Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Qupperneq 15

Tölvumál - 01.02.1991, Qupperneq 15
Febrúar 1 991 Norrænt samstarf um tölvunotkun í skólum Hildigunnur Halldórsdóttir, sérfræðingur við Reiknistofnun Háskólans Seint á árinu 1984 setti Norræna ráðherranefndin á stofn vinnuhóp sem hlaut nafnið "Vinnuhópur um samvinnu á sviði tölvuforrita til notkunar í skólakerfmu". í þessum vinnuhópi var einn fulltrúi frá hverju landi. Ritari hópsins var ráðinnUlfVasström. ífebrúar 1986 skipti vinnuhópurinn um nafn og heitir nú "Tölvuhópur Norrænu ráðherranefndarinnar". Á sama fundi var ákveðið að setja á stolin skrifstofu með föstum starfsmanni. Var Ulf Vasström ráðinn til starfsins. Fyrstu árin var ákvörðun um áframhald starfseminnar tekin árlega en 1988 var Tölvuhópnum veitt þriggja ára starfsleyfi sem rann út í lok ársins 1990. Þá skyldi lagt mat á starf það sem Tölvuhópurinn hafði unnið og taka síðan ákvörðun um framhaldið ágrundvelli matsins. Er skemmst frá því að segja að niðurstaðaPeters Bollerslev sem fenginn var til að meta starfið var mjög jákvæð. Hann lýkur skýrslu sinni á þessum orðum: "Starfsemi Tölvuhópsins hefur fram að þessu gefið frábæran árangur. Starfseminni ber að halda áfram f auknum mæli þannig að hægt sé að skipuleggja hana lengra fram í tímann en tíðkast hefur." Á grundvelli skýrslunnar fékk Tölvuhópurinn þriggja ára starfsleyfi, þ.e. til loka ársins 1993. PeterBollerslevhafðilagt til að starfsleyfið yrði veitt til sex ára. Starfsemi Tölvuhópsins Þó hópurinn hafi upphaflega verið settur á stofn sem vinnuhópur um tölvuforrit fyrir skólakerfið var verksviðið fljótlega vfkkað út. Árið 1987 gerði Ráðherra- nefndin eftirfarandi skrá yfír höfuðverksvið hópsins: 1. Upplýsingaöflun og útgáfu- starfsemi 2. Stöðlun 3. Rannsókna-og þróunarstarf 4. Verkþekking og forritaþróun 5. Samningar 6. Framhaldsmenntun kennara 7. Alþjóðleg tengsl Ég mun nú í stuttu máli gera grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið á hverju þessara sviða. Upplýsingaöflun og útgáfustarfsemi Undir þennan lið fellur söfnun upplýsinga um tölvumál í skólum á Norðurlöndum. Segjamáaðá skrifstofu Tölvuhópsins í Kaup- mannahöfn sé hægt að fá upplýsingar um allt sem varðar tölvumál í skólakerfum á Norður- löndunum. Einnig gefur Tölvuhópurinn út tímarit "Nytt om data i skolan". Tímaritið kemur út tvisvar á ári í um 200.000 eintökum. Pví er m.a. dreift í alla grunn- og framhaldsskóla á íslandi. Á vegum Tölvuhópsins koma út ýmsar skýrslur m.a. um öll námskeið sem haldin eru á hans vegum. Stöðlun Tölvuhópurinn hafði frá upphafi gert sér vonir um að geta unnið að norrænum staðli fyrir skóla- kerfíð á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar. Mjög fljótlega var horfið ífá því að reyna að tilgreina staðlaívélbúnaði. ÞegarTölvu- hópurinn var stofnaður voru í notkun í skólum á Norður- löndunum mjög margar mis- munandi tölvutegundir. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að í skólum landanna eru nú notaðar MS-DOS vélar. Þvf má segja að MS-DOS sé óopinber staðall í þessu norræna samstarfi. Unnið hefur verið að ýmsum stöðlunarmálum sem varða hug- búnað. Má þar nefna stöðlun á lýsingum á kennsluforritum og stöðlunáteiknum (ikons). Þegar eru í gangi umræður um stöðlun verkfærisforrita. Einkum er þessa stundina fjallað um hvernig best sé að gera forritin úr garði þannig að auðvelt sé að þýða þau yfir á tungumál hvers lands um sig. 1 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.