Vísir - 12.07.1962, Síða 16

Vísir - 12.07.1962, Síða 16
visir Fimmtudagurinn 12. júlí 1962. ÁGÆT SÍIDVEIÐI FYRIR AUSTAN Sl. sólarhring, til kl. 8 i morg- im var vitað um veiði 65 skipa með samtals 45 þúsund mál og tunnur. Veiði var yfirleitt góð á miðun- um eystra, einkum sunnan til á Digranesflaki og út af Héraðsflóa. Nokkur veiði var sunnar, og eitt skip fékk 800 tunnur i einu kasti 5 mílur út af Seley, eins og Visir sagði frá í gær. Alls var vitað um afla 46 skipa fyrir Austurlandi með 36.450 mðl. Veður var gott. Fremur lítil veiði var á austan- verðu miðsvæðinu. Þó er vitað um 19 skip sem fengu þar samtals 8450 tunnur, 40 — 45 mílur norð- austur af Grimsey. Þessi síld er afbragðsgóð til söltunar, eins og verið hefir, og er söltuð á Siglu- firði og Raufarhöfn. Ægir hefir leitað á vestursvæð- inu og lóðar á nokkrar góðar torf- ur NNA af Strandagrunnshorni. Átuskilyrði eru þar góð. Einnig fann hann sild' í Reykjafjarðarál. Síldin stóð djúpt. Hár fer á eftir skrá yfir öll þau skip, sem fengu síld s.I. sólarhring og tilkynntu um veiði fyrir kl. 8 í morgun: Hrafn Sveinsbjarnarson 450 tn. Ásgeir RE 400 tn. Skírnir 400 tn. Þórkatla 500 tn. Gunnar SU 1200 mál. Höfrungur 850 mál. Páll Páls- son 150 tn. Muninn GK 500 mál. Halldór Jónsson 1200 mál. Kamba- Framh. á bls. 5. Aejitngigr hifaveituframkvæmdir: ittiðjan mánuí áHoltunum Nú um miðjan júlí verð- jur byrjað á enn einum á- | fanga hitaveitunnar. Að þessu sinni á að leggja hita veitu í Holtin svokölluðu i fyrir norðan og vestan Há- | teig. Á verkinu að vera lok ið fyrir 1. desember. Borgarráð samþykkti nýlega, að semja skyldi við Sandver s.f. um lagningu þessa hluta hitaveitunn- ar. En forstöðumenn Sandvers eru þeir Ingvar Pálsson og Guðmund- ' ur Kristjánsson. Höfðu þrjú tilboð Vörubíllinn í gryfjunni Steyptist niður / 4. m. diúpa gryfju Það óhapp vildi til á tólfta tímanum í gærkvöldi, við sand- þurrkunarstöð Reykjavíkurflug- vallar i Öskjuhlíð, að vörubif- reið lenti niður í 4urra metra hárri, steinhlaðinni gryfju við sandþurrkunarstöðina. Talningu otkvæðo frestnð í tognrndeilunni Eins og kunnugt er áttu deiluaðilar í togaradeilunni að vera búnir að greiða at- kvæði um „samninga“ þá, sem fyrir lágu og undirrit- aðir höfðu verið af meiri- hluta samninganefnda þeirra. Samkomulag varð um að fresta talningu at- kvæða um eina viku, svo enn er togaradeilan óleyst. Otgerðarmenn í Félagi ísl. botn- vörpueigenda komu saman til fundar í gærdag klukkan 5 síð- degis. Lágu fyrir. þeim fundi til- mæli frá ábyrgum aðilum, um að fresta ákvörðun um afstöðu til „samninganna". Snerust umræður á fundi útgerðarmanna um það, og varð samkomulag um, að verða við ofannefndum tilmælum. Rangt er frá skýrt í Þjóðvilj- anum i morgun, þar sem segir „að mikill ágreiningur hafi ver- ið um afstöðuna til samning- ana“ og að þeir hafi óskað eft- ir fresti á atkvæðagrelðslunni. Um afstöðuna til samning- anna var alls ekki rætt, heldur Framh á bls 5 Nánari atvik óhappsins voru þau, að bifreiðin R-4231, eign Reykjavíkurflugvallar, stóð mannlaus í halla við sandþurrk unarstöðina og var í hand- bremsu. Allt f einu tók einn starfsmanna við stöðina og bif- reiðarstjórinn, sem var skammt frá, eftir þvi að bifreiðin fór að renna af stað. Ætluðu þeir þá að stökkva inn í bílinn, en hættu við á síðustu stundu, þvi í sömu svipan hentist bíllinn niður í háa gryfju þar rétt við. Vörubíllinn sem er Ford árg. 1947, skemmdist ekki mjög mik ið, annað frambrettið beiglaðist og eitthvað mun stýrisútbúnað- ur hafa laskast. 2234 nýir áskrifendur ★ Nú hafa 2234 nýir áskrifendur bætzt í hópinn frá 1. maí. Áskrifendasöfnun stendur nú yfir í Silfurtúni og Hafnarfirði. ★ Næst verður dregið I áskrifendahappdrætti Vísis þann 10. ágúst. í þetta sinn er vinningurinn borðbúnaður að verð- mæti 10.000 krónur. Er það 12 manna matarstell, 12 manna borðbúnaður, steikarföt úr stáli og fleiri gripir úr stáli og krómi frá verzl. Valver, Laugavegi 48. Nánar verður sagt frá happdrættinu síðar. \ ★ Gerizt áskrifendur að Vísi strax í dag. Áskriftarsíminn er 1-16-60. Vísindaráð- stefnan í dag Hin fyrsta alþjóðlega ráð- stefna um raunvísindi, sem haldin er hér á landi, var sett í Hátíðasal Háskólans kl. 2 i dag. Ráðstefna þessi fjallar um gróð- ur og dýralíf í löndunum við norðanvert Atlantshaf, eins og áður hefir verið sagt frá í blaðinu, og náttúrusögu þessara landa allt frá isöld. 34 útlendir náttúrufræðingar frá 10 lönd- um sækja ráðstcfnu þessa, auk íslenzkra náttúrufræðinga. Hún er haldin á vegum Háskólans og Náttúrugripasafnsins en kostuð af vísindastofnun innan vé- banda NATO. Prestskosning Sunnudaginn 1. þ. m. fór fram prestskosning í Stafholtsprestakalli í Mýraprófastsdæmi, umsækjandi var aðeins einn, séra Rögnvaldur Finnbogason settur prestur á Val- þjófsstað. Á kjörskrá voru 286, 168 kusu. Umsækjandin hlaut 150 atkvæði og var þar með kjörinn lögmætri kosningu. 17 atkvæða- seðlar voru auðir og einn ógildur. komið í verkið og var Sandver lægst með um 2,5 milljónir króna, þá kom Véltækni h.f. með 2,8 milj. og Verk h.f. með 3,3'millj. kr. Þetta svæði nær yfir allt Meðal- holt, Stórholt, Stangarholt, hluta af Skipholti, Nóatún, Lönguhlíð og Einholt. Þetta er þriðji hitaveituáfang- inn, sem byrjað er á frá áramót- um. Hinir hiutarnir eru neðri og efri hluti Laugarnesshverfis. Innan skamms verður einnig byrjað á fjórða áfanganum, sem á að ná yfir Sigtún, nokkrar Teiga- gatnanna og Borgartún. Vitað er að tveir aðiljar hafa boðið í þessar framkvæmdir, Almenn byggingar- félagið og Véltœkni h.f. Mótorhjólið lá eftir. Enn meðvitundur luus í morgun Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsbraut um hálf fjögur leytið í gær. Þar lenti 19 ára pilt- ur, Helgi Magnússon, Drekavogi 6, sem var á bifhjóli, aftan á vöru- bílspalli og kastaðist síðan á aðra bifreið er kom á móti og stórslas- aðist. Atvik þetta gerðist gegnt húsi Volvoumboðsins við Suðurlands- braut og varð með þeim hætti að vörubifreið, sem ók á undan Helga, hægði skyndilega á ferðinni. Helgi, sem var kominn á hjólinu mjög nálægt bifreiðinni, ætlaði að sveigja frá henni, en tókst það ekki fyllilega, heldur rakst á pall- inn Við það hefur hann vafalaust misst vald yfir hjólinu sem lenti þvert út á götuha og í veginn fyr- ir aðra vörubifreið, sem kom úr gagnstæðri átt. Skall Helgi með höfuðið á járnbent framhorn þeirr- ar bifreiðar og varð það ofsalegt högg. Helgi lá höfuðkúpubrotinn og lærbrotinn í götunni og var þegar í stað fluttur í Landakots- spítala, þar sem hann var skorinn upp og tók aðgerðin 4 klst. sam- fleytt. í morgun var Helgi enn ekki kominn til meðvitundar. Þess má geta að pilturinn var ekki með hjálm á höfðinu, en gera má ráð fyrir að hann hefði mjög Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.