Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 23.07.1962, Blaðsíða 16
Hér sést nýja brúin yfir Fjallsá á Breiðamerkursandi. Hún var tekin á laugardaginn við vígslu brúarinnar og sjást gestir ganga yfir hana, 140 metra brú byggð á Breiðamerkursandi Mánudagur 23. jújf 1962. Moksíld ó Skogagrunni Aðalveiðisvæðin voru sf. sólar- hring á vestursvæðinu, út af Skagagrunni, 50 mílur N og N og til V frá Siglufirði, þar sem leitar skipið Pétur Thorsteinsson og flug vél fundu mikla sild, svo og út af Sléttugrunni. Fyrir austan var dá- góð veiði, sem tilkynnt var um til Raufarhafnar og Seyðisfjarðar. — Mikil síld sást úr flugvél 49 sjó- mílur og 88 gráður frá Bjarnarey. Þar voru engin skip. Alls höfðu 92 skip tilkynnt um afla, samtals 80 þús. mál og tn. kl. 8 í morgun, þar af 18 skip með 10500 mál til Seyðisfjarðar. Hér fer á eftir listi yfir skipin, sem tilkynntu veiði fyrir kl. 8 í morgun: Framh. á bls. 5. Argentina er hér í dag Skemmtiferðaskipið Argentína kom á ytri höfnina f Reykjavík k). 6 f morgun. Er þetta í annað skipli sem skipið kemur hingað til lands í sumar, en í fyrra skiptið var það hér 17. júní. Það stendur þó stutt við sem fyrr, fer aftur í dag kl. 6 e.h. Fa-- þegarnir, sem eru tæp fjögur hundruð, héldu strax út úr borg- inni og var förinni heitið til Hvera- gerðis og Þingvaila. Er áætlað að borða f Valhöll, svo engir erfiðleiK ar vera vegna þjónaverkfallsins hér. Hins vegar hafði það f för með sér að breyta þurfti áætluninni nokkuð. Héðan fer Argentína til Norður- Noregs. SlLDARSÖLTUN hér á landi nálg- ast nú 160 þús. tunnur, en alls hefir til þessa verið samið um sölu á 225 þús. tunnum af Norðurlands- og Austurlandssfld, þannig að brátt rekur að þvf að saltað hafi verið upp f alla samninga. Þess er vert að geta í því sam- bandi, að enn þá standa yfir samn- ingaumleitanir við Rússa um sölu sildar til Sovétríkjanna, en ekki hefir samizt um neina sölu þang- að. Þessir samningar fara fram hér Á laugardaginn vígði Ingólfur Jónsson sam- á landi og hafa umleitanir staðið yfir síðan í júní. Þessar upplýsing- ar eru samkvæmt samtaii við Er- lend Þorsteinsson, formann síldar- útvegsnefndar í morgun. Sl. laug- ardagskvöld nam heildarsöltun síid ar 144.400 tunnum og gizkaði Er- lendur á að í gær hefði verið saltað í 10-15 þús. tn. til viðbótar og að það myndi hafa verið mesti sölt- unardagurinn það sem af er sumri. Nákvæmar tölur um söltun f gær eru þó ekki fyrir hendi enn þá. göngumálaráðherra stór- brú yfir Fjallsá á Breiða- merkursandi. Viðstaddir vígsluna voru Sigurður Jó- hannsson vegamálastjóri, Brynjólfur Ingólfsson ráðu neytisstjóri, Árni Pálsson yfirverkfræðingur og Páll Þorsteinsson alþingismað- ur og fjöldi annarra gesta. 1 ■ ! FYRIR 12 TONNA BÍLA. Hin nýja brú er 138 metra á lengd. Hún er gerð úr stálbitum með brúargólfi úr gegndreyptum við. Breidd hennar er 3,6 m að utanmáli og hún er reiknuð fyrir 12 tonna þunga bíla. Sjö stöpiar í farvegi eru steyptir og hvílir hver þeirra á eliefu staurum, sem reknir eru niður f botn árinnar. Á árunum 1954—55 tók Breiðá, sem féll fram úr Breiðamerkurjökli milli Fjallsár og Jökulsár, að renna vestur í Fjallsá og var orsökin ATHUGANIR SÍÐAN 1954. Fyrsta athugun á brúarstæði á Fjallsá mun Sigurður Björnsson brúarsmiður hafa gert haustið 1954 er hann var á heimleið úr Lóni frá brúargerð þar. Fyrsta fjárveiting til brúarinnar var veitt 1958 og önnur 1959 samtals 550 þús. kr. En það ár kom geysilegt flóð í Fjallsá og varð niðurstaðan eftir það að brúin þyrfti að vera 120— 140 metra löng og kostnaður verða á þriðju miiljón króna. Ákvað sam- göngúmálaráðherra 1960 að brúin skyldi byggð fyrir fé brúasjóðs á yfirstandandi ári. Einu erfiðleik- arnir við smíði b'rúarinnar voru flutningar á efni til hennar, en sá kostur var valinn að flytja mest- sú, að jökullinn hafði færzt mikið , brúarefnið frá Höfn í Horna- aftur síðustu áratugina. Við það fó'ði. varð Fjallsá svo mikið vatnsfall, KOSTAR 3 MILLJÓNIR. að hún var ekki fær neinum öku- Það var áætlað að brúin myndi tækjum nema rétt um háveturinn.! Framh. á 5. síðu. Skagastrandarverk smiðjan fulfnýtt Langt komið að salta upp í samninga SíldarverksmiSjtm Klettur verður stækkuð um 50% Verksmiðjur SV-lands hyggja á stækkun VERIÐ er að undirbúa 50% stækkun Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar á Kletti í Reykjavík f þeirri von að lánsfé fáist til þelrra framkvæmda. Eins og kunnugt er þykir nú fullsannað að sild hafi ætíð ver- ið á miðunum Suðvestanlands, þótt ekki hafi tekizt að gera þær veiðar árvissar fyrr en á síðustu árum með hinni nýju leitar- og veiðitækni. Af þessum sökum er mjög mikill hugur í öllum eigendum síldarverk- smiðja á Suðvesturlandi. Þeir hafa í hyggju að stækka verk- smiðjurnar, þar sem þær hafa reynzt alltof litlar fyrir það magn, sem borizt hefir að landi á vetrarveiðunum. Af þessum sökum hafa sildar- verksmiðjur á Suðvesturlandi snúið sér á þessu sumri til sjáv arútvegsmálaráðuneytisins og óskað eftir fyrirgreiðslu þess við lánsútveganir og hefir ráð- herrann tekið þeirri málaleitan vel. Hér er um að ræða verk- smiðjur á Akranesi,. Reykjavík, Hafnarfirði, Njarðvíkj Keflavík, Sandgerði og Grindavík. r.-<s*ísi. íí'Lí.:- „Síldaræðið" hefur gripið um sig á Skagaströnd síðustu daga. Síldarverksmiðjan þar hefur verið tekin til fullra starfa, og þarf þá varla nokkur að vera í vafa leng- ur um það síldarmagn sem berst nú í land, nyrðra og eystra. Þar er unnið dag og nótt og er varla svo fótgangandi mannvera að hún sé ekki komin í síldarvinnuna- Eru það allir f kauptúninu, sem vetlingi geta valdið, allt úr 10 ára bömum upp í sjötugt fólk. Um 60 manns er í verksmiðjunni og tæp- Iega hundrað á plönunum. Ásmundur Magnússon verk- j smiðjustjóri í síldarverksmiðjunni tjáði blaðinu í rnorgun að síðan verksmijan var byggð árið 1946, hafi aldrei borizt eins mikil síld ti’ Skagastrandar eftir jafn stuttan tíma, nema er vera skyldi 1949. f fyrra tók síldarverksmiðjan á Skagaströnd við samtals 21.000 m. en nú strax væri komið sama magn. Búið er að bræða tæp 20 þús. mál. „Nú f morgun“ sagði Ás- mundur „tilkynntu a.m.k. fjórir bátar komu sína til Skagastrand- ar“. Ekki var vitað um magnið, nema hvað Guðmundur Þórðarson var með 1700 mál. „Allt hefur gengið eins og í sögu hingað til, og verksmiðjan hefur reynzt vel í þessum látum. Aftur á móti fer að vanta síldarstúlkur, við eigum von á einhverju aðkomu fólki á næstunni.“ Samkoma í Tjarnarbæ Biskupsskrifstofan hefir beðið Vísi að benda á, að samkoma sú, sem efnt verður til í Tjarriarbæ vegna heimsóknar sænsks æsku- lýðshóps, sem hér er á vegum þjóð kirkjunnar, verður EKKI f kvöld, eins og ^agt var í blöðum í gær. Hún verður ANNAÐ kvöld og hefst klukkan 8,30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.