Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 20
Febrúar 1 991 Hlutbundin hönnun viðskiptahugbúnaðar Vilhjálmur Þorsteinsson, íslenskri forritaþróun hf. Inngangur íslensk forritaþröun hf. (ÍF) hefur undanfarið ár unnið að gerð nýs viðskiptahugbúnaðar, ÓpusAllt (skammstafað OA). OA-verkefnið hófst með því að skilgreind var sú "heimspeki" sem hið nýja hugbúnaðarkerfi skyldi byggt á. Síðan var gerð ítarleg þarfagreining, þar sem lýst var möguleikum Ópus og Allt kerfanna auk þeirra nýjunga semætluninvaraðbætavið. Að greiningunni lokinni var beitt aðferðum hlutbundinnar hönn- unar, að mestu samkvæmt bókinni Designing Object-Oríented Soft- ware eftir W-in þrjú, Wirfs- Brock, Wilkerson og Wiener (sjá tilvísun 1). Niðurstaðan varð listi nærri 300klasa (class) og tilheyrandi skipting í undir- kerfi, stigveldi (hierarchy) o.s.frv. Loks tók við forritun fyrstu út- gáfu OA. Hún byggir á eldri frumforritum í Pascal og C, sem voru löguð að hinni nýju hönnun, og nýjum forritum í C og C+-F fyrir grundvallarvinnslu. Þessi útgáfa er að koma á mark- aðinn um þessar mundir íyrir DOS og OS/2 stýrikerfín. Næstaútgáfa OAverður aðöllu leyti skrifúð í C + + (sjá tilvísanir 3 og 4). Ástæður þess má sjá á mynd 1. Vinnureglur við þarfagreiningu, hönnun og forritum OA eru unnar með hliðsjón af ný- útkomnu samnorrænu leiðbein- ingarriti fyrir gerð gæðahand- bóka í litlumhugbúnaðarfyrir- tækjum (Modelling a Software QualityHandbook, MSQH) (sjá tilvísun 2), sem Oddur Benedikts- son ritstýrði, en undirritaður sat f ritnefnd þeirrar bókar. Hönnunarheimspeki Stefnt var að því að OA inni- héldi sem minnst af "harð- forrituðum" stefjum sem hvert leysti aðeins eitt afmarkað vandamál. í staðinner reyntað skrifa almenn, sveigjanleg stef sem laga má að margvíslegum verkefnum. Hlutbundin aðferða- fræði er afar hjálpleg við að ná þessu markmiði. Jafnframt var markmiðið að OA yrði einfaldur á yfirborðinu og feldi hina flóknu bakhlið eftir því sem kostur væri. Sveigjanleiki sem notandi þarf ekki á að halda á sem minnst að flækjast fyrir honum. Hins vegar gæti OA fylgt eftir ítrustu kröfúm notenda um sveigjanleika, án þess að breyta þyrfti forritum. 0. Heimspeki 1. Þarfagreining 2. Hönnun 3. Smíði nýrra C og C + + frumforrita fyrir ýmsa grundvallarvinnslu 4. Aðlögun eldri Pascal og C frumforrita að hinni nýju hönnun, þar sem því varð við komið 5. Útgáfa fyrstu gerðar OA 6. Smíði nýrra C + + frumforrita í stað eldri forrita 7. Útgáfa lokagerðar OA Mynd 2: Skref OA-verkefnisins 1. Öflugt hlutbundið forritunarmál 2. Samhæft við C þannig að tengja má eldri stef við ný 3. Vinnur með gluggakerfum (Windows, PM o.s.frv.) 4. Hraðvirk og samþjöppuð forrit 5. Fáanlegt á DOS, OS/2 og UNIX 6. Staðlað 7. Mikill skriðþungi á markaðnum 8. Frændsemi við Dani (höfundur C + + er Daninn Bjarne Stroustrup) Mynd 1: Afhverju C+ + ? 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.