Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Qupperneq 21

Tölvumál - 01.02.1991, Qupperneq 21
Febrúar 1991 Þarfagreining og markmið Nokkur helstu markmið OA voru eftirfarandi: * Bjóða fjölbreyttari vinnslu- möguleika en aðrir við- skiptahugbúnaðarpakkar hérlendir og erlendir sem skoðaðir voru. * Bjóða mikinn sveigjanleika. Unnt þarf að vera að breyta skjámyndum, innihaldi gagnaskráa, vinnslum, valmyndum og skýrslum fyrir hvern notanda, án sérforritunar. * Fara eftir helstu stöðlum í tölvuheiminum: SAA/ CUA notendaskil, SQL gagnagrunnsvinnsla, NetBIOS/NovelI netkerfi, EDIFACT pappírslaus samskipti, DDE tengingar við önnur forrit o.s.frv. * Þarf að vera flytjanlegur milli DOS, UNIX og gluggakerfa (t.d. OS/2 Presentation Manager) með sem mestri samnýtingu frumforrita. Þarfagreining OA var skrifuð og yfirfarin nokkrum sinnum. Felldir voru inn f hana möguleikar sem notendur höfðu óskað eftir auk möguleika sem forritarar og þjónustufólk ÍF stungu upp á. Einnig voru bandarískir, breskir og danskir hugbúnaðar- pakkar skoðaðir og áhugaverðir eiginleikar fyrir íslenska mark- aðinn felldir inn í greininguna. Þarfagreiningarskjalið er tvískipt. í fyrri hluta þess er þörfum lýst í venjulegu kaflaskiptu máli. í seinni hluta þess eru einstakar þarfír (setningar) listaðar f röð og þeim gefín númer. Á seinni stigum hönnunar og forritunar er síðan vísað í þessi númer. Því er hægt að athuga hvort og hvemig leyst hefur verið úr hverri þörf. Öll skjöl og forrit eru sett undir útgáfústjórnun (version control) sem forritið TLIB frá Burton SystemsSoftwaresérum. TLIB gefur hverri gerð forrita og skjala útgáfunúmer og geymir breytingasögu. Hlutbundin hönnun Einsog áðursagðivar stuðstvið hina ágætu bók Designing Object- Oriented Software við hönnun OA. Hönnunarskrefin, sam- kvæmt bókinni, eru eins og sjá má á mynd 3: milli forritunar og endurskoð- unar á hönnun án þess að þeirri vinnu sem fyrir er sé stefnt í voða. Sérstaklega ermikilvægt hve auðvelt er að byrja með grófa drætti og fara smám saman yfir í þá fínu. Það var staðfastur ásetningur okkar í OA-verkefninu að hefja ekki forritun fyrr en heildstæð klasahönnun lægi fyrir. Það leiddi til þess að löngum tíma var eytt í að hugsa og skrifa með blýanti, án þess að sest væri við lyklaborð. Stjórnendum kann e.t.v. aðþykjaþaðundarlegsjón að sjá forritara sitja með fætur uppi á borði og góna út í loftið í vinnutímanum í stað þess að pikka með vélbyssutakti á lykla- borð. Sú þverstæða kemur upp, 1. Þarfagreining 2. Búinn til nafnorðalisti 3. Búinn til fyrsti listi yfir klasa (class) 4. Fundnir yfir- og undirklasar 5. Ábyrgð útdeilt á klasana 6. Samstarf milli klasa skilgreint og skjalað 7. Búið til stigveldi (hierarchy) klasa 8. Undirkerfi (subsystems) fundin og skjöluð 9. Skilgreindar aðferðir (methods) fyrir alla klasa Mynd 3: Skrefí hlutbundinni hönnun. Leyfilegt er að fara aftur á bak þegar á þatfað halda. Klasar voru hannaðir á sérstök klasablöð samkvæmt uppskrift bókarinnar (sjá mynd 4). Á klasablöðin voru m.a. skrifuð tilvísunarnúmer þeirra þarfa sem hver klasi átti að uppfylla. Eins og búast mátti við var nokkuð um breytingar á klasa- blöðunum eftir að forritun hófst. Aðallega var þar um að ræða viðbætur, sérstaklega nýja undir- klasa(subclass). Hinhlutbundna aðferðaffæði leyfír slíka hringrás að því meira sem gónt er og hugsað, því betri verða forritin (og fyrr tilbúin) þegar upp er staðið. Helstu undirkerfi og klasar Öll gögn í OA hafa tag (type). Tög eru skilgreind í textaskrá (OA.INI) sem lesin er inn í kerfið þegar það er ræst. OA notar stranga tögun, þannig að ekki má t.d.afrita viðskiptamenn 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.