Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 27
Febrúar 1991 nota aðferðir sem MIT þó notaði á undan AT&T. Niðurstaðan er, að tugir tölvu- fyrirtækja og hundruð þúsunda notenda tölvubúnaðar, sem tóku fegins hendi við þessum ágæta ókeypis hugbúnaði frá MIT, eiga nú málssókn yfir höíði sér. (Og raunar lfka vegna einkaleyfís Cadtrak sem minnst var á að framan.) X-gluggakerfið var stórverkefni sem ætlað var að vera staðlað gluggakerfi sem aðrir hönnuðir gætu fengið ókeypis og mikið framfaraskref í átt stöðlunar. Þau áform eru nú etv. orðin að engu vegna einkaleyfa. Áhrif til lengri tíma Eins og einkaleyfakerfið er nú, verður löghlýðinn forritari að ákvarða hversu mörg einkaleyfi forrit hans rekst á, og semja við leyfíshafa um afnotaleyfi. Afhota- leyfi gætu orðið mjög dýr, t.d. þegar leyfíshafinn er aðal- keppinauturinn. Og þó leyfisgjöld væru "viðunandi" hvert um sig, þá safnast þegar saman kemur, svo að ritun stærri forrita gæti hreinlega orðið óliramkvæmanleg. Forritarinn gæti þá viljað sleppa því að nota einkaleyfisverndaða tækni í forritum sínum, en það er etv. ekki hægt að komast hjáþví. Mesta hættan við núverandi einkaleyfakerfi er að það er etv. ekki fyrr en forrit er sett á markað að það er hægt að komast að því að það brýtur í bága við eitt eða fleiri einkaleyfi. Og máls- kostnaður vegna þessa gæti sett m.a.s. meðalstór fyrirtæki á hausinn. (Hér er auðvitað átt við meðalstærð eins og hún gerist í Bandaríkjunum og lögfræði- kostnað þar vestra.) Verst er að það er einfaldlega ekki hægt að forðast þessa á- hættu. Það er engin leið að finna út hvaða einkaleyfi tiltekið forrit rekst á. Það er hægt að reyna að finna þetta út með svokallaðri einkaleyfisleit, en slík leit er ekki áreiðanleg og oft svo dýr að þessi leið er ekki fær í hug- búnaðargerð. Einkaleyfaleit er of dýr Stórt (forrita)kerfi gæti hæglega innihaldið hundruð atriða sem gætu verið vernduð af einkaleyfi einhvers annars. Hver einka- leyfisleit kostar þúsundir dala, svo að kostnaður við heildarleit, leit að einkaleyfum á öllum "hættusvæðum" tiltekins forrits Hver einkaleyfaleit kostar þúsundir dala gæti hæglega numið milljón dala. Þetta er mun meira en kostnaður við forritagerðina hefúr að jaíhaði numið án þessa aukakostnaðar. Kostnaður leynist víðar. Einka- leyfaumsóknir eru samdar af lögfræðingum, handa lögfræð- ingum. Forritari sem rannsakar einkaleyfisumsókn/veitingu gæti komist að því, að forrit hans stangist ekki á við einkaleyfið, en dómstólar gætu litið öðrum augum á málið, og það er því nánast orðið óhjákvæmilegt að hafa einkaleyfalögfræðing til taks við hvern hönnunarþátt forrits. Það dregur úr hættunni á málssóknum síðar, en eyðir þeirri hættu auðvitað ekki. Þannig er lfka nauðsynlegt að leggja til hliðar stórar fúlgur Qár til að standa straum af hugsanlegri málsvörn. Fyrirtæki sem ver milljónum dala til hönnunar tiltekins vélbúnaðar og ætlar að verja tugum milljóna í framleiðslu hans munar lítið um eina til tvær milljónir til viðbótar vegna viðureignar við einkaleyfakerfið. íhugbúnaðar- gerð verður þess konar kostnaður tiltölulega mjög hár, svo hár að einstaklingar og smærri fyrirtæki geta aldrei haft efni á slíku. Einkaleyfi í hugbúnaðargerð munu þannig útrýma sjálfstæðum smáfyrirtækjum og einstakl- ingum. Einkaleyfaleit er ekki áreiðanleg Jafnvel þó forritarar gætu staðið undir einkaleyfaleit, er það lítt áreiðanleg leið til að forðast einka- leyfisverndaðar tækniútfærslur. Allar einkaleyfisumsóknir er farið með sem trúnaðarmál á meðan vinnsla umsóknar fer fram. Umsóknir um einkaleyfi koma því ekki fram við einkaleyfaleit. Að meðaltali tekur allnokkur ár að fá einkaleyfi, og þess vegna er vel hugsanlegt að forrit sé samið og sett á markað eftir að annar sækir um einkaleyfi og áður en það er veitt. Löngu síðar kemur (harkalega) í ljós, að dreifing forritsins brýtur í bága við einkaleyfalögin. Til dæmis má nefna vinsælt gagnaþjöppunarforrit compress. Þetta er svokallað "public domain" forrit, þ.e. höfundur hefur leyft frjálsa notkun á for- ritinu án skilyrða eða gjaldtöku. Höfundar þess notuðu algrím sem birt var f grein í tfmaritinu IEEE Computer. Seinna kom það höfundum illilega á óvart, að einn höfundur tímaritsgreinar- innar hafði fengið staðfest einkaleyfi, nr. 4558302, á notkun algrímsins. Fyrirtækið Unisys 27 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.