Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Qupperneq 9

Tölvumál - 01.02.1991, Qupperneq 9
Febrúar 1 991 Því miður höfum við ekki getað sent fulltrúa til þessara sam- ráðsfimda en væntanlega munum við sækja næsta fund svo og bjóða til fundar hér í Reykjavík. Ég tel mikilvægt að við höldum sambandi á upplýsingatæknisviði við grannþjóðir okkar og njótum góðs af þeirra starfsemi alveg eins og við miðlum þeim af okkar. NDU er ágætur vettvangur til þess. Norddata í júní síðastliðnum var Norddata ráðstefnan haldin í Gautaborg. Aðeins formaður sótti aðalfund NDU ítengslumvið ráðstefnuna en 5 íslendingar tóku þátt í ráð- stefnunni. Aðsókn að Norddata var nú minni en í Kaupmannahöfn og er ljóst að ekki hefiir tekist að snúa þessari óheillaþróun við. Miklar um- ræður urðu um þetta atriði á aðalfundi NDU og er ætlunin að breyta verulega til á NordData '91 í Oslo. Norddata 91 verður að þessu sinni haldin í Oslo dagana 16,- 19. júnf í sumar. Reynt verður að draga úr sölufyrirlestrum eftir mætti með því að leita til ákveðinna fyrirles- ara og greiða þeim fyrir svo og verður nú sérstök fyrirlestraröð á ensku. Með þessu er reynt að höfða til stærri hóps, jafnvel utan Norðurlandanna. Er vonandi að þetta skili meiri þátttöku en hingað til. IFIP Anna Kristjánsdóttir er fulltrúi okkar gagnvart International Fed- eration for Information Process- ing, en SÍ er aukaaðili að samtökunum. Anna situr í menntamálanefnd IFIP en hún er einnig í dagskrárnefnd World Conference on Computers in Edu- cation. Sú ráðstefna var haldin í Sidney í haust og sótti Anna hana á eigin vegum. Ákvörðun umfrekari þátttöku SÍ í IFIP bíður vorsins svo og hugsanleg aðild að öðrum samtökum af svipuðum toga. Horft fram á við Á síðustu tveimur árum hefur verið unnið ötullega að því að styrkja ráðstefnu- og fundahald félagsins svo og Tölvumál. Hefúr góður árangur náðst þar. Rödd SÍ þarf hins vegar að heyrast meira út á við og auka þarf umræðu um tölvumál í fjölmiðlum og meðal almennings. Þorri landsmanna á mikið undir tölvutækninni svo og er tölvueign útbreidd. Lög og reglur um tölvu- glæpi, höfúndarrétt að hugbúnaði og margt fleira sem lýtur að tölvum og tölvunotkun er hins vegar vanþróað. Mikilvægt er að félagið beiti sér meira á þessum vettvangi með því að skapa umræðu og hafa áhrif á stjórnvöld. Fyrsta skrefið hefur nú verið stigið með því að félagið gengst fyrir útgáfu fræðslubæklinganna sem áður eru nefndir svo og er fyrirhuguð námstefna f tengslum við það. Vonandi eru þetta bara fyrstu skrefin í þessari viðleitni. Aukin samvinna við sambærileg félög hér á landi sem erlendis er af hinu góða og verður áfram unnið á þeim vettvangi Á liðnu ári hefúr félögum fjölgað, rekstur- inn skilað hagnaði og hver atburð- urinn á fætur öðrum verið betur sóttur. Lokaorð Ég vil þakka stjórnarmönnum og félagsmönnum öllum mjög ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári og ég hlakka til sam- starfsins á nýju ári. Lifið heil! Gert í Hafnarfirði, 31.janúar, 1991 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.