu. Takist að gera mönn- um þetta skiijanlegt verður margt greiðara. „YFIR ÞETTA SKRIFBORÐ". Margir hafa látið orð falla um það við mig, segir O. CI. ennfremur — þeir, sem fengið hafa hjálp, að mikilvægustu áhrifin hafi haft þau orð, sem farið hafa milli yfir þetta skrif- borð, sem við nú sitjum við hvor gegnt öðrum. VÍÐA FARIÐ. — Þu hefur allvíða farið til þess að kynna þér fangelsismál og framar öðru fangahjálp? — Já, meira að segja alla leið suður a Ítalíu. Ég hef kynnt mér fyrirkomulagið f ýmsum löndum og ég vil segja, að flest það, sem ég hef séð ætti að vera okkur til viðvör- unar. Ekkert er hættulegra en að hrúga saman ungum mönn- um innan fangelsis- eða hælis- veggja, — það þarf ekki nema einn óhreinan lagð til að. ó- hreinka alla ullina, segir gam- alt máltæki. — Auðvitað er ekki hægt að komast hjá að hafa innilokunarhæli, en þró- unin ætti að fara í þá átt að hjálpa og lækna, en það er undir hendur geðlækna og sál- fræðinga sem margir fangar þurfa að komast. Það er feikna starf, sem Osc- ar Clausen hefur innt af hönd- um á undangengnum tíma við fangahjálpina. Fyrstu fimm ár- in vann hann án launa, og það er vitanlega aðeins vegna þess, að hann er ósérhlífinn hug- sjóna- og athafnamaður, að hann hefur getað annað þessu mikla starfi einn, en nú hefur hann von um að fá sér mann til aðstoðar á hausti komanda. Er það ungur maður, sem starf- að hefur að æskulýðsmálum. Hefði verið gott að fá sér til aðstoðar fyrr slíkan mann, en „þeir eru vandfundnir,“ segir O. CI. LOKAORÐ. — Ég vil að lokum ítreka það, segir O. Cl., sem ég sagði áður — og miða þar við 13 ára reynslu, að starfið í fram- tiðinni verður að byggjast á hjálp til sjálfsbjargar. A. Th. Oscar Clausen. Ur skýrsluútdrættinum Þetta 13. starfsár Fangahjálp arinnar 1961-62 hefur störfum hennar verið hagað líkt og und anfarin ár, og í samræmi við þá reynslu, sem þegar nefur fengizt. Hinum seku mönnum hefur verið veitt margvlsleg aðstoð, svo sem til fatakaupa, útvegunar atvinnu- og húsnæð is, við eftirgjöf útsvars- og skattskulda o. m.fl. eins og með fylgjandi skýrsla um afgreiðslu hinna einstöku mála ber með sér. Störfin hafa aukizt mikið síðustu árin. Sex fyrstu starfsárin voru 65 mál afgreidd að meðaltali á ári hverju, en 7 síðustu árin er fjöldi þeirra sem hér greinir: Árið 1955 voru afgreidd 116 mál, 1956 230, 1957 314, 1958 350, 1959 418, 1960 418, 1961 471, auk smærri mála, sem ekkert hefur verið bókað um. Á þessu ári hefur 12 mönn- um verið veitt aðstoð til þess að losna úr fangelsunum og til umsóknar um náðun. Enginn þessara manna hefur fallið í sekt aftur, og hefur þeim öllum verið veitt margvísleg og nauð synleg hjálp. Náðanir og reynslulausnir úr fangelsunum, fyrir milligöngu Fangahjálparinnar 13 fyrstu starfsár hennar, til l. maí 1902: Samkvæmt skýrslum um starfsemina hafa 153 sakamenn verið náðaðir og fengið reynslu lausn úr fangelsunum, fyrir milligöngu Fangahjálparinnar. Þessir 153 sakapienn hafa reynzt þannig, að 31 þeirra hafa fallið í afbrot aftur, en 122 fyrrverandi fangar og af- brotamenn, sem ekki hafa orð- ið sekir aftur, eru á vegum Fangahjálparinnar og er þeim veitt meiri og minni aðstoð á ýmsan hátt, ef þeir þurfa á að halda. 'Er því árangurinn af þessari grein starfseminnar ca. 79%. Eftirlit með ungum afbrotamönnum. Árangurinn af þessari grein starfseminnar, þ.e. eftirlitinu með ungum afbrotamönnum, sem frestað hefur verið ákæru á, er þá rúml. 85%, þar sem 380 af þeim 452 mönnum, sem frestað hefur verið ákæru á, á sl. 7 árum, háfa ekki orðið sekir um afbrot aftur. Aðeins 72 hafa fallið í sekt aftur, og það í flestum tilfellum smá- vægilega. Þessum ungu piltum hefur, eins og undanfarin ár, verið hjálpað á margan hátt og veitt margvísleg aðstoð, þeim hefur t.d. oft verið útveguð atvinna, herbergi til þess að búa í, veitt- ur styrkur meðan stendur á þvf að fá vinnu, til fatakaupa o.s.frv. Fjárhagur í óreiðu. 5.. , Fjárhagur allmargra piltanna hefur verið kominn í óreiðu og stundum í fullkomið öngþveiti. Þeir hafa t.d. skuldað opinber gjöld, bæði útsvör og rikis- skatta, og hefur þá verið kyrr- settur hluti af vinnulaunum þeirra, og haldið eftir þegar þeir hafa byrjað að vinna: Þetta hefur verið þeim til svo mikils baga, að þeir hafa ætlað að missa kjarkinn og gefast upp í baráttunni fyrir tilveru sinni og hætta að vinna. í slfk um tilfellum hefi ég skrifað borgaryfirvöldunum og ríkis- skattanefnd og farið fram á lempilega borgunarskilmála skuldanna, o gstundum fulla eftirgjöf þeirra, þegar sú nauð- syn hefur borið til. Þessum beiðnum mínum hefur alltaf verið mætt með mestu velvild, og hefui piltunum orðið það til mikils hagreeðis. Ég hefi fylgzt með lffi pilt- anna og athöfnum þeirra, enda hafa þeir flestir komið til við- tals á skrífstofu minni í hverj- um mánuði, nema þeir hafi ver ið_ f vinnu utanbæjar, en þá hefi ég vitað um hvar þeir voru staddir og hvenær þeir væru væntanlegir til borgarinnar. Athyglisverð staðreynd. Það er athyglisverð staðreynd að þeir fáu piltar, sem aftur hafa orðið sekir, hafa flestir fallið 1 afbrotið skömmú eftir að þeir voru úrskurðaðir und- ir eftirlitið, en þetta staðfestir það, að þeim er hættast fyrstu mánuðina, og þá þurfa þeir mesta umhyggjuna. Hættan er eflaust minni þegar frá líður og piltarnir finna meira öryggi hjá sér gegn freistingunum, og tel ég að þar komi til greina á- hrif langra og vinsamlegra sam tala, sem ég á við þá oft tvisv- Framh. á 10. sfðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.