Vísir - 12.07.1962, Side 9

Vísir - 12.07.1962, Side 9
Fimmtudagurinn 12. júlí 1962. 9 V'lSIR Þessi mynd var tekin í gær af þeim mæðgum: Elsa Sigfúss (t.v.) og frú Valborg Einarsson. Meðal góðra gesta, sem nú gista ísland, eru mæðgurnar prófessors- frú Valborg Einarsson (ekkja próf. Sigfúsar tón skálds Einarssonar) og dóttir hennar Elsa Sig- fúss söngkona. Þegar ég frétti af tilviljun, að þær væru hér staddar, bað ég um að mega hitta þær að máli. Urðu þær fúslega við þeirri beiðni, og beindi ég fyrst spum- ingum til frú Valborgar. — Hvenær komuð þér fyrst til Islands, frú Einarsson? — Það var árið 1905, sem ég kom hingað fyrst með unnusta mínum Sigfúsi Einarssyni. Þá héldum við hér tónleika með að- stoð frú Önnu Pálsdóttur, syst- ur prófessors Árna Pálssonar. — Þér segið með aðstoð frú Önnu Pálsdóttur. Lék ekki mað- ur yðar undir, þegar þér sung- uð? — Jú, það varð síðar. En í þetta sinn sungum við bæði, ein- söngva og tvísöngva, þvf að mað urinn minn hafði fallega bariton- rödd, og hann lærði að syngja hjá Valdemar Liicke í Kaup- mannahöfn. — Það væri nú gaman að fá að birta söngskrána frá fyrstu tónleikum ykkar hér. — Ef þér óskið þess, þá er það velkomið, því að ég hef hana einmitt hér í fórum mín- um. Hvergi betra — Var ekki heldur fátæklegt með hljómleikasgli hér í Reykja- vík um þær mundir? — Ég held það hafi aðeins verið um einn að ræða, og það var gamla „Báran", sem allir eldri Reykvíkingar muna eftir og stóð við vesturenda Tjarnar- innar en er nú horfin ásamt svo mörgu úr hinni gömlu góðu Reykjavík. — Já, og það meina ég. Ég held, eftir að hafa ferðazt og dvalizt vfða um Evrópu, að hvergi sé betra að eiga heima en í Reykjavík, eða á íslandi yfir- leitt. Náttúrufegurð þess er, a. m. k. fyrir mínum sjónum, ein- stæð. — Hvað finnst yður um fólkið hér? — Það hefir sín séreinkenni, eins og landið, traust og gott, gestrisni Islendinga er slík, að hún gleymist ekki þeim, er henn ar hafa notið, og það hef ég gert Þegar ég kom hingað fyrst og svo aftur síðar, fórum við hjónin út á land, um Norður- og Austur land, og héldum þar tónleika. Hvar sem við komum, mættum við þeirri einstæðu hlýju, sem einkennir íslendinga. Annars hef ég alls staðar mætt góðu fólki, en viðhorfin eru svo ólík meðal þjóða. Svo er tungan og sagan. Það má segja, að maður hreyfir sig ekki svo um 5 — 10 kílómetra, að staðurinn, sem maður stend- ur á, eigi ekki sína sögu. Fagrir litir — Hafið þér lesið íslendinga- sögurnar? — Já, margar, mér til mikillar ánægju og þá má ekki gleyma þjóðsögunum ykkar, sem eru svo auðugar að ímyndunarafli og um leið kímni ég fæ aldrei nóg af þeim. Og það sama finn ur maður í þjóðsögunum ykkar semi )6EU Jjjiífandi, — Hvað firinst yður annað ein kenna Island sérstaklega? — Litbrigðin á himni og jörðu, sem ég hef hvergi séð fegurri. Hvergi sést grasið eins grænt og hér, og yfirleitt hvergi sterkari litir á blómum, þótt um sömu tegundir sé að ræða í öðr- um löndum. Ég hef talað um þetta við margt fólk og ég held, að þetta hljóti að liggja í þvf, að sólargeislarnir komast óhindrað- ir gegnum loftið vegna þess, hve það er tært. Mér finnst því ég verða að koma hingað a. m. k. á tveggja ára fresti til að anda að mér íslenzka loftinu. Börn og bamabörn — Hve Iengi áttuð þér heima hér samfleytt? — Frá 1906, er ég fluttist hingað alkomin með eiginmanni mínum, og þangað til hann lézt í maí 1939. Þá fiuttist ég til Dan merkur, því að þar búa börnin mín bæði. — Bæði? Já, Elsa er nú svo alþekkt og vinsæl, þjóðkunn hér fyrir löngu. En Einar son yðar þekkjúm við minna. Það væri gaman að heyra frá honum. — Einar býr í Arhus og leikur þar á fyrstu fiðlu í sinfóníu- hljómsveitinni. Og þar var hann um langt skeið formaður hljóm- sveitarinnar. — Er hann ekki kvæntur? — Jú, og hann er mjög ve: kvæntur. Konan hans, Lilli, er líka fiðluleikari og leikur í sömu hljómsveit, Þau eiga því sömu hugðarefnin. — Eiga þau ekki börn? — Jú, þau eiga tvo sonu, Atla og Finn. Atli er fiðluleikari, eins og foreldrarnir, og ég held, þó að mér sé málið skylt, ég megi segja, að hann sé mjög efnilegur á sínu sviði. Að loknu námi í Danmörku fór liann til Vínar- borgar og hélt áfram að læra þar. Finn lærði á selló og hafði náð mikilli leikni. Þess vegna varð til kvartett á heimili Einars og var kenndur við hann. En svo lagði Finn sellóið á hilluna og er nú að læra verkfræði. Þá varð sú breyting á kvartettinum, að Mogens Brendstrup leikur á fyrstu fiðlu, Lilli á aðra fiðlu, Einar sonur minn á viólu og Pét- ur Þorvaldsson á selló. Kvartett- inn heitir nú Brendstrup-kvart- ett. í fyrsta sinn sem þau léku saman f danska útvarpið, fluttu þau kvatett eftir Jón Leifs og annan eftir dr. Hallgrím Helga- son, og það vakti mikla athygli og fékk góða dóma. Sonur minn hefir mjög mikinn áhuga á því að kynna íslenzk tónverk, og ég vil nota þetta tækifæri til þess að biðja íslenzk tónskáld að senda honum kammer-músík, sem hann mun með gleði koma á framfæri. — Þér nefnduð Pétur Þor- valdsson. — Já, hann er nýkominn í sin- fóníuhljómsveitina í Árósum og reynist starfi sínu vaxinn. Hann er mjög góður listamaður og sér lega prúður í allri framkomu. Við Pétur erum góðir vinir. — Langar Einar ekki að koma ti! íslands? — Jú, hann hefir einmitt mik inn hug á því, en þá vildi hann helzt koma með kvartettinn og halda hér tónleika. — Vonandi rætist það áður en langt um líður. Svo þakka ég yður, frú Einarsson, kærlega fyrir notalegt samtal og viðmót. — Ég þakka hið sama. Rætt við frú Elsu Síðan beini ég máli mínu til dótturinnar, frú Elsu Sigfúss: — Hafið þér dvalizt hér lengi að þessu inni án þess að nokkur yrði þess var? — Hvað meinið þér með „nokkur"? — Við blaðamenn þykjumst hafa nasaþef af flestum gestum, einkum þekktum eins og þér eruð, og viljum gjarna vekja athygli á ferðum ykkar. — Fyrir þá, sem þurfa að vekja á sér athygli, eruð þið blaðamenn — ja — ég vil segja nauðsynlegir. En þegar fólk vill ferðast í næði og til hvíldar, þá er bezt að fela sig og forð- ast ykkur blaðamenn. En þér sögðuð áðan „án þess að nokk- ur yrði mín var‘. Þá vil ég svara því, að við mæðgur höfum not- ið hér þeirrar gestrisni og alúð- ar, að nokkrir hafa þó vitað af ferðum okkar. Hið eina, sem skyggt hefir á í Islandsferð okk- ar nú, er veðráttan. En um það tjáir ekki að tala, og það meg- um við þola eins og þið öll, án þess að kvarta. Tvær söngskrár — Ætlið þér að halda hér tónleika nú? — Nei, ekki opinberlega. Ég er búin að syngja tvær söng- skrár inn á segulband í Ríkis- útvarpinu. Aðra kalla ég „létt lög“, og það var með aðstoð Carls Billichs píanóleikara. Á hinni eru alvarleg lög, og hún var tekin upp í Dómkirkjunni með undirleik dr. Páls Isólfs- sonar. — Fáum við ekki að heyra það bráðlega? — Því get ég ekki svarað, það er undir forráðamönnum út- varpsins komið. — Eruð þér ekki kærkominn gestur hjá Ríkisútvarpinu? — Jú, og meira en það. Ég get ekki hugsað mér alúðlegri og vingjarnlegri móttökur en ég hef ævinlega mætt þar í stofn- uninni, fyrr og síðar, svo að mér finnst ég eigi þar heima. Skemmtilegar ferðir — Hafið þér nokkuð ferðazt um landið að þessu inni? Framh. á bls. 13. ;-'v t^oneeré í ^á^ukúsi ses**^ÍR* 2. þílf 1905, U. 9 silhjis. * ‘1. ít. Leoncavallo: Protog ér i’iþ. nHiijndsri -. SisWs 1'Ihuismmi. 11. J. T/ioiiiuj: Ronuuicv úr <i|>. ,.Mij!imu- i>u: VaUHÍiy llclicin’aim. . 1(1. «. Fr. Schttberl:' Am Mccr.......................... . b. R. Schumnmi: Anf (tas Triuliþlns riucs I vri'slorliciicii Freiinilrs. . c,----------1------ ; Abcmllicd...................... Sijifús KiaHrssón, IV. a. C. B. Pcrgolrsc: Siciliami./jj S'' b, FF Bmg: ERernnr. ..........Frk. v. stmr jeg. . j HTgcnTr'rani ; : W: á. Vazari: Dúcu\lr ún, »Don Junn«. i. 1 Frk Nun 'biM d, SwOm, w.ln “3*320* ........’ Boíttftid: An, Farwl og vaw i' ífít-;. •>{••-: '. velrignet . . i. . S Yoiborjf HeUemamt. SIgf»\\ Kítiamon. uíjömtsau:. Hvnr cru fugtar þcir J ^iojd^fu ngu?. . ( . " . ý-' ‘ / »k. VnU>m>i HeUeunmiu í l-. tf 1&h) • Froken Anna PáMólUr spllur mulir. .... , c r-. / MÍLIMMMIIMMau UBIUIi Mutn UMUl sær*' -......... I Mynd af söngskrá Valborgar Helleman og Sigfúsar Einars- sonar frá fyrstu tónleikum þeirra á íslandi — í Báruhúsinu 2. júlí 1905. Viðtal við Valborgu Einars son og Elsu Sigfúss

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.