Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.02.1991, Blaðsíða 5
Febrúar 1 991 og nota til leiðbeininga við samn- inga og aðra umfjöllun um siða- mál. Þá er það einnig megin- markmið að þær megi verða til þess að auka enn á gott siðgæði og betri vinnubrögð innan okkar raða. Ekki er ætlunin að skylda neinn til þess að fara eftir þeim. Siðareglurnar hafa ekki verið samþykktar af félaginu og eru settar fram hér til umfjöllunar og skoðunar en síðar verða þær teknar fyrir á félagsfundi og loks til endanlegrar samþykktar eða höfnunar á næsta aðalfundi. Ég vil hvetja félagsmenn SÍ til þess að ræða þessar reglur og kosti og lesti þess að hafa þær. En ekki er nóg að ræða þær heldur þurfa félagsmenn lfka að láta í sér heyra! Þar eru Tölvumál góður vettvangur. Einnig má koma ábendingum til Siðanefndar, skrifstofimnar eða stjómarmanna. Umfram allt, látið í ykkur heyra! Ráðstefnur og fundir 1991 Stjórn hefur nú lagt meginlínur í dagskrá ársins. Stefnt er að ráð- stefnu um notkun tölva í skóla- starfi í apríl. Þá verður ráðstefna um hugbúnað og hugbúnaðar- gerð í byrjun maí og er ætlunin að fjalla að einhverju leyti um hlutbundna hugbúnaðargerð. Fundur um siðamál og lög og reglur um viðskiptahætti og höfúndarrétt verður að líkindum í upphafi aprflmánaðar. Tengist þessi fundur útgáfu fræðslu- bæklinga um þessi mál á vegum félagsins. Þá er ætlunin að halda ráðstefnu um opin kerfi í sept- ember og er stefnt að því að fá sérfræðinga erlendis frá til þess að fjalla um þau, auk íslendinga. Þá verður ET-dagurinn að vanda snemma f desember og að sjálf- sögðu verður skotið inn félags- fúndum og ráðstefnum eftir því sem tilefni gefst til. Faghópar Unnið er að því að stofna fag- hópa um sérstök málefni innan SÍ. Fyrir stuttu var hópur félags- manna kallaður til fundar um stafatöflur fyrir einmennings- tölvur. Var fundurinn mjög fróðlegur og kom margt athyglis- vert fram á honum. Ætlunin er að á næstunni birtist grein í Tölvu- málum um þetta mál en fram kom á fundinum að erfitt er að stýra vali á stafatöflum fyrir ein- menningstölvur. Á næstunni verður Qallað meira um væntan- lega faghópa og félagsmönnum gefinn kostur á þátttöku í þeim. Ef þú, lesandi góður, heíúr tillögu um faghóp, þá hafðu samband við mig sem fyrst. Stjórn og framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags íslands Efri röð frá vinstri: Gudbjörg Sigurðardóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Haukur Oddsson, Kjartan Ólafsson, Karl Bender, Halldóra Mathiesen Neðri röð frá vinstri: Svanhildur Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri, Halldór Kristjánsson, formaður, Anna Kristjánsdóttir, varaformaður. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.