Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 6
VISIR / - ........ Fimmtudagur 2. ágúst 1962. Kristindómur og katakombur Þótt söfnuðir mótrnælenda- kirkjunnar í Austur-Þýzkalandi eigi við vaxandi fjandskap kommúnistastjórnarinnar að stríða, hefir þeim samt tekizt að víðhalda lífsþrótti sínum og halda uppi starfsetni sinni. Þetta er augljóst af öllum þeim fréttum, sem berast til Vestur-Þýzkalands þrátt fyrir járntjaldið og vegginn gegnum Berlín, en vegna þeirra ofsókna. sem kirkjan og kristnir menn verða að þola af hálfu ríkisins. hefir kirkjulífið tekið á sig nýj- ar myndir. 1 fjölmörgum bæjum og sveitarfélögum hafa mynd- azt trúboðshópar, sem i eru bæði ungir og gamlir meölimir safnaðanna á staðnúm. Þessir hópar heimsækja fjölskyldur og hafa prest 1 för með sér cða ekki, og ræða við þær um ritn- inguna. Stundum gera hóparnir þetta I óþökk prestsins, sem tel ur, að slík trúarstarfsemi geti æst flokkinn gegn söfnuðmum og þess vegna telft honum nokkra hættu. Slíkar heimsóknir fá ekki að- eins þeir, sem sækja kirkju reglulega, heldur og aðrir, sem aldrei sjást við kirkju, hver sem ástæðan kann að vera. Á ýms- um stöðum eru hóparnir sér- staklega þjálfaðir til sllkra starfa, og síðan sendir út af örkinni eftir sérstaka guðsþjón ustu. í smáborg nokkurri heim- sótti hópur þá safnaðarmenn, sem höfðu ekki greitt safnaðar- gjakj, sitt um all-langt skeið. Hér" verður að geta þess, að safnaðargjald er ekki skyldu- gjald í Austur-Þýzkalandi held- ur er það innt af hendi af frjáls um vilja. Samt báru heimsóknir þessar mikinn árangur, en áður var mönnum ritað á þá lund, að þeir mættu eiga von á heim- sókn, og síðan var gengið á röðina. Að endingu höfðu 150 gert skil ð gjöldunum, sem ó- greidd höfðu verið. 1 Mecklenburg fóru sjálfboða liðar í heimsókn til hvers safn- aðar í biskupsdæminu og efndu hvarvetna til ungmennafunda. Sama er að segja um starfið f Brandenburg. Meðlimir bibllu- lestrarfélags fóru í heimsðknir til ýmissa safnaða, lásu úr bibl- íunni og héldu foreldrifundi. Á fundi þessa komu um 750 börn, sum langa leið i almenn- ingsvögnum eða á reiðhiólum. Söfnuður f þorpi einu í Sax- Iandi efnir árlega til biblíuþekk ingargetraunar fyrir börn, sem eiga að fermast. Við eina ferm- ingu voru fimm telpum veitt verðlaun fyrir að þær hafði ald- rei vantað meðan þær gengu til prestsins — það er gert f tvö ár samfleytt þarna — og þurftu þó að ganga 5-10 km. í nvert skipti. Fréttir úr ýmsum hér- uðum benda líka til þess, að fermingarbörnum fari fjöigandi — þó frekar hægt. Meðal þeira, sem láta skrá sig til fermingar, hafa verið börn, sem höfðu áð- ur hlýtt fyrirmælum kommún- ista að koma ekki nærri þessari athöfn kristinna manna. Það verður einnig tíðara, að brúð hjón láti ekki gefa sig saman heima hjá sér heldur í einhverri kirkju f nokkurri fjarlægð til þess að losna við pólitísk óþæg indi, sem oft fylgja kirkjuvígsl- um. Þá ber öllum fréttum sam- an um, að biblfulestur í neima- husum sé mjög mikill. Ókunnugir gera sér ekki fulla ¦MWHHMtMBHMaWni grein fyrir þeim hættum, sem eru samfara starfi þessu, fyrri en þeir vita, við hvaða skilyrði söfnuðirnir f Austur-Þýzkalandi búa. Síðan veggurinn var hlað inn í Berlín 13. ágúst síðast Iið inn, hefir ekkert samband verið við vestur-þýzku kirkjuna, og 'ekki heldur vini og ættingja i vesturhluta landsins. Fyrb bragðið varð Berlin-Branden burg-kirkjan, sem er í rauninni ein heild, að halda synodus i tvennu lagi um daginn, annar hlutinn í Austur-Berlín, hinn i vesturhverfum borgarinnar. — Biskupinn f Berlin-Brandenburg fær ekki lengur að ferðast '.il Austur-Berlínar eða Branden- burgarhéraðs. Hann bjó upphaf lega í Austur-Berlín, en dag nokkurn var honum meinað að fara aftur inn í þann borgar- hluta, þegar hann hafði verið i heimsókn í Vestur-Berlín. vitanlega kommúnistafyrirtæki, þótt dulbúið eigi að heita. - Því var haldið fram, að ein- ing kirkjunnar sem stofnunar hefði um langt skeið verið hug- arburður einn. Gerð var sam- þykkt, þar sem svo var komizf að orði: „Nú er ekki engui fullnægjandi að segjast einung- is vera með friði. Þar sem við erum borgarar alþýðulýðveldis- ins þýzka, verðum við að veita ríkinu allan þann stuðning, sem það þarfnast til að hrinda hin- um friðsamlegu stefnumálum sínum í framkvæmd." „Meðlimir f „félagi mótmæl- endapresta",. sem sumir eru mjög ofstækisfullir en eru þó í algerum minnihluta, taka svo djúpt í árinni að halda þvi fram, að kirkjan hafi ekki sjálf löngun til að girða fyrir kiofn- ing sinn og væri henni því að nokkru leyti um að kenna, að kristna manns er lokið, þegar yfirboðarar hans krefjast í-guð- legs athæfis, haturs, fyrirlintn- ingar á meðbræðrum, mannúð- arleysis og þar fram eftir göt- unum, eða þegar þeir banna það, sem guð segir mönnum sínum að gera, það er að efna til guðsþjónustu, predika og út- breiða ritninguna, framkvæma heilaga skírn og þar fram eftir götunum." Þessar reglur eru mjög mikil- vægar, og ekki einungis ff því, að þær hafna ljóst og ótvírætt kommúnistaríkinu, heldur einn- ig af því, að i þeim kemur fram afstaða gagnvart Rómverjabréf- inu, sem segir, að maðurinn eigi að beygja sig fyrir valdi þvf, sem yfir hann sé sett. Margir mótmælendur hafa reynt að færa sönnur á, að það tákni einnig, að kristnir menn eigi að beygja sig fyrir yfirvöldun- Það hefir komið áþreifan- lega í Ijós á undanförnum mánuðum, að veggur komm- únista f Berlín er ekki eins mannheldur og þeir gerðu ráð fyrir. Tugir manna hafa En kommúnistar láta ekki þetta eitt nægja. Markmið þeirra er að kljúfa mótmælenda kirkjuna þýzku í tvær aðgreind ar heildir — vestur-þýzka kirkju og kirkju sovétsvæðis- ins. Fram að þessu hefir kirkj- unni tekizt að koma í veg fyrir að slíkur klofningur verði fram kvæmdur. Hún hefir gert það að meginreglu sinni, að landa- mærin milli Austur- og Vestur- Þýzkalands séu ekki kirkju- landamæri, og að ekki sé unm að eyðileggja einingu kirkjunn- ar með þvf. að einangra sovét- svæðið og hindra samgang íbúa þess við aðra menn. Á hinn bóginn hefir ,félag mótmælendapresta", sem er fé- lag undir stjórn kommúnista á hernámssvæði Sovétríkjanna og hefir að markmiði sínu að hneppa kirkjuna f meiri stjórn- málaviðjar en unnt hefir reynzt fram að þessu, gert kröfu til þess árum saman, að stofnuð verði „alþýzk kirkjusókn" á austursvæðinu. Krafa þessi var endurtekin f nóvember á síð- asta ári af „einingarhópi krint- inna manna" innan „friðarráðs- ins" austur-þýzka, en það er sloppið vestur úr riki kúgun- arinnar þrátt i'yrir hann. Þetta hefir leitt til þess, að kommúnistar vinna nú ötul- lega við að styrkja hann, grafa t. d. jarðsprengjur við veggurinn var settur upp um- hverfis Berlín 13. ágúst á sl. ári. Hvers vegna? Vegna þess að traustari eining kirkjunnar hefir verið framkvæmd með því að „uþpræta allar vinstri til- heneigingar." Hvernig eiga mótmæendur a'ð koma fram gagnvart flokksfor- ingjum? Kirkjan f Brandenburg hefir gefið út ákveðnar reglur þar að lútandi. „Söfnuðurinn á að vitna fyrir ríkinu um upp- haf og tilgang valds þess, og hvað sé gott og illt að áliti drottins. Hann á að gera ríkinu ljóst, hvar séu takmörkin fyrir ætlunarverki þess og möguleik- um..... Kristinn maður ber með öðrum ábyrgð á réttri beitingu valds. Það má kalla rétta beit- ingu, þegar jöfnuður er með valdi ríkisins og frumstæðustu mannréttinda.... Við hvetjum kristna menn til að sýna ráð- andi öflum vilja guðs í sam- ræmi við boðorð hans, og, ef þörf krefur, bera vitni um and stæða hegðun þeirra og vara þá við að setja lög og reglur sem blekkja eða neyða almenn ing til að breyta gegn boðorð- um drottins. Hlýðnisskyldu hins hann og koma upp skotbyrgj- um, eins og sýnt er á með- fylgjandi mynd. Þetta er fag, urt dæmi um sæluna, sem kommúnisminn býr þeim, sem Ienda undir hæl hans. um, sero yfir hann eru sett. Þess má geta til dæmis, að eft- irfarandi ummæli voru uirt 1 „Blaði mótmælendapresta" (Ev angelisches Pfarrerblatt), sem gefið er út á sovétsvæðinu í Þýzkalandi og er í nánum tengslum við „félag mótmæl- endapresta": „Á Göilitz-fundin- um töldu margir viðstaddir ó- fullnægjandi að einskorða borg aralegar skyldur kristinna manna í alþýðulýðveldinu við „tryggð" og „hlýðni". Þeir héldu því eindregið fram, að nauðsynlegt væri að fá kristn- um mönnum ákveðið verkefni að vinna — verkefni samvinnu og sameiginlegra ákvarðanna." Sömu aðilar hafa gert tilraun til að leysa Kirkjuráð mótmæl- endakirkjunnar í Þýzkaland> „undan allri ábyrgð á sam- komulaginu um andlega velferð hersins.' Samkoulag þetta vat gert milli sambandsstjórnarinn- ar í Bonn og mótmælendakirkj unnar o^ hefir verið yfirvöldum á hernámssvæði sovétstjórnar- innar þyrnir í augum frá upp- hafi. Hefir það gefið yfirvöld- unum Uækifæri til að fordæma hana sem „NATO-kirkju" og neita að heimila áhrifamestu meðlimi hennar aðgang að sovétsvæðinu. Þetta er líka ein af ástæðunum sem var fyrir þvi að efnt var' til kirkjufundar mótmælendakirkju Þýzkalands á síðasta ári, þar sem þvl var haldið fram, að kirkjan í Vest- ur-Þýzkalandi hefði fleygt sér í fang Atlantshafsbandalagsins og notaði fundinn til að koma á framfæri áróðri í þágu banda- lagsins. í þessari fullyrðingu gægist marxista-áróður fram. En það vill svo til, að einnig er her undir vopnum á hernáms svæði sovétstjórnarinnar, en hermönnum þar er bannað að sækja guðsþjónustur og um and lega handleiðslu er ekki held- ur að ræða, þótt ekki standi á því, að stjórnarskrá alþýðu- Iýðveldisins hafi inni að halda ákvæði um, að öllum sé tryggt trúarbragðafrelsi. Kirkjan og kristnir menn eru 1 einkenni- legri aðstöðu, hvað snertir trún aðareiða þá, sem hermenn eiga að vinna, þegar þeir ganga í her inn á austursvæðinu. Eiðurinn er unninn gagnvart „vinnandi stéttum", en ekki gagnvart rlk- isleiðtoga, fósturjörð eða þjóð. En þessar vinnandi stéttir gera engan greinarmun á innri eða ytri fjandmönnum ríkisins, að- eins vinum og fjandmönnum „sósíalismans", hvar sem hann hefir aðsetur sitt. Þetta hefir haft í för með sér, að mótmælendur hafa spurt sjálfa sig, hvort lita eigi á eið þenna sem hluta af hugtaka- fræði stéttabaráttunnar, og þeir hafa komizt að þeirri nið- urstöðu, að þeir,^ sem trúa á orð guðs geti viðurkennt og stutt hugtakafræði stéttabarátt- unnar sem endanlegan sann- leik. „Kristinn maður getur ekki barizt fyrir sigri sósíalismans eins og hann er settur fram i hinum opinberu ritum flokks- ins. Hann getur heldur ekki heitið „skilyrðislausri hlýðni", nema þau orð séu skilgreind eins greinilega og f herrefsi- rétti, að því er snertir venjuleg ákvæði alþjóðalaga og anda refsiréttar. x Kristinn maður getur þvi að- eins unnið hollustueið, ef hann getur verið öruggur um, að þess verði ekki af honum kraf- izt, að hann beygi sig fyrir þessari túlkun stéttabaráttunn- ar og lífsskoðunar, sem koma ekki heim við hina kristnu trú hans." Eiðurinn er ekki gildur, ef krafizt er athafna, sem eru ó- samrýmanleg lögum og boðorð- um drottins. Þess vegna hefir kirkjan alltaf krafizt þess, að menn megi sleppa við herþjón- ustu af trúarástæðum, enda er það viðurkennt í Sambandslýð- veldinu en ekki á sovétsvæð- inu. I skýrslu, sem út var gefin af stjórn mótmælendakirkjunn ar í Berlín-Brandenburg, er komizt svo að orði, að sundur- limunin, sem framkvæmd var 13. ágúst 1961, hafi skipt kirkj unni gegn vilja hennar f „tvo hluta, sem munu hneigjast til að starfa af æ meira sjálf- stæði." Það varðar ekki einung is skipulagsmál — „margt er ó- ¦ gert á því sviði" — heldur og sú staðreynd, að hvor hluti um sig mun mótast af efnahags- Framh. á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.