Tölvumál


Tölvumál - 01.02.1991, Síða 25

Tölvumál - 01.02.1991, Síða 25
Febrúar 1 991 Fráleit einkaleyfisveiting Hugbúnaðareinkaleyfí hafa valdið skrásetjara einkaleyfa, þ.e. einkaleyfaskrifstofu Banda- ríkjanna (U.S. Patent Office) og dómstólumerfiðleikum. Ekkier langt síðan skrifstofan réð til sín fyrsta tölvunarfræðinginn til að yfirfara umsóknir, og hún getur ekki boðið laun sem laða forritara til skrifstofunnar frá annarri forritavinnu. Matsmenn einka- leyfaumsókna eru því oft vanbúnir til þess starfa að skera úr um hvort aðferðirnar sem beðið er um einkaleyfi á, séu e.t.v. áður þekktar eða augljósar. Sé svo, er umsókn synjað. Ekki gerir það matsmönnum starfann léttari, að margar algengar forritunar- aðferðir hafa hvergi komist á blöð tölvufræði; sumt verið of augljóst til að það taki því að nefna það, annað e.t.v. ekki nægilega almennt til að gefa tilefni til umijöllunar. Tilgangur einkaleyfa er, skv. bandarísku stjórnarskránni, að örva framgang vísinda og nyt- samra lista. Það er hinsvegar álitamál hvort einkaleyfi f hug- búnaðargerð muni örva, eða jafnvel hindra, hönnun hug- búnaðar. Að hve miklu leyti mun almenningur og þjóðfélagið allt hagnast á þessum einka- leyfurn? Munu þau leiða til frekari nýsköpunar og útbreiðslu nýrra, hagkvæmra hugmynda? Ekki verður annað séð en að nýsköpun og uppfínningar, hafi verið yfrið nægar í hugbúnaðargerð áður en þessi leyfi komu til sögunnar. Og alvanalegt var, að nýjungar væru birtar í fagtímaritum, öllum til gagns sem vildu nýta sér. Þannig virðist Ijóst, að einkaleyfin verði frekar til ógagns almenn- ingi. Einkaleyfi gera ráð fyrir að uppgötvanir séu sjaldgæfar og dýrmætar og þessvegna sé rétt að vernda þær með algeru banni við notkun þeirra, nema með sérstöku leyfi, jafnvel þó að uppgötvanir sama efnis komi fram annarsstaðar. í hugbúnaðargerð eru menn sífellt að endur- uppgötva sömu hlutina í hugbúnaðargerð eru menn sífellt að enduruppgötva sömu hlutina (og hefur reyndar verið sagt, að það sé einn af alvarlegri þröskuldum í hugbúnaðargerð, enþaðerannaðmál). Forritarar unga út fleiri "uppgötvunum" í viku hverri en fólk í öðrum greinum uppgötvar og þróar á heilu ári. í hverju verkefni uppgötvar forritari flölda lausna Ef sífellt er verið að uppgötva sömu hlutina virðist ástæðulaust að örva enduruppgötvun þeirra frekar á vandamálum, en margir forritarar fást við svipuð verkefni og geta því, óháð hver öðrum, uppgötvað sömu hlutina. Ef sífellt er verið að uppgötva sömu aðferðirnar virðist ástæðulaust að örva enduruppgötvun þeirra frekar og, ef lausnirnar eru einhvers virði, mun tæpast vert að hvetja birtingu þeirra með einkaleyfum þar sem þá er um leið lagt bann við frjálsri notkun þeirra. Dæmi um afleiðingar Tölvunarfræðingar hafa í takinu fjölda tæknilegra útfærsluatriða sem hægt er, þegar tilefni gefst, að aðlaga miklum fjölda ólíkra aðstæðna. Einkaleyfaskrifstofan virðist álíta, að sérhver aðlögun geft tilefni til nýrrar einkaleyfis- umsóknar. Til dæmis hefur stórfyrirtækið Apple fengið á sig málssókn vegna meints brots á einkaleyfi nr. 4736308, sem nær til birtingar hluta tveggja eða fleiri stafa- strengja saman á skjáglugga, sem skruna (fletta, e:scroll) má samtímis. Hér er um að ræða forritið HyperCard frá Apple. Skjágluggar eru löngu þekktir orðnir og samtímis skrun - eins og t.d. þegar flett er bæði nafni og heimilisfangi í viðskipta- mannaskrá - er vel þekkt. Hinsvegar er ólöglegt orðið, að nota þetta tvennt saman. Viðurkenning einkaleyfaskrif- stofunnar hefur í för með sér það álit gagnvart lögum, að einka- leyfíð sé gilt. Þannig heftu' einka- leyfum verið haldið til streitu fyrir dómstólum, sem veitt voru út á tækniatriði sem voru almennt vel þekkt, þegar einkaleyfið var veitt. Til dæmis er algengt og augljóst útfærsluatriði að skrifa bendil á skjá með því að beita rök- aðgerðinni XOR (exclusive-or: aðgerðinni sem er sönn ef nákvæmlega annað tveggja viðfanga er satt) í skjáminni. 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.