Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 1
| FORN BRUNNUR Um þessar mundir stendur yfir jarðvegs rannsóknir á bíla- stæðinu við Aðalstræti 14, undir stjórn þeirra Porkels Grímsson ar og Þórleifs Einarssonar. Við rannsóknir þessar nota þeir kjarnabor og um kaffileytið f gærdag þegar þeir ætluðu að fara að bora á bílastæðinu rák- ust þeir á fornan brunn og lágu fúnar fjalir yfir brunnop- inu. Brunnur þessi er metri í Iþvermál og um tveggja metra djúpur. Hleðslan er forneskjuleg og orðin hrjúf. Telja þeir félag- ar að hann muni örugglega vera eldri en 70 ára, en engar heim- ildir hafa fundist um hann, eru uppi getgátur að hér muni vera um að ræða hið forna vatnsból Víkurbæjar. Samningar milli verzlunar- fólks í Reykjavík og aívinnu- rekenda niunu væntanlega verða undirritaðir í dag. Fullt sam- komulag um þessi 9% kaup- hækkun eins og annars staðar. Reyndar var samkomulag uin | þessi 9% strax í upphafi við- ræðna deiluaðila, en samningar strönduðu á ákvæði um lífeyris- sjóð. í lífeyrissjóð VR sem í eru um 40 millj. króna, var sett | við síðustu samninga ákvæði ' sem gerði vinnuveitendum kleift að kljúfa sjóðinn og skipta hon- |um niður í aðra smærri. VR gerði það að kröfu sinni að breyta þessari málgrein í lögum lífreyrissjóðsins, og ■ hefur nú | eins og fyrr segir náðst sam- komulag milli deiluaðila. Samningurinn gildir frá og með 1. júní s. 1. Hafa þá samningar tekizt milli atvinnuveitenda og verzlunar- fólks hvarvetna á landinu, nema á Akureyri. Þar hefur ekki enn náðst samkomulag um lokunar- tíma, en hann hefur verið kl. 6 e. h. í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur eru um 2600 félagar. Ákveðið hefur verið að fjölga prestum í Reykjavík á þessu ári um fimm og munu þeir þá verða fjórtán. Kom það fram í yfir- litsræðu biskups á prestastefn- unni, að ráðuneytið muni skipa nýja presta frá næstu áramót- um og þýðir það væntanlega, II 1—111 HIWIIIII I niTiTTTIII | Jónsmessu- kvöldvoko að Árbæ að prestskosningar muni fara fram í haust. Biskup gat þess í ræðu sinni, að nú væri svo komið í fimm prestaköllum í Reykjavík, að íbúatala á prest væri orðin í kringum ellefu þúsund, en þau eru þessi Nesprestakall, Laugarnespresta- kall, Háteigsprestakall, Lang- holtsprestakall og Bústaðasókn. Enn virðist það óráðið hvort prestaköllunum verður skipt í tvö einmenningsprestaköll eða tveir prestar starfi í hverju. Er það margan hátt talið heppi- legra að hafa einmenningspresta köll, en erfiðleikarnir á því stafa af smíði kirkjubygginga, en nú er langt komið að reisa kirkju í sumum þeirra presta- kalla sem nú eru við lýði. FyrstasíUin veiddist í nótt Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. í morgun barst sú frétt hing- að til Akureyrar að fyrsta ís- lenzka skipið hafi fengið síld á norðurmiðum i nótt. Það var m.b. Seley frá Eskifirði, sem fékk um 300 tunnur síldar fyr- ir norðan Kolbeinsey. Seley mun hafa lagt á miðin upp úr síðustu helgi. Klukkan 12 á miðnætti í nótt lagði síldveiðibátur á miðin úr Akureyrarhöfn. Það var Hrefna, minnsta skipið í síld- veiðiflota Akureyringa, aðeins 51 y2 lest að stærð. Steinþór Helgason á Akureyri gerir skip- ið út. Á því er ellefu manna á> höfn og mun það í sumar leggja upp á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði. Alls verða 9 skip gerð út á síld frá Akureyri £ sumar, þar af eru 5 sem Valtýr Þorsteins- son útgerðarmaður frá Rauðu- vík gerir út, en þau eru Gylfi, Gylfi II, Akraborgin, Ólafur Magnússon og Garðar. Þau verða öll með kraftblokkir Framh. á 5. síðu. Áburðarverksmiðjan stöðvast lengi Framleiðsla Áburðarverksmiðj- unnar hefur stöðvazt og eru eng- ar líkur fyrir að hún geti hafizt fyrr en eftir allmarga daga. — Áburðarframleiðslan er um 70 tonn á dag, en hvert tonn kostar frá verksmiðjunni 2600 krónur. Er framleiðslutapið eitt því tæpar 200.000 krónur á dag. Orsök stöðvunarinnar er sú að ein af áðalspennum verksmiðjunn- Framh. á bls. 5. Ef veður leyfir verður haldið upp á Jónsmessuna að gömlum sið, að Árbæ með Jónsmessu- kvöldvöku n.k. laugardagskvöld þannig, að söfnin verða opin frá kl. 8 til 11.30. Lúðrasveitin Svanur, undir stjórn Jóns G. Þórarinssonar, mun leika frá kl. 9 til 10, en síðan munu gömlu dansarnir verða dansaðir á palli í klukku- stund, harmonikku-hljómsveit Garðars Jóhannessonar mun leika undir. Ef veður verður hagstætt verður kynt Jóns- messubál um ellefu leytið. í framtíðinni mun Ártcer eiga að verða þjóðlegur skemmtistaður og kvað Lárus Sigurbjörnsson hér vera um til- raun að ræða og treystir safn- stjórnin Reykvíkingum að sýna þeim þann velvilja að halda uppi fullkomri reglusemi. Ef vel viðrar verða þeir án efa margir Reykvíkingarnir sem leggja leið sína upp að Árbæ til að njóta þeirra gífurlegu kvöldfegurðar sem þar er, auk þess sem gestum er gefinn kost Framh. á bls. 5. VISIR 52. árg. — Fimmtudagur 21. júní 1962. 139. — tbl. Prestkosningar / Reykjavík íhaust

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.