Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 19
Febrúar 1 991 Leiðbeiningarit um gæðastjórnun hugbúnaðarverkefna Þorvarður Kári Ólafsson, Iðntæknistofnun íslands Nú hefur litið dagsins ljós mjög merk aílirð af alþjóðlegu samstarfi Staðlaráðs íslands, sem bæta mun samkeppnisstöðu íslenskra hug- búnaðarframleiðenda. Er hér um að ræða leiðbeiningarit um gæðastjórnun fyrir hug- búnaðarfyrirtæki. Ritþettamun auðvelda íslenskum hugbúnaðar- fyrirtækjum að fullnægja þeim gæðakröfum sem fylgja m.a. út- flutningi á hugbúnaði. Aðdragandinn Hugbúnaðarfyrirtæki mæta sí- auknumgæðakröfum. Þauþurfa að geta sýnt formlega fram á að verkefnastjórnun þeirra sé í lagi og að gæði hugbúnaðarins séu í samræmi við lýsingar. Staðlaráð á Norðurlöndum hafa um árabil haft með sér samstarf á ýmsum sviðum. Einn af sam- starfshópunum nefnist INSTA/ IT og fjallar um stöðlun á sviði upplýsingatækni. Haustið 1989 kom ffarn hérlendis hugmynd um að nýta INSTA/IT til þess að auðvelda norrænum hugbúnaðarframleiðendum að koma á gæðastjórnun. í þessu skyni skyldi útbúið leiðbeiningarit sem byggði á alþjóðastöðlum um gæðastjórnun og reynslu manna af verkefnastjórnun við hug- búnaðargerð. Var hugmyndin rædd á fundi hópsins í Reykjavík í september 1989, og var þegar ákveðið að afla fjár til verk- efnisins. Framkvæmd verksins í janúar 1990 veitti Norræni iðnaðarsjóðurinn um 5 millj. ÍSK til verksins, og hófst Staðlaráð íslands handa um nánari skipulagningu þess. í stjórn verkefnisins sátu Gunnar H. Guðmundsson, Juha Sorvari, Oddur Benediktsson og Þorvarður K. Ólafsson. Fyrsti verkefnisfundur var í Reykjavík í byrjun aprfl, og tóku þar þátt íslendingar og Finnar. Um sama leyti komu út síðari drög að alþjóðastaðlinum ISO/ DIS 9000-3, sem ritið byggir að mestu á. Fyrsti áfanginn fólst í því að skrifa drög að ritinu, og lauk honum í júní. í öðrum áfanga voru drögin til umsagnar hjá fjölda aðila á öllum Norður- löndunum. 6 íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki tóku þátt í þessum áfanga, og hafa þannig fengið ákveðið forskot. Einnig voru drögin til umfjöllunar á námskeiði hjá Endurmenntunarnefnd HÍ á haustmisseri. Nokkur fyrirtæki tóku að sér að nota ritið til reynslu við að koma á gæðakerfi. Þessum áfanga lauk sfðan í nóvember með því að Oddur og Gunnar söfnuðu niðurstöðum frá hinum Norðurlöndunum. Þriðji og síðasti áfanginn fólst í því að vinna endanlegan texta út frá þeim athugasemdum sem borist höfðu. Ritið var prentað í Reykjavík og kom út í janúar 1991 sem önnur tækniskýrsla Staðlaráðs íslands (STRÍ TS2). Þessi framkvæmdaaðferð minnir um margt á staðlagerð, en henni er ætlað að tryggja að tekið sé tillit til sem flestra sjónarmiða við gerð textans. Athyglisvert er, að grunnskjalið, ISO 9000-3 hefur vaxið fram samhliða þessu riti. Tryggirþaðaukiðsamræmi og ferskleika. Afraksturinn Afraksturinn, Modelling a Soft- ware Quality Handbook (MSQH), er skrifað bæði sem byrjenda- og uppsláttarrit um gæðastjórnun hugbúnaðarverkefna. Þar eru tíundaðar þær einingar gæða- stjórnunarkerfis sem henta m.a. íslenskum hugbúnaðarfyrir- tækjum og -deildum. Farið er hæfilega djúpt ofan í fram- kvæmdaatriði og veittar hæfilegar leiðbeiningar, án þess að binda þær við ákveðin Ifkön um verk- efnastjórnun (life-cycle models). Um leið og ritið kom út var það kennt á 200 manna námskeiði í Finnlandi, sem vakti mikla athygli þarílandi. Einnig erþegar farið að nota ritið í tölvunarfræðiskor Háskóla íslands, auk þess sem það verður kennt hjá Endur- menntunarnefnd HI á vormisseri. Þess er vænst, að MSQH muni koma íslenskum hugbúnaðar- iðnaði að miklu gagni, bæði á útflutnings- og innanlands- markaði. 1 9 - Tölvumái

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.