Vísir - 23.07.1962, Side 3

Vísir - 23.07.1962, Side 3
Mánudagur 23. júlí 1962. VISIR MYNDSJ Mývantssveit er perla íslands. Það er varla nokkur staður á landinu, sem getur boðið ferða- manninum eins mikla fjöl- breytni og fegurð. Hún hefur hraun, eldfjöll, heitar laugar og víða er smákjarr, sem gefur gott skjól. Fuglalífið er auðugt og alveg sérstakt og í vatninu er mikil silungsveiði. Tækifærin til ferða laga hvort sem er fótgangandi, á hestum eða bílum eru mörg, fram til fjallanna eins og Hlíðar fjalls, Hverfjalls, Bláfjalls, Herðubreiðar, Kröflu og Öskju. Og á hringnum til Húsavíkur er skammt að fara til slíkra nátt- úruundra sem Dettifoss og Ás- Mývatn er því fullkomnasta ferðamannamiðstöð landsins, sem hægt er að hugsa sér. Enn hefur þó lítið verið gert fyrir ferðafólkið þar og mætti vafa- laust stórauka ferðamanna- strauminn þangað. Myndsjáin birtir í dag nokkr ar myndir, sem Mats Vibe Lund tók í Mývatnssveitinni og ættu að minna fólk á þetta undraland íslenzkrar náttúrufegurðar. Stóra myndin sýnir hve sil- ungsveiðin í Mývatni ®r góð og flest eru það stórir og feitir silungar. Önnur mynd sýnir gisti húsið í Reynihlíð og ferðafólk á gangi fyrir utan það. Þá kem- ur mynd frá Námaskarði og hverunum sem stöðugt rýkur úr. Litla myndin af drengnum á hestbaki er tekin frá flugvell- inum við Reykjahlíð og sér yfir byggðina þar og Hverf jall í bak- sýn. Illllll ; ; 1 •rH1'Ws§í5 ÍSfflfr, j&Æ/ v ':!a IpHi.,.. .4#i h. t ji V

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.