Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 02.08.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. ágúst 1962. VISIR firzka folanum í sér gegn guð- inum Dionysos af alhug og skrikað fótur stöku sinnum, en ævinlega með þokka. Maðurinn er gæddur hraustri sál. Fák- inn Pegasus hefur hann hins vegar setið og náð sþrettum úr á fluginu, sem minnir á létta þeysireið á rennivökrum gæð- ingi eftir bökkum Héraðsvatna. Haraldur — eða Halli Hjálm- ars eins og hann er almennt kalaður — er nú kominn á sex- tugsaldur. Stálgrá augu hans ljóma enn af lífsglettni. Hann getur ekki annað en varðveitt alltaf sitt hreina upplit, hvar sem hann fer. — Strákar, þið fáið herbergi klukkan 7, segir Haraldur, — það eru hjón sem eru að verja síðasta hveitibrauðsdeginum sínum þarna á nr. 6........égsyeit náttUrlega ekki, hvernig ykkur gengur að sofa þar á eftir, en þið verðið að láta ykkur hafa það. Svo bætir hann við: — .... Svona, viljið þið ekki kaffi og brauð? En gangið lús- hægt og hljóðlega upp stigann. Kúfaður diskur af brauði með lyngreyktu hangikj.ti og sterkum osti og öðru góðgæti var á borðinu. Vaktmeistarinn skenkti ilmandi kaffi, nýlöguðu, í væna bolla. 2. — TXvernig hittum við á síldina, Haraldur? — Þú varst eitt sinn blaða- maður sjálfur, ekki satt, — eða ritstjóri hef ég heyrt. — Ég var 8 mánuði ritstjóri Einherja, blaðs framsóknar- manna hér, segir Haraldur, — vinur minn einn, bróðir Ijós- myndara þíns hérna, batt held- ur skemmtilegan enda á feril- inn. Hann drap mig hreinlega sem blaðamann og ritstjóra. Veiztu hvað. Eitt sinn sem oftar urðum við báðir glaðir á góðri stundu hér á Siglufirði, ég og Jónas, alnafni frænda hans, gáðskáldsins frá Hrauni. Lengi vel héldu vinir hópinn. Svo skildu okkur leiðir skyndilega og fórum sitt í hvora átt út í dimma nóttina. Ég var þá ný- búinn að koma af mér 32. tbl. — — ég man ekki hvaða ár- gangs virðulegs málgagns Framsóknarmanna, búið var að prenta það í einum 800 eintök- um, sem öllu hafði verið staflað heima í herbergi hjá mér, vondri, ljótri kytru. Um morg- uninn snemma, komst ég við illan leik heim í blessaða kytr- una. Þá lá þar enginn annar en herra Jónas Hallgrímsson, Ijós- myndari, á beð mínum og .hafði gert sér hægt um vik, hafði breitt undir sig og yfir sig öllu upplaginu af Einherja, og góð- ur stafli var undir höfðalagi listamannsins. Jónas svaf vært eins og barn, en framsóknar- blaðið mitt var illa á sig komið, maður guðs og lifandi, allt saman kuðlað eins og bögglað H um'-', en undir því naM geng- ur skrifstofan. — Hvað gerir þú hér, ungi maður? — Melda skipin, svara í síma, skrifa, hvar þau liggja og sæki þau, þegar farið er að landa, en þau dreifa sér hingað og þangað hér við bryggjurnar. Unglingurýin var liðlegur við að fræða okkur og sýna okkur sitthvað. Nú var engin löndun, engin söltun, en allir starfs- menn til taks, öllu viðbúnir. Löndunarkranameistarar voru & vappi við „Dr. Pál", ákveðnir á svip, en ekki hætis hót tor- tryggnir, þegar þeir sáu Linhof- vélina Kristjáns, brugðna eins og vélbyssu. — Hvunær er von á skipum? — Um sjö-leytið.. bátur frá Vestmannaeyjum.. Helgi Helga- son, sem er aflaskip.. — Hvenær smíðaður? — 1960 í Gautaborg, eigandi Helgi Ben. — Hvaða dag i sumar kom mest síld á land hér? — 22. júlí.. um 55 skip, sem lönduðu hér þá. Næturverkstjóri á dr. Páli, þéttur maður á velli, Jón Krist- jánsson, aðfluttur Fljótamaður, kemur að. Hann hefur stundað þetta sama, sumar eftir sumar. Jón segir, að Sildarútvegsnefnd hafi látið þau boð út ganga i gærkveldi að ekki sé nein trygg ing fyrir því, að hægt sé að selja meira af saltsíld til Rússíá. Rútan að leggja upp eldsnemma að morgni. dasur á Siglufirði — Lítið eða ekkert saltað I nótt held ég. En bræðsla í fullum gangi. Nú fer sðlin að skína rétt bráðum. Það verður gott fyrir ykkur þá að taka myndir af starfssvæðinu. Vér segjum: — Haraldur, maður er ekki kominn eingöngu til að segja af síldinni, heldur af sálfræðilega hernaðarandanum á bak við. — Nú er deyfð yfir staðnum. Svo að þið ætlið að kanna val- inn. Þið eruð nú meiri kallarn- Ekkert lá á að fara niður á bryggjur. Ætið var þegar farið að berast. — Haraldur, lof okkur að heyra stöku eftir þig um Sigló? — Kemur ekki til mála. Hún getur missikilizt í blaðinu. roð og ekki sem geðslegast. Þá snarrann af mér. Ritstjóradagar mínir voru taldir. — Varstu ekki leiður og sár yfir þessum ófarnaði? Nú lækkaði Haraldur skag- firzka róminn: — Nei, ég hló að öllu saman. 3. TVTú var maður kominn í hæfi- lega gott skap til að labba sig niður á bryggju. Sólin var farin að gægjast yfir efstu hnjúkana á Killimanjaró Sigl- firðinga — öðru nafni Hóls- hyrnu eða Hyrnufjall eða Hyrnuna. Fjallið minnir á píra- mída, séð frá Háskarðinu, en er eins og kollóttur sauðarhaus, séð neðan úr kaupstaðnum, og því talsvert ískyggilegt fjall og dularfullt. Margir pentarar hafa spreytt sig á því, lærðir sem fúskarar. Siglfirðingar elska það eins og Skarðið sitt, sem þeir þykjast einir eiga, þvi þannig aka þeir það torleiði, að grandalausir aðkomumenn ættu helzt að tryggja bíl og líftryggja sjálfa sig, áður en lagt er í gandreiðina yfir það. Ökuþórum kaupstaðarins hætt- ir stundum til að leggja undir sig véginn. Það er I eina skipt- ið, sem þeir eru opinberlega 6- kurteisir. Moskvitsinn litli var þræl- púnkteraður, þegar komið var út af hótelinu. Voru höfð á snögg handbrðgð og smellt á einu varadekkinu af þrem í grænum hvelli. Bærinn var þögull. Síldar- -tBbrrl'ín fjjii \AArts ifíbíori 13 trofg lyktin var farin að venjast einss og úldin skata eða sigin grá- sleppa úr Grímsstaðarholti, sem ákveðnum manngerðum þykir sælgæti, allt frá glæsikonum niður í farandkonur, ég veit- ekki hvað. Verksmiðjur SR standa hlið við hlið: SR 46, sem er stærst, SR 30, SR P og SR 1 - Lengra í suður er Rauðka, öldr- uð smiðja, eign bæjarins. Fljótlega var krækt sér í leið- sögumann. Það var skýrlegur lítill „unglingur í skóginum", sagðist vera sonúr Stefáns Friðbjarnarsonar, sjálfstæðis- fulltrúa I bæjarstjórn, frétta- manns Mbl. á staðnum, og von- andi Vísis síðar. Unglingurinn er kontóristi á „skrifstofunni á bryggjunni" eða „Bryggjun- 4 Miðstöð síldarvinnslu á íslandi. i| Ein siglfizk kona í megt og I veldi sinu. Hins vegar megi plönin salta að vild upp á eigin ábyrgð.. — Nú fer að syrta i álinn aldeilis þykir mér, segir einn kranamaður, — helvískir hund- ingjar þessir Rússar alla tíð... Þetta var þeim lfkt. — Hvað eru plönin mörg? segir spyrill. — Tuttugu og tvö.. Stærsta planið mun vera Sunna, rekið af reykvísku hlutafélagi. — Hvenær fór síldin að ber- ast hingað? — Fyrstu síldina kom Helgi Helgason með 23. júní. Hún fðr að berast töluvert 28. júní og varði til 3. júlí, og svo var tals verður slatti upp frá því eða þar til fyrir einum hálfum mán- Framh. á 13. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.