Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 22
Febrúar 1991 Klasi: Gildi Yfirklasi: Segðarlauf Undirklasar: 1. Dagseting 2. Gildaruna 3. Strengur 4. Já/Nei 5. Tími 6. Heiltala 7. Rauntala 8. BCD 9. Dálkskipt gildi Ábyrgð: Að geyma gildi sitt Að vita tag sitt Að forma gildi í streng Að forma gildi í bætarunu yfir bókhaldsreikningaskrá. Tög eru ýmis konar, m.a. strengir, heiltölur, rauntölur, BCD-tölur, gildarunur (enumeration type), listar (array), töflur og raðir. Tögin og stjórnun þeirra er eitt af undirkerfum OA. OA lítur á skrár sem töflur af gögnum. Skrárnar sjálfar geta verið SQL-töflurá gagnamiðlara, Btrieve-skrár, eða textaskrár. í öllum tilvikum er hið raun- verulega geymsluform skrárinnar falið gagnvart þeim steijum sem nota töfluklasana. Sérstakt undir- kerfi í OA sér um gagnagildi og meðferð þeirra. Hægt er að vinna með öll gögn í segðum (expressions). Segðir geta verið einfaldar, t.d. 2 + 2, eða flóknar, t.d. raða (velja (VIÐSKM, FLOKKUR = "00"), PÓSTFANG (1, 3) + NAFN), þar semvaldir eruþeir viðskipta- mennsem eru f flokki "00", og þeim síðan raðað eftir fyrstu þrem stöfum póstfangs að við- Mynd 4: Klasablað bættu nafni. Eins og hér sést, geta segðir unnið með gögn af öllu tagi, þar á meðal töflur og raðir. Segðirnar leyfa allar helstu aðgerðir venslagagnagrunna á töflur, t.d. tengingu (join), val, röðun og útreikning dálka. Segðir geta einnig sótt gögn frá öðrum forritum um DDE teng- ingu, t.d. frá MicrosoftExcel og Word. OA hefur ýmis verkfæri (undir- kerfi) sem vinna með töflur og segðir. Þau helstu eru ritþórar, eyðublöð, fyrirspurnir og vinnsla. Þessir verkfæri eru samofin og tengjast á margvfslegan hátt. Ritþórar sjá um inntak gagna ffá notanda. Ritþór er t.d. notaður til aðskrá bókhaldsreikningaog nótur. Ritþórar lesa lýsingar á skjámyndum úr textaskrám. Unnt er að breyta skjámyndum íyrir einstaka notendur kerfísins. Eyðublöð geta sýnt texta eða myndir. Eyðublað er ætíðtengt úttaki, annað hvort skjá, prentara eða skrá. Dæmi um hið síðastnefnda er EDIFACT skjal. Eyðublað tekur inntaks- töflu og breytir henni í úttaks- straum fyrirviðeiganditækieða skrá. Sýni eyðublað texta, inniheldur það lista yfir svæði sem sýna á, hnitþeirra, stafagerð, stærð og jöfnun (hægri, vinstri, miðjun). Einnig geta verið fyrir hendi strik, kassar og skuggar, svo og bitamyndir. Myndræn eyðublöð eru súlurit, línurit, skífurit o.s.frv. Þessi eyðublöð innihalda upplýsingar um liti, snúning, einkennistexta o.s.frv. Fyrirspurnir bjóða notandanum upp á að fletta í gegn um gagnatöflur sem reiknaðar eru með segðum. Notandinn getur bætt við skilyrðum, breytt röðun, reiknað út nýja dálka o.s.frv. 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.