Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 16
Varaforseti Evrópubaak- ans ■ heimsókn 1 GÆR komu hingað I boði rík- isstjðmarinnar Dr. H.K. von Man- goldt og kona hans. Dr. v. Man- goldt hefur gengt ýmsum þýðing- armiklum embættum í heimalandi sinu og á alþjóða vettvangi. Hann var um skeið formaður þýzku sendinefndarinnar hjá OEEC í Paris, og síðan lengi formaður framkvæmdastjórnar Evrópusjóðs- ins. Nú er hann varaforseti Europ- ean Investment Bank í Brussel. Dr. v. Mangoldt mun eiga hér viðræður við ráðherra og nokkra aðra aðila. Ráðgeqt er, að hjónin ferðist hér nokkuð áður en þau fara af landi brott. Mynd þessi var tekin yfir árekstursstaðinn á Hringbraut og hefur fólk safnazt saman til að horfa á verksummerki. Lengst til vinstri er Chervolet-bíllinn sem árekstrinum olli. Skammt frá honum sést Fiat-bíll sem stendur þvert yfir götu og varð fyrir hinum. Þá kemur Taunusinn og uppi á eynni þar sem mann fjöldinn er mestur sést í þá saman hálfkassabílinn og Fólks- vagninn. VISIR Mánudagur 13. ágúst 1962. Prentarar segja upp Hið íslenzka prentarafélag hefur sagt upp samningum frá 1. september næstkomandi. Mestí Márekstur ársins Mesti bifreiðaárekstur I sex leytið í gærkvöldi, þar Chervoletgerð sem orsak ársins fram að þessu) sem sem fimm bílar lentu varð á Hringbrautinni um' í. Var það einn bíll af Hávaxið fólk er kreppt í Brattahlíð af gigt Lokið er nú í sumar fomleifa- rannsóknum þeim sem staðið hafa yfir í Brattahlíð i Græn- Iandi, og þegar Jörgen Meld- gaard þjóðminjavörður Dana kom heim til Kaupmannahafnar á laugardaginn gat hann skýrt frá einum stærsta fundi á beina- grindum víkinga. Er nú búið að grafa upp milli 25 og 30 beinagrindur, en það er þó varla nema þriðjungurinn af kirkjugarðinum, sem fannst við Þjóðhildarkirkju. Balslev Jörgensen, sem stjórn ar beinagrindarannsóknunum kom einnig heim með Meld- gaard. Hann sagði við komuna: Þessir norrænu menn eða víkingar hafa verið hávaxið fólk. Stærri og sterklegri en þeir sem grafnir hafa verið upp í Danmörku frá sama tíma. Margt af þessu fólki hefur verið komið á efri ár. Það hefur verið glæsilegt á yngri árum, en hefur hins vegar verið mjög illa Ieikið af gigt í ellinni, kreppt og bogið. I Brattahlíð hefur fundizt beinagrind af risa sem hefur verið 190 — 195 sentimetrar. Mælingar hafa verið gerðar á Þjóðhildarkirkju og hefur kom- ið í Ijós, að hún hefur verið mjög lítil aðeins 2y2 m á breidd að innanmáli og 6 metra löng. Auk þessara rannsókna hafa fundizt í sumar rústir af sjö norrænum sveitabýlum í Græn- landi, sem voru óþekktar áður. aði meiri og minni skemmd ir á fjórum öðrum bílum. Var bíl þessum R-316 ekið aust- ur eftir Hringbrautinni skammt frá Elliheimilinu. Rakst hann fyrst á vinstra afturhorn á hálfkassabíl af Ford gerð R-5159, sem stóð til hlið- ar á akbrautinni, með þeim af- leiðingum, að hálfkassabíllinn hent- ist yfir graseyjuna og rakst þar á Volkswagen bíl R-5155 og skemmd- ust þeir báðir. Hurðin á hálfkassa- bílnum spratt upp og köstuðust úr honum á götuna og grasið máln- ingardósir, vinnuföt og sandpappír o. fl. íslendingarnir voru brosandi eftir leikinn segja írsku blöðin Þar með var þó ekki lokið ferð bifreiðarinnar R-316. Af ökumanni hennar er það að segja að á hann kom ofsalegt fát og missti hann gersamlega vald á farartækinu, að því er hann sjálfur segir, en hann er kornungur maður. Kastaðist nú bifreið hans stjórnlaus yfir gras- eyjuna og lenti þar á tveimur mann lausum bílum er stóðu hinu megin, af Taunus og Fiat-gerð nr. R-5683 Framh. á bls. 7. írsku blöðin sem út komu í gær og í morgun eru mjög óá- nægð með frammistöðu irska landsliðsins. írar unnu leikinn MBAMT HhiITGHBAuTi -mœmmikv'n- og bifraiðsxstseðl. JA .. •___ t * rm .1 * móti íslendingum með 4 mörk- um gegn 2. Irish Independent segir: írar unnu en ekki nógu mikið. Press segir: Fararstjóri og ieik- menn íslendinga voru brosandi eftir leikinn. Allir höfðu búizt við þvi írska liðið sigraði með miklum yfirburðum. Segjast írsku blöð- in óttast að íslendingar vinni Framh. á bls. 7. Enovid-lyfið' sem hér er selt. ENOVID-MÁLIÐ í RANNSÓKN Uppdráttur lögreglunnar eftir áreksturinn með afstöðu bílanna. Vísir átti tal við landlælcni, dr. Sigurð Sigurðsson í morgun og spurðist fyrir um hvað liði rannsókn íslenzku heilbrigðis- yfirvaldanna á getnaðarvamar- lyfinu Enovid, sem Vísir skýrði fyrstur frá að Norðmenn hefðu bannað sölu á. Landlæknir skýrði blaðinu svo frá að ennþá væri málið í rann- sókn en heilbrigðisyfirvöldin hefðu gafnað saman gögnum um reynslu nágrannaþjóðanna af lyfinu. Þar væru betri skilyrði til þess að kanna gildi nýrra lyfja en hér á Framh. á bls. 7. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.