Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 4
Febrúar 1 991 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Aðalfundur SÍ Aðalfundur Skýrslutæknifélags- ins var haldinn að Hótel Loft- leiðum hinn 31. janúar síðastlið- inn. Áfúndinumvarfluttskýrsla stjórnar sem birt er 1 heild sinni hér f blaðinu. Þá var einnig gerð grein fyrir afkomu félagsins á síðasta ári, en hún var góð. Skilaði félagið nokkrum rekstrarhagnaði sem ætlunin er að nota til að styrkja enn frekar starf félagsins. Stjórnarkjör Á aðalfundinum var kosin ný stjórn félagsins. Tveir stjórnar- menn, þau Anna Kristjánsdóttir, varaformaður og Kjartan Ólafs- son, gjaldkeri, voru kosin til tveggja ára á aðalfundi 1990 og sitjaþvíáframístjórn. Kosið var um meðstjórnanda, ritara, skjala- vörð, formann og varamenn. Er skemmst frá því að segja að Guðbjörg Sigurðardóttir var endurkjörin meðstjórnandi, Halldóra Mathiesen var kjörin ritari og Haukur Oddsson var kosinn skjalavörður. Þau síðast- nefndu höfðu setið í stjórn eitt ár sem varamenn en Guðbjörg tvö ár sem meðstjórnandi. Þá voru Karl Bender og Vilhjálmur Þorsteinsson kosnir varamenn í stjórn en Jakob Sigurðsson og Sigurjón Pétursson voru en- durkjörnir sem endurskoðendur félagsins til eins árs. Ég gaf kost á mér til formennsku áfram og var kjörinn til þess starfs áfram. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim sem ég hefi átt samstarf við fyrir félagið á liðnum árum. Það hefur verið gott að leita til manna og ég treysti því að svo verði áfram. Ársfundur SÍ 15. febrúar Síðastliðið vor var fyrsti ársfund- ur félagsins haldinn. Þótti hann takast vel og var því full ástæða til þess að leita fanga á líkum miðum nú. Markmið okkar með ársfundi er að sjónarmið stjórn- enda til tölvuvæðingar komi þar enn frekar fram en á öðrum ráðstefnum okkar. Að þessu sinni var leitað til þriggja for- svarsmanna stórra fyrirtækja, Hagkaupa, Eimskipa og Ríkis- spítala um erindi auk forstjóra þriggja fyrirtækja, HP, IBM og KÓS, sem selja tölvu- og hugbúnað hér á landi. Voru erindi þeirra allra mjög áhugaverð og vöktu nokkraumræðu. Sérstaka athygli vakti sú staðreynd að Hagkaup hefur vaxið í 10 milljarða ársveltu án þess að tölvur hafí komið þar nokkuð að ráði við sögu. Sannarlega umhugsunarvert! Ársfundinn sóttu 125 manns. Árshátíð SÍ, Tölvunar- fræðinga og Kerfís Einn hluti ársfundarins er sam- eiginleg árshátíð SÍ, FT og Kerfís að kveldi ársfundardags. Að þessu sinni var hún haldin að Hótel íslandi og sótt af tæplega 140 manns. Mjög var vandað til alls undirbúnings og er það samdóma álit þeirra sem sóttu að hér hafi verið um frábæra skemmtun að ræða. Við undirbúning hátíðar- innar nutu félögin stuðnings íjölmargra fyrirtækja og skal þeim þakkað sérstaklega fyrir þeirra þátt. Ánægjuleg breyting á Tölvumálum Lesendur Tölvumála hafa vafa- laust tekið eftir þeirri breytingu sem er smám saman er að verða á Tölvumálum. Efnisval og íjöl- breytni er að aukast og er það ánægjulegt. Stjórn hefur áhuga á þvf að bæta útlit blaðsins enn frekar og stefnt er að því að prenta það á vandaðri pappír þegar fram lfða stundir. Ástæða er til þess að hvetja lesendur til þess að rita greinar í Tölvumál en blaðið er lesið af nær 1000 manns sem fá það sent 7-9 sin- num á ári. Alltaf er rúm fyrir gott efni. Nýr framkvæmda- stjóri Helga Erlingsdóttir lét af störfum hjá Skýrslutæknifélaginu 15. febrúar síðastliðinn. Um leið og við þökkum henni gott samstarf á síðastliðnum tveimur árum bjóðum við Svanhildi Jóhannes- dóttur velkomna til starfa. Svanhildur hefúr mikla reynslu af skrifstofurekstri og væntum við góðs af samstarfinu við hana. Siðamál í brennidepli í þessu hefti Tölvumála er að fínna greinargerð frá Siðanefnd Skýrslutæknifélagsins sem starf- að hefur frá því í haust. Gerð er tillaga um siðareglur fyrir félag- ið og sett fram hugmynd um hvernig Siðanefnd á að starfa. I hugum stjórnarmanna er mark- miðið með því að setja siða- reglur fyrst og fremst það að til séu reglur sem hægt sé að vísa til 4 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.