Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 13. ágúst 1962. VISIR 9 Eftir að niúrveggurinn var settur upp hafa íbúar Austur Berlínar Ieitað ýmissa ráða til að komast gegnum hann. Sumir hafa grafið sér löng göng undir múrinn, aðrir hafa reynt ab synda eftir sýkjum að næturlagi. Ein algengasta qðferðin hefur verið að taka trausta- taki þunga vörubíla og aka svo á fullri ferðframhjá varðmönnum og á múrinr.. Myndin sýnir hliðið sem opnaðist í múrvegginn á einum stað eftir slíka flóttaför. alræmda múr á markalínunni. Eyddu valdhafar kommúnista I hann byggingarefni, sem hefði nægt í þúsundir íbúða. Þetta var hreinn fangamúr, með glerbrotum og gaddavírsgirðingu efst á honum. Hér raða starfsmaður kommúnistastjómarinnar glerbrotum á brún múrsins. Fólk flúði unnvörpum þegar það sá að verið var að Ioka undankomu leiðinni. Hér sést fjölskylda sem hefur fundið smugu og komizt gegnum húsagarð yfir markalínuna. Vinstra megin við götuna er Austur-Berlín, hægra megin Vestur-Berlín. Hinn dimmi dagur 13. ÁGÚST í dag, hinn 13. ágúst, er eitt ár liðið síðan austur-þýzka kommúnistastjórnin iokaði markalínunni milli borgarhlut- anna i Berlín. Þama hafði verið eina undankomuleiðin fyrir flóttafólkið í Austur-Þýzka- í fyrstu héldu austur-þýzku valdhafamir því fram, að þeir Iokuðu markalinunni til að hindra að „vestrænir njósnarar og skemmdarverkamenn“ kæm- ust til Austur-Þýzkalands, en Þegar fangamúrinn f Berlín var reistur landi til að komast vestur á bóginn yfir í frelsið. Fólkið hafði tugþúsundum saman flúið ógnarstjóm komm- únismans. Og það athyglisverða var, að, æskufólkið var i meiri- hluta meðal flóttafólksins, ungt fólk innan við þritugt, sem sá enga von undir kommúniskri stjórn. síðar hefur Walther Ulbricht forsætisráðherra kommúnist- anna viðurkennt, að aðgerðimar hafi verið framkvæmdar til að stöðva flóttamannastrauminn. Þannig var hleðsla múrsins tákn hinnar algeru uppgjafar kommúnistastjómarinnar. Með þessu viðurkenndi hún sjálf, að stjóm hennar hafði mistekizt. Þjóðin hafði aldrei viðurkennt stjórn þeirra og óánægjan magn aðist stöðugt eftir þvi sem erfiðleikarnir jukust í atvinnu- lífinu með margs konar þving- unum og-Vé'rsnandi Iífskjömm. ÞéSSú3tíyIj|diníVö; matVælaskort- ur og vöntun á öllum lífsnauð- synjum, og geigvænlegur hús- næðisskortur. Allar þessar stað- reyndir um öngþveiti í lanðs- stjóminni hafa kommúnísku valdhafamir nú viðurkennt, en þeir héldu því fram, að þeir gætu Iæknað þetta með þvi að loka landamæmnum. Raunin hefur samt orðið önnur. Enn hefur ástandið versnað hröðum skrefum og hefur aldrei verið lakara en einmitt nú. ★ íbúum Berlínar brá í brún að morgni 13. ágúst, þegar her- sveitimar ruddust með alvæpni Framhald á bls. 7. Aðgerðir austur-þýzku yfirvaldanna hófust að morgni 13. ágúst með því að gaddavírsgirðingar voru lagðar eftir endi- langri markalínunni, ýmiskonar torffærur settar á strætin og þúsundir vopnaðra hermanna búnir vélbyssum, og skrið- drekum skipuðu sér meðfram línunni. Hér sést einn hinna vopnuðu hermanna standa vörð við eina torfæruna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.