Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 10
w VISIR -Mánudagur 13. ágúst 1962. Miklu minni álaafli en búizt hafði verið við Voru 2 sólarhringa að hreinsa nótina Smásíldin, sem hefur komið í síldarnætur bátanna fyrir austan land, aðallega á Héraðsflóanum, hefur valdið sjómönnum mjög mikl- um erfiðleikum vegna þess að hún ánetjast mjög. Eru þess nú mörg dæmi, að skipsmenn hafa verið klukkustundum saman að taka hana úr netinu. Einna verst var ástandið hjá síld- veiðiskipinu Seley. Þar voru skips- menn tvo sólarhringa að taka smá- síldina úr nótinni og á Helga Helga syni, sem nú er þriðja aflahæsta skipið, tók 1 y2 sólarhring að hreins nótina. Vegna þessa eru síldarskipin nú óðum að taka upp haustsíldarnæt- ur, þau sem eiga þær, og fá þær sendar norður og austur. T. d. er Kristbjörg að korna til Vestmanna- eyja að sækja smáriðnari nót og mun síðan aftur halda á miðin fyr- ir austan. Nýmæli Frá og méð morgundeginum verðul- það nýmæli tekið upp að Árbæ, að þar verðúr glíma og þjóð dansar til skemmtunar á laugar- dögum. Annan laugardaginn verður efnt til glímusýningar, og eru það glímumenn úr Ármanni, sem munu sýna þjóðaríþróttina, en hinn laug ardaginn verður efnt til þjóðdansa sýningar, og annast þá skemmtun félagar úr Þjóðdansafélagi Reykja- víkur. Sýningar þessar hefjast á hverjum laugardegi kl. 5, og verð- ur byrjað með glímu á morgun. Reykhús SÍS í Hafnar- firði, sem hóf reykingu á ál fyrir tveimur mánuðum, hefur fengið miklu minna inagn af ál heldur ert upp- haflega hafði verið búizt við. Samtals hefur stöðin fengið til reykingar um 3Vz tonn, en menn höfðu von- azt til þess, að magnið gæti numið í sumar um 100 tonnum. Ekki er samt öll nótt úti enn. Menn búast við því að veiðin auk- ist með haustinu og þegar Vísir átti tal af Gylfa Guðmundssyni for- stöðumanni reykhússins sagðist hann trúa því, að nú færu veið- arnar að hefjast fyrir alvöru, þeg- ar færi að dimma af nótt. En áll- inn er ránfiskur, sem er mest á ferð í myrkri. Hafði forstjórinn m. a. haft spurnir af þvi frá bónda, sem leggur álagildrur í Eiðsvatn, að baki Akrafjalls, að álsveiðin hefði aukizt töluvert síðustú daga eftir að skyggja tók. Nú þegar er búið að selja nokk- uð magn af reyktum ál til Hollands og hafa gæðin líkað mjög vel. — Kaupendurnir þar hafa að vísu orð- ið fyrir vonbrigðum með hvað magnið hefur verið lítið, en í sum- ar hefur veiðzt óvenjulítið af ál í Hollandi og annars staðar í Evrópu svo að alger skortur er á fiskiðn- um á markaðnum. Þótt álaveiðarnar hefðu þannig gefið minni árangur fram að þessu en búizt hafði verið við, eru hvorki reykhúsið né þeir bændur, sem stundað hafa veiðarnar, neitt að hugsa um að gefast upp. Álaveiðar geta eins og aðrar fiskveiðar verið misjafnar og óvissar frá ári til árs. Nýtt hlutafélag stofnað LoftSeiðir — Keflavík hf. Stofnað hefur verið sérstakt hlutafélag til reksturs flugvélaaf- greiðslunnar á Keflavíkurflugvelli, sem kallast Loftleiðir — Keflavík h. f. Hefur Gunnar Helgason lög- fræðingur verið ráðinn forstjóri fyrirtækisins í Keflavík. Gunnar hefur áður verið fulltrúi lögreglu-1 stjórans á Keflavíkurflugvelli og j síðan stundað lögfræðistörf í Reykjavík. Félag þetta er stofnað í sam-1 bandi við yfirtöku Loftleiða á flug-1 vélaafgreiðslunni. Annast það flug- þjónustu og afgreiðslu á erlendum flugvélum sem hafa viðkomu á j Keflavíkurflugvelli og á vélum varn J arliðsins. Áðui unnu 36 manns þessi störf á vegum ríkisins. Nú munu um 25 manns frá hinu nýstofnaða félagi vinna þar, en þar er um að ræða millibilsástand, en samningar tókust ekki við alla þá ríkisstarfs- menn sem þar störfuðu og gengu flugþjónustumennirnir úr. Sxðan hefur starfslið Loftleiða úr Reykja- vík tekið við þvi starfi og gengur bað fyrir sig sem áður Þann stutta tíma sem Loftleiðir hafa annast reksturinn hefur ekki t/crið um neinn hagnað að ræða hjá félaginu á honum. Það sem einkum veldur því, að Loftleiðir vilja taká að sér þennan rekstur er að félagið hefur áhuga á því að geta flutt viðhaldið á DC-6B fliíg- vélum sínum heim til íslands, og eini staðurinn þar sem aðstaða er til slíks er í stórum flugskýlum á Kef lavíkurf lug vell i. Engin breyting verður á því að olíufélögin annast benzínafgreiðslu fyrir flugvélar. Er Olíufélagið stærsti aðilinn þar og hefur Shell samning við það um afgreiðslu á benzíni fyrir sig. BP afgreiðir benzín á flugvélar Loftleiða. Engin breyting verður heldur á þvf að flugvallarstjóri fer með yfirumsjón í flugturninum og það sem varðar flugumferðarstjórn. I gær var fyrsta veizlan haldin í glerhýsinu á efstu hæð Hótel Sögu. Voru það fulltrúamir á hinni norrænu borgarráðstefnu um íþróttamál sem snæddu þar hádegisverð í gær. Nutu þeir þar veizlufanga og hins óviðjafnaniega útsýnis. Þessi mýnd var tekin rétt áður en gestirnir komu og sýnir hún Þorvald Guð- mundsson veitingamann og strfslið hans í eldhúsinu undirbúa veizluföngin. Hollywood er sökuð Tólf manna rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til að rann- , saka dauða Marilyn Monroe. Dómarinn sem skipaði hana gaf nefndinni fyrirmæli um að kanna hegðun leikkonunnar síðasta hálfa mánuðinn áður en hún dó. Nefndin á að upplýsa allar ferðir leikkonunnar þenn- an tíma, Jeita uppi þá sem hún talaði við og kanna sálarástand hennar. Vinir hennar eru mjög bitrir og segja, að Hollywood með öllu sínu stjörnyprjáii eigi sök á dauða Marilyn. Blaðið New York Times tekur undir þær á- sakanir í garð kvikmyndafélag- anna í HoIIywood og segir: — Þeir seldu líkama hennar en ekki sál hennar. Þegar Arthur MiIIer fyrrver- andi eiginmanni Marilyn var tilkynnt lát hennar sagði hann: „Ég vissi að það myndi gerast. Ég vissi ekki hvar eða hvenær, en ég vissi að það var óhjá- kvæmilegt." Marilyn Monroe var jafn mikill einstæðingur þegar 'hún dó og þegar hún var í æsku sett á munaðarieysingjahæli. Hún átti engan að. Hana hafði alltaf langað til að eignast barn, en tvisvar hafði hún Iátið fóstri og voru það miklir harm- leikir. Nú veit enginn hver muni annast útför hennar. Það var talið að hún hefði skilið eftir erfðaskrá með fyrirmælum um útför sína, en hún hefur ekki fundizt. Helzt er nú talið, að annar ciginmaðuf hennar baseball- leikarinn Joe Di Maggio muni taka að sér að annast útförina, en þau voru enn góðir vinir, þrátt fyrir hjónaskilnað. um dauða Monroe1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.