Vísir - 12.07.1962, Page 8

Vísir - 12.07.1962, Page 8
8 Fimmtudagurinn 12. júlí 1962 VISIR 1 ■■■■■■' -ViVAW-V V.V.' Tengdadóttir fyrrv. ^rakkiandsforseta CJtgetandi Slaðaútgatan VISIK Ritstjórar: Hersteinr Pálsson Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn 0 Fhorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 17S Auglýsingai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 45 krórui 5 mánuði. f lausasölu 3 kr sint — Slni. U66C (5 <inur) Prenvsmiðja Vísis — Edda h.t Er Island skotmark? Tvær eru þær röksemdir, sem „hernámsandstæð- ingar“ hafa mjög haldið fram í umræðum sínum um íslenzk varnarmál á liðnum misserum. Önnur er sú, að ísland sé gert að skotmarki sökum þess, að hér dveljist erlent varnarlið. Þá muni Sovétríkin og varpa atómsprengjum á landið strax og styrjöld hefjist. Oft hefir verið á það bent, hve ósennilegar þessar fullyrðingar „hernámsandstæðinga“ eru. Á blaða- mannafundi í gær með Moore aðmírál, yfirmanni varna íslands komu þessi atriði til umræðu. Aðmírállinn benti á tvennt í þessu sambandi. í fyrsta lagi væri það í meira lagi ósennilegt að árásar- aðili hæfi atlögu gegn íslandi. Hér væri einungis vam- arstöð og útilokað væri að héðan væri urínt að hefja árásir á önnur ríki. Því væri það út frá hernaðarlegu sjónarmiði þýðingarlítið fyrir árásaraðila að leggja varnarstöðina í rúst. í öðru lagi benti aðmírállinn á það, að kjarnorku- vopn kostuðu mikið fé og árásarríki myndu tvímæla- laust telja þeim stórvirku vopnum betur varið á aðra staði en litla varnarstöð. Um þessi atriði munu allir herfræðingar sammála, enda þarf ekki nema sæmilega óbrjálaða skynsemi til þess að skilja réttmæti þeirra. En við íslendingar höf- um aldrei haft her í okkar landi og erum þess vegna ókunnir öllu því, sem lýtur að vígbúnaði. Þess vegna eru mörgum ekki ljósar jafn einfaldar staðreyndir, sem hér koma fram. En flestir munu þó skilja, að vörn er betri en varn- arleysi, vilji þeir á annað borð hugsa hlutlægt um málið. í menningarþjóðfélagi ver lögreglan líf og eign- ir borgaranna gegn sakamönnum. Á alþjóða vettvangi er varnarliðið trygging gegn árásum vígglaðra stór- velda. , Þjóðirr og silfur hafsins Vonir eru nú teknar að glæðast um að síldaraflinn verði góður á næstunni. Allmikil síld virðist nú vera fyrir Norðurlandi, vestur af Kolbeinsey, og það sem ekki er síður um vert, mjög góð söltunarsíld. Menn á Siglufirði voru orðnir þungbrýnir þar til í fyrradag, er fréttist um göngu þessa, því að þar höfðu nokkrar söltunarstöðvar enga síld fengið. Vísir skýrði fyrir nokkrum dögum frá þeim frétt- um að verð á síldarlýsi fer nú mjög lækkandi á heims- markaðinum. í fyrstu sölunum í fyrra var verðið um 60 sterlingspund á tonnið, en nú er það aðeins 34—35 sterlingspund. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú er miklar lýsissölur Norðmanna og Perúmanna. Þetta sýnir enn hve nauðsynlegt það er að fullvinna hina feitu Norðurlandssíld, salta krydda og sjóða niður. Á aukningu þess magns sem fullnýtt er verður að leggja höfuðáherzlu í framtíðinni. „Hraðasta kona heims“ tók sér aðeins tveggja sólarhringa frí eftir að hún hafði unnið að nýiu heimsmeistaratitilinn í hraðflugi kvenna. Hún heitir Jacqueline Auriol og er tengdadóttir Vinc- ent Auriols fyrrum for seta Fraklands. Fljótleg:; eftir hún hafði sett heimsmetið var hún komin til starfs að nýjn sem tilraunaflugmaður á flugvellinum Bretigny sur Orge í nágrenni Par- ísar. Það var fyrir ellefu áruœ, sem Jaqueline Auriol varð heimsfræg, þegar hún flaug með þotu á 818 km hraða á klst og sló þannig hraðamet það sem bandaríska konan Jaqueline Cochran hafði sett. Nú þegar Jacqueline Auriol setti enn nýtt met þurfti hún að fljúga helmingi hraðar en árið 1951. Hún komst upp í 1849 km hraða á klst með orustuþotu sinni af tegundinni Mistral III. Það er sannarlega vel gert og það bezta er að það sem til þessa þarf er ekki -aðeins góð og hraðfleyg flugvél, heldur hugrakka og leikna flugkonu. ★ Sá sem sæi hina grannvöxnu, flngerðu frú Auriol einhvern morgun kl. 7 á Bretigny-flug- vellinum gæti sízt af öllu ímyndað sér að þessi kona væri hraðagikkur. Hún er svo glæsi- leg og kvenleg. Og sá sem sér andlitsdrætti hennar gæti ekki ímyndað sér, að þetta andlit hefði eitt sinn verið svo illa leikið eftir slys, að það var nær óþekkjanlegt. Nútíma skurðlækningar hafa unnið kraftaverk á andliti þess- arar konu. Eftir að hún steypt- ist til jarðar í flugvél sinni en hélt lífinu þuriti að framkvæma 26 skurðaðgerðir á henni. Og Jacqueline gat ekki beðið eftir siðustu skurðaðgerðinni. Strax milli 20 og 21 aðgerðar settist hún við stýrið. Hún er fædd Jaqueline Dounet, dóttir forríks fransks kaupmanns I París. Hún gekk í skólann Notre Dame de Zion, sem er skóli fyrir dætur ríkra manna í Parísarborg. Hún var yndisfögur stúlka, sem vandist góðum siðum, en ekkert sem benti til neinna sérstakra afreka. En allt i einu kom það sama fyrir hana og flestar aðrar ung- ar stúlkur Hún varð ástfangin og jafnvel svo ástfangin að það leiddi til hjónabands. Jacqueline giftist Paul Auriol og varð því á næstu árum nafn- fræg sem tengdadóttir Frakk- landsforseta. Og hún kunni að notfæra sér það. Hún kom oft fram við opinber tækifæri og naut þess að vera í sviðsljósinu ★ En hún lét sér það ekki nægja. Þótt hún væri góð hús- móðir og þætti mjög vænt um tvo syni sína Jean-Paul og Jean- astal Frú Jacqueline Auriol. Myndin tekin eftir að hún hafði sett nýtt heimsmet í hraðflugi kvenna 1849 km. á klst. kona Iieims Claude var einhver órói i blóð- inu. Hún vissi ekki hvar hún ætti að leita fróunar. Það var ekki fyrr en árið'1947, sem hún fann lausnina. Þá vildi svo til að í glæsi- legri veizlu hjá Frakklandsfor- seta, að borðherra hennar var maður að nafni Raymond Guillaume. Það var ekki nóg með það að hann væri frægur flugmaður, heldur kunni hann að lýsa töfrum flugsins, ævin- týrunum sem gerast milli him- ins og jarðar. Hann sagði Jac- queline margar spennandi sög- ur. Það sama kvöld tók hún á- kvörðun sína. Hún ætlaði að læra að fljúga. í fyrstunni leit hún á þetta sem frístundagaman. „Ég sett- ist upp í flugvélina, eins og aðr- ar konur setjast að bridge- borðinu“, sagði hún — Aðeins til þess að skemmta mér.. En i.r frístundagamaninu varð ástríða. ★ i in ■ ■ ■ i Skömmu eftir að Jacqueline fór fyrst á loft tók hún flugpróf á litlu einkaflugvélinni sinni. Síðan innleiddi Guillaume hana í listflugið. í júní 1949 sýndi hún 'listflug fyrir 30 þúsund á- horfendum. Hún stóðst þá raun með mestu prýði. Skömmu síðar, eða þann 11. júlí 1949 hrapaði hún í tilrauna- flugi yfir Signu. Þá hófst mikið kvalarstríð hjá henni. Hún var höfuðkúpubrotin og tuttugu brot voru á kjálkum hennar, sögðu læknarnir. En augun voru jafn björt og skörp og áð- ur. Jacqueline gaf ekki upp alla von. Hún gat ekki talað í marga mánuði og varð að nærast gegnum mjóa slöngu. Hver upp- skurðurinn fylgdi á eftir öðrum ýmist á sjúkrahúsum í Frakk- landi eða Bandarikjunum. Það liðu nærri tvö ár þangað til Jacqueline mátti fljúga aftur. En hún flaug aftur. Ekki alveg eins ung og áður og ekki alveg eins fögur, en enn þá hugrakkari og ákveðnari en nokkru sinni áður ★ Þegar hún flaug með 1849 km hraða fyrir nokkru sló hún þriggja mánaða gamalt met bandarísku konunnar Jacqueline Cochran rækilega. Cochran hafði flogið með 1262 km hraða. Það má vel vera, að nafna henn- ar Cochran hyggi á hefndir og slái metið að nýju. Eitt met heimtar gnnac met. Það er einnig mögulegt, að frú Auriol slái sjálf sitt eigið met. En hinn eiginlegi sigur er fólginn í því að hún lét það ei á sig fá, þótt hún væri hætt komin. Þegar henni var bjarg- að úr flugslysinu sagði hún: — Ég var dáin. Nú er það víst, að hún er risin upp. ■.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.