Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 21.06.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Fimmtudagur 21. júní 1962. Otgefandi Slaðaútgatan VISIK Ritstjðrar: Hersteini Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel rhorsteinsson. Fréttastjðri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingðlfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. 1 lausasölu 3 kr. eint - Slm: 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Vfsis. - Edda h.f. < /vwwwwwwwwwwvwvww< Verkföll úrelt vopn Verkföll þau sem nú standa yfir sýna nauðsyn þess að við íslendingar tökum upp nýtt fyrirkomulag um lausn vinnudeilna. Togaraverkfallið hefir dregizt á langinn mánuðum saman og engar horfur eru á lausn þess að sinni. Kaupdeila síldarútvegsmanna og sjómanna varir enn þegar þetta er ritað, þrátt fyrir tíða og langa sáttafundi. Síldin er komin að landinu og syndir í stórum torfum um Norðurlandssjó, en við látum Norðmönnum það eftir að fanga hana og nýta. Framleiðsluaukning er töfraorð nútíma búskapar hátta. Vitibornar menningarþjóðir keppast við að auka framleiðslu sína, því aðeins á þann hátt er unnt að bæta lífskjörin til frambúðar. Á sama tíma og þetta gerizt virðumst við íslend- ingar einir þjóða hafa efni á því að láta höfuðfram- leiðslutækin liggja óhreyfð undir lás og slá vikum og mánuðum saman, en engu að síður ætlast stéttir þjóð- félagsins til þess að kaup sé hækkað verulega á hverju ári. Það þarf ekki hagspeking til þess að sjá misfell- urnar á slíkum lifnaðarháttum. Það er eðlilegt að stéttir þjóðfélagsins, sjómenn sem aðrir, sæki eftir bættum kjörum og hærra kaupi. En verkfallsrétturinn er orðinn úreltur. Hann á ekki lengur heima í kaupgjaldsbaráttu nútímans. Sú skip- an, sem getur haft langa stöðvun atvinnutækja í för með sér, á engan rétt á sér lengur. Nágrannaþjóðirnar hafa átt við þetta sama vandamál að etja og margar þeirra hafa leyst það á farsælan hátt. Hollendingar standa hér framarlega, en einnig hafa Bandaríkin og Bretland ýmis merk nýmæl í löggjöf sinni á þessu sviði. Verkfallsfrestun um ákveðinn tíma, kjaradómar o. fl. eru hér úrræði sem vel hafa gefizt til þess að koma í veg fyrir Iamandi verkföll, þótt vinnudeilur standi. Sé hér að öllu lýðræðislega farið er engin á- stæða til þess að óttast að hlutur launþega verið fyrir borð borinn. Höfuðnauðsyn er að vinnulöggjöfin verði endur- skoðuð sem allra fyrst. Við þá endurskoðun verður að leggja höfuðáherzlúna á að skapa skilyrði fyrir sátt- um í vinnudeilum, og haga lögum svo að ekki þurfi að treysta á þrautalendingu verkfallanna. , Að ganga og ganga Kommúnistar og nytsamir sakleysingjar hyggjast ganga frá Hvalfirði til Reykjavíkur „til þess að mót- mæla kafbátastöðinni í Hvalfirði“. Gönguferðin sem slík mun vafalaust verða á- nægjuleg. Það er kominn tími til að kommúnistar kynnist öðrum löndum en Rússlandi og Austur-Evrópu löndunum og þeir munu verða margs vísari um dýrð íslenzkrar sumarnáttúru. Hins vegar mun hin hug- sjónalega eftirtekja verða rýr. Bandarískir kaf- bátar hafa ekki haldið til í Hvalfirði og munu ekki koma þangað. En slík smáatriði skipta ekki máli. Höf- uðatriðið er að mótmæla. Það er sama hverju. Dælið upp úr mér Fyrir nokkru lézt ungverskur flóttamaður á sjúkrahúsi f Vfn- arborg. Þa8 var f fyrstu talið að hann hefði látizt vegna bólgu og fgerðar f kirtlum, en ná- kvæm líkskoðun leiddi til þeirr- ar endanlegu niðurstöðu, að manninum hefði verið byrlað inn eitur. Atburður þessi hefur vakið mikinn óhug - Austurríki, þvi að hann sýnir að flugumenn kommúnista eru stöðugt á ferð- inni í þessu hlutlausa landi og virðast jafnvel sitja f ábyrgðar- stöðum. Með drápi þessa unga manns var leyniþjónusta ung- verskra kommúnista að ná sér niðri á honum. Komst hinn langi armur kommúnistanna að honum þrátt fyrir það, að hann ætti að heita í öruggri vörzlu austurrísku rfkislögreglunnar. ★ Dauði þessa ungverska manns sem hét Bela Lapusnyk hefur vakið svo mikla athygli, að harðar umræður urðu um málið á austurríska þinginu, og var ríkislögreglan sökuð um skeyt- ingarieysi, þar sem hún hefði ekki tekið alvarlega þá miklu hættu, sem vofði yfir mannin- um. Grunur leikur á þvf að leynikommúnistar innan lög- reglunnar sjálfrar eigi þátt í dauða hans. Bela Lapusnyk var áður starfs maður ungversku leynilögregl- unnar. En þann 9. maí s.l. komst hann gegnum gaddavírsgirðing- ar á landamærunum inn f Aust- urríki og gaf sig fram sem pólft- fskan flóttamann. Innan f fóðri á frakka sfnum hafði hann falið mikilvæg skjöl, sem greindu frá fyrirætlun ung- versku lögreglunnar um að ræna Mindszenty kardínála úr bandarísku sendiráðsbygging- unni f Búdapest. En Minds- zenty hefur orðið að hafast þar við í fimm ár frá því ungverska byltingin var bæld niður 1956. Er dvöl hans í sendiráðinu kommúnistum mikill þyrnir í augum og þó þeir vilji ekki brjóta hinn diplomatfska rétt sendiráðsins beinlínis sönnuðu þessar upplýsingar að þeir áttu flugumenn innan veggja sendi- ráðsins og höfðu gert mjög ná- kvæma áætlun um mannránið. Hafa bandarfsku sendiráðsmenn irnir siðar gert sfnar gagnráð- stafanir, svo að fyrirætlunini hefur farið út um þúfur. i Lapusnyk hafði fieiri skjöl) meðferðis og var merkast þeirraf ýtarleg skýrsla um njósnastarfv kommúnista í Ungverjalandi/ Svisslandi og vfðar f Vestur-j Evrópu. Hafa þessar upplýsing-< ar sfðan gert stóra njósnahringiy kommúnista í Vestur-Evrópu ó-t virka. ★ Lapusnyk hafði flúið á mót- orhjóli frá Búdapest og nam< ekki staðar fyrr en hann kom, að landamærunum. Hann var! vopnaður lítilli vélbyssu ogj skaut sér beinlínis leið yfir< landamærin. Er þetta ein djarf-J asta flóttatilraun, sem um er< vitað og kom landamæravörð- unum svo á óvart, að honum tókst að afvopna þá og brjótast í gegn. Sfðan tók austurríska ríkis- lögreglan Lapusnyk í sfna gæzlu og hafði hann hjá sér í þrjár vikur. Auðvitað mátti ganga að því vísu, að gæta yrði manns- ins mjög vandlega því að lík- legt væri að kommúnfska leyni- þjónustan, sem einskis svifist, myndi reyna að hefna sín á hon- um. Lapusnyk klifaði stöðugt á Bela Laupusnyk, ungverski flóttamaðurinn sem lézt á sjúkrahúsi í Vínarborg. því við stjórnendur austurrísku lögreglunnar að hann væri í mikilli lífshættu. — Þeir vilja drepa mig, sagði hann. En lög- regluforingjarnir brostu yfirlæt- islega og sögðu að hann væri öruggur í þeirra höndum. Þeim þótti það líka skrítið uppátæki hjá honum að hann neitaði með öllu að neyta mat- ar eða drykkjar fyrr en lög- reglumenn hefðu að honum á- sjáandi smakkað fyrst á matn- um. / ★ Vegna þess hve hinn ung- verski flóttamaður var : mikilli hættu höfðu bandarísk yfirvöld heimilað honum að flytjast vest ur um haf hvenær áem austur- rísk yfirvöld leyfðu það. En mál ið dróst stöðugt á langinn, því að austurríska Iögreglan þóttist þurfa að yfirheyra hann nánar. Loks fékkst heimildin til að hann flygi til Amerfku. ★ En sólarhring áður en Lapu- snyk skyldi fljúga vestur veikt- ist hann. Hann var þegar í stað fluttur á sjúkrahús, en í öllum asanum gleymdist að fá túlk til að fylgja honum. Þegar á sjúkrahúsið kom hróp aði hann í sífellu einhver ung- versk orð, sem enginn skildi. Það kom síðar í ljós að hann hafði hrópað í sifellu: — Dælið upp úr maganum á mér. En enginn skildi hann og því var ekki gert sem hann bað. Það alvarlegasta við eitrun og dauða Lapusnyk er að grunur hefur enn einu sinni komið upp um það að kommúnískir flugu- menn starfi f austurrísku lög- reglunni. ★ Meðan Rússar hersátu hluta Austurríkis var yfirmaður rík- islögreglunnar kommúnisti að nafni Burmeyer. Þegar Rússar yfirgáfu landið var honum vikið frá störfum og reynt að hreinsa alla kommúnista úr liðinu. Hætt er þó við þvf, að einhver óhrein- indi leynist þar enn þá. Hinn nýi yfirmaður rikislög- reglunnar, dr. Peterlunger, er tryggur andnazisti og andkomm únisti. En menn óttast að hann geti ekki einu sinni treyst á alla nánustu samstarfsmenn sína og vekja þessir atburðir upp sterk- an grun um að leynilegir stuðn- ingsmenn hins kommúníska valds gangi verka þeirra innan sjálfrar lögreglunnar. Þetta er nú eitt mesta örygg- isvandamál Austurrfkis og hafa verið settar fram kröfur um að hreinsað verði rækilega til inn- an lögreglunnar,. svo að þar fái enginn að starfa sem minnsti vafi getur leikið á að sé trúr hagsmunum þjóðarinnar. í skemmtisnekkju 17. júní HATÍÐAHÖLDIN 17. júní fóru fram með nokkuð nýstárlegum hæíti meðal íslendinga í London að þessu sinni. Leigði Islendinga- élagið skemmtiskip og var siglt á ánni Thames meðan hátíðin fór fram. i Síðari hluta dags höfðu sendi- herrahjónin, Hendrik Sv. Björns- son og frú móttöku fyrir íslend- inga og fjölskyldur þeirra á heim- ili sínu, Redington 'House. Kom þangað mikill fjöldi manna. Þaðan var haldið að Westminster Pier um kl. 7 um kvöldið og stigið um borð í skemmtisnekkjuna „Visc- ountéss“ og lagt frá landi. Var þar góður gleðskapur, þriggja manna hljómsveit lék og dansað var á þiljum snekkjunnar, en veð ur var hið bezta og blíðasta. Alls munu um 160 manns hafa tekið þátt í förinni. Til London var aft- ur komið um kl. 11 um kvöldið. fyrir skemmtuninni stóð skemmtinefnd félagsins en ritari hentiar er Björn Björnsson stór- kaupmaður f London. Formaður félagsins er Jóhann Sigurðsson, umboðsmaður Flugfélags íslands. I: i I 1.1 ijj.i'i'i 1 l' \ l.'V.VitH l.n'-i iiil’i í .1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.