Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Page 29

Tölvumál - 01.02.1991, Page 29
Febrúar 1991 Þetta er þó ekki eina vandamálið. Jafnvel þó einkaleyfakerfið virkaði eins og menn ætluðust til, væri það stórt og grimmt Ijón Hugbúnaðargerð er í grundvallaratriðum frábrugðin öðrum greinum sem einka- leyfakerfið hefur hingað til verndað á vegi þessarar iðngreinar, sem því er ætlað að vernda. Hug- búnaðargerð er í grundvallar- atriðum frábrugðin öðrum greinum sem einkaleyfakerfið hefur hingað til verndað. Ekki virðist nema ein lausn á þessum vanda vera möguleg; það að einkaleyfi í hugbúnaði verði algerlega lögð af. Hins vegar er lítið sem við íslendingar getum gert til að stuðla að því. í Banda- ríkjunum hvetur LPF menn til að senda fé til styrktar samtökunum, skrifa þingmanni sínum, standa mótmælastöðuro.fl. Viðgætum að vísu sent peninga til styrktar LPF, eða gerst félagar, en annað getum við vart gert (- eða hvað?). Áhrif á íslendinga Með því að undirstöðuatvinnu- vegimir hafa á undanfömum árum sýnst æ verr búnir til þess að auka hagvöxt, hefur Alþingis- mönnumogöðrum aðilumorðið tíðrætt um að flytja út meint íslenskt hugvit. (Raunar hafa aðgerðir sömu aðila til styrktar þeim útflutningi verið með þeim hætti, að maður hlýtur að efast um að margumrætt hugvit geti verið til í landinu. Það er önnur og sorgleg saga.) Það hefiir reynst erfitt, og f hugbúnaðargerð a.m.k. gæti það orðið hættuspil. Ekki er nóg með að þessi einkaleyfaógn sé komin upp í Bandaríkjunum, heldur munu stór fyrirtæki þrýsta fast á Evrópubandalagið að taka upp svipað fyrirkomulag innan bandalagsríkjanna. (Innan sviga: Þau merku samtök eru sennilega nýbúin að samþykkja reglur um höfundarétt, til samræmis við Bandarfskar venjur, þannig að hann nær nú yfir notendaskil. Þannig verða málshöfðanir í anda "Look-and-Feel" mögulegar f Evrópu. Svei því gengi.) Kannski við hefðum öll átt að nema lögfræði. Um efnisval Tölvumála Frá ritstjóra Á síðasta ári ákvað ritstjórn Tölvumála að gera tilraun með það að velja fyrirfram tiltekna málaflokka sem aðalefni hvers einstaks tölublaðs. Þessi tilhög- un var fyrst kynnt lesendum Tölvumála í desemberheftinu með orðsendingu frá ritnefnd. Skemmst er frá því að segja að tilraunin virðist hafa heppnast og skilað góðum árangri. Yfír- bragð síðustu tölublaða er mun heilsteyptara en fyrr og hafa nokkrir lesendur vitnað um að blaðið hafi tekið framförum. Enginn hefur kvartað! Ritnefndin á hægara með að skipuleggja störf sín og gera þau markvissari. Lesendur fá betra tækifæri en fyrr til að miðla upplýsingum um hugðarefni sín og skiptast á skoðunum. Þeir sem vilja senda inn efni fá með þessu móti tímanlega hvatningu og góðan fyrirvara til að un- dirbúa og semja greinar sínar. Loks fá þeir sem vilja auglýsa tiltekna vöru eða þjónustu ákve- ðið forskot eða umgjörð um auglýsinguna ef hún fellur vel að því efni sem fjallað er um í tölublaðinu. Því mun ritstjóm Tölvumála halda þessu skipulagi áfram, í það minnsta íyrst um sinn. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um aðalefni tölublaðanna næsta haust. Þar má nefna efni svo sem tölvur í kennslustarfi, myndrænan hugbúnað, einka- leyfamál og höfundarrétt og sitthvað fleira. Lesendum sem hafa góðar ábendingar um aðal- efni Tölvumála er að sjálfsögðu velkomið að senda inn uppá- stungur sínar til ritstjórnar. A.U.S. Málaflokkar sem hafa verið valdir til þessa eru: Desember 1990: Tölvu (víð) net Janúar 1991: Einmenningstölvur Febrúar 1991: Hugbúnaðargerð Mars 1991: Tölvumál opinberra stofnana Apríl 1991: Staðlar Maí 1991: Gagnabrunnar 29 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.