Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 5
'Mánudagur 13. Sgúst 1962. VISIR 5 I gærkvöldi lauk hinni nor- rænu íþróttamálaráðstefnu, sem hér hefir verið haldin síðustu daga. í gærmorgun fóru allir þátttakendur ráðstefnunnar í ferð til Þingvalla, og Sogsins. Við Sogið var snæddur hádegis- verður. Síðan var haldið áfram til Hveragerðis og þótti hinum erlendu íþróttaköppum heldur sundlegt um að litast og höfðu margir þeirra orð á því að ekki væru vandræði á því að byggja sundlaugar við slíkar aðstæður: óþrjótandi gnægð heita vatns- ins. I gærkvöldi var síðan snædd- ur kvöldverður í Þjóðleikhús- kjallaranum og lauk þar með þessari ráðstefnu — þeirri fyrstu sinnar tegundar á ís- landi. í dag birtum við nokkrar myndir sem Vísir tók er þátt- takendurnir heimsóttu Laugar- dalsvöllinn. Á stærstu myndinni sést allur hópurinn fyrir framan hina nýju, miklu sýningarhöll sem er í smíðum í Laugardaln- um. Fulltrúar á íþróttamálaráðstefnunni skoða byggingarframkvæmdir við hina glæsilegu íþróttahöll í Laugardal. Baldur Jónsson vallarvörður skýrir málið fyrir erlendum fulltrúunum. Frá hádegisverði íþróttamálaráðstefnunnar i Hótel Sögu á föstudaginn. Á myndinni sjást m. a. Borgarst. Geir Hallgrímsson, honum til hægri handar Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra og Bjami Poulsen sendiherra Dana, form. Í.B.R. er lengst til hægri á myndinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.