Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Síða 12

Tölvumál - 01.02.1991, Síða 12
Febrúar 1 991 Kynning á drögum að siðareglum fyrir ÉT Skýrslutæknifélag Islands Gunnar Linnet, Siðanefnd S.í. Umræða um siðareglur hefur verið í gangi meðal félagsmanna Skýrslutæknifélags íslands um nokkurt skeið. Umræðan hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum árum þegar formaður félagsins vakti athygli á málinu á opinberum vettvangi. Drög að siðareglum sem nú liggja fyrir eru unnin upp úr siðareglum fyrir hin ýmsu félög og staðfærð fyrir SÍ. Þær byggja á þeirri hugmynd að bæði sé um skuldbindandi ákvæði að ræða og leiðbeinandi. Stjórn SÍ skipaði eftirtalda aðila í nefhd til að fjalla um siðareglur: Odd Benediktsson, formann, Sigurjón Pétursson og Gunnar Linnet. Nefndin kom saman til fyrsta fundar 23. október s.l. og hefurhaldið 8fundi. Mikiðstarf hefur verið unnið og nefndin hefur lagt áherslu á að gefm verði út almenn kynningar- og fræðslurit til að upplýsa og aðstoða félagsmenn SÍ í dag- legum störfum sínum og ef það mætti verða til að stuðla enn frekar að bættum og vönduðum vinnubrögðum innan þeirra starfsgreina sem tengjast Skýrslutæknifélaginu. Siðareglur manna á meðal hafa fylgt manninum í langan tíma og má segja að ein útbreiddasta siðferðisbók, a.m.k. hér á vesturlöndum, sé Biblían. Siðferðisreglur eru nokkurs konar boðorð. Tillaga að siðareglum: "Góðir siðir teljast: - að koma heiðarlega fram við viðskiptavin, seljanda bún- aðar, vinnuveitanda, laun- þega, samkeppnisaðila, sam- starfsaðila, opinbera aðila eða almenning í landinu og skaða hvorki viljandi né nota vafasama starfshætti; - að dreifa ekki upplýsingum sem veittar eru í trúnaði eða misnota þær; - að virða höfundarrétt, vöru- merki, einkaleyfi. og annan huglægan rétt; - að upphefja ekki sjálfan sig á kostnað annarra og taka tillit til annarra; - að beita ekki illkvittnu umtali eða röngum ásökunum; - að hlíta lögum og reglum um viðskiptahætti; - að taka ekki við þóknunum eða fríðindum frá þriðja aðila nema samþykki verkkaupa komi til, þegar unnið er sem verktaki eða ráðgjafi. Æskilegt er talið: - að auka fœrni sína sem mest á hverjum tíma; - að auka orðstífélagsins; - að miðla affaglegri reynslu sinni á vettvangi félagsins. " Til að styrkja siðareglur og væntanlega siðanefnd er lagt til að lagabreyting eigi sér stað á félagslögum SI. í núverandi lögum er stjórn heimilað að stofha til nefnda, en Iagt er til að inn komi ný lagagrein. Stefnt er að því að tillaga til lagabreytingar verði borin upp á næsta aðalfundi félagsins í ársbyrjun 1992. Tillaga að nýrri lagagrein: "Innan félagsins skal starfa siðanefnd sem hefur það hlutverk að kveða upp úrskurði um kœrur sem berast vegna meintra brota á siðareglum félagsins. Siðanefiid hefur einnig heimild til að taka upp mál viðvtkjandi meintum brotum. Siðanefnd skal skipuð þremur aðilum og skal aðalfundur kjósa 2 afþremur nefndarmönnum, en Verslunarráð Islands tilnefna þann þriðja. Komi upp sú staða að nefndar- maður í siðanefnd tengist meintu siðabroti skal hann skilyrðislaust víkja og stjórn félagsins skipa staðgengil. Kærur til siðanefndar skal taka fyrir og úrskurður kveðinn eins jijótt og verða má eftir könnun og gagnasöfnun. Úrskurðir siðanefndar eru öllum opnir og er siðanefnd og stjórn heimilt að birta þá opinberlega, efrík ástæða er talin til. " Hér með er kallað eftir áliti og athugasemdum við framlagða tillögu fyrir 10. aprfl n.k. og félagsfundur verður haldinn um framlagðar siðareglur og framkomnar athugasemdir í maf mánuði. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér þessi mál og koma með athuga- semdir ef þeir telja þess þurfa. Siðareglur skipta miklu máli fyrir félagana. Athugasemdir skulu sendar skrifstofu félagsins, en heimilisfangið er: Skýrslutæknifélag íslands b.t. Siðanefndar Pósthólf 681 121 Reykjavík. 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.