Vísir - 13.08.1962, Blaðsíða 8
8
VISIR
'Mánudagur 13. ágúst 1962.
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar; Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjðrnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
1 lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
DRUKKNI
AMERÍKANINN
Áherzla lögð á
austurviðskiptin
Hér var í blaðinu á laugardaginn vikið nokkuð að
staðreyndum um viðskipti okkar íslendinga við Aust-
ur Evrópuríkin. Þar kom fram að við íslendingar
göngum lengra á þeirri braut að viðhalda þeim við-
skiptum en nokkur önnur þjóð í Vestur-Evrópu. Um
25% af innfluttningi okkar er enn bundinn höftum
þpirra vegna, þ.e.a.s. aðeins má flytja vörurnar inn frá
Austur-Evrópu. Engin önnur Vestur-Evrópuþjóð hefir
enn slík innflutningshöft, nema Finnar á bílum og
olíu, enda búa þeir í skugga stórveldisins í austri.
Þessi staðreynd sýnir hvílíkar firrur það eru, sem
Þjóðviljinn hefir haldið fram að undanförnu að ríkis-
stjórnin vinni markvisst að því að eyðileggja austur-
viðskiptin. Sannleikurinn er sá að hún gengur allra
ríkisstjórna lengst í hinum frjálsa hluta álfunnar í því
að skipta við A-Evrópu.
Þó er það svo að viðskiptin við þjóðirnar austan
járntjalds eru yfirleitt óhagstæðari íslenzkum neyt-
endum en ef vörurnar ^væru keyptar frá öðrum lönd-
um. Er það alkunna að vörugæðin eru ekki eins mikil,
verðið er oft hærra og afgreiðslufrestur furðu langur.
Frægt er dæmið um kaupmennina, sem pöntuðu skó-
hlífar að hausti en fengu þær ekki frá Tékkóslóvakíu
fyrr en um vorið! En slík bágborin þjónusta er ekki
eini ásteitingarsteinninn. Verðið á mörgum vörum að
austan er allt að 40% hærra en á sambærilegum vörum
í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum.
Orsökin til þess að ríkisstjórnin heldur þessum
viðskiptum þó áfram, þrátt fyrir óhagstæð kjör,
er einfaldlega sú að í járntjaldslöndunum finnast mark-
aðir fyrir íslenzkar sjávarafurðir, sem ekki er að finna
annars staðar — enn sem komið er. Okkur er nauðugur
einn kostur að halda þessum viðskiptum áfram, jafn-
vel þótt við höfum á núverandi samningstímabili átt
inni tugmilljóna upphæðir hjá sumum austantjalds
löndunum, sökum þess að þau hafa ekki þær vörur «
skiptum sem okkur vanhagar um.
Enn eitt dæmi um það, að ekki stendur á
okkur íslendingum í austurviðskiptununi er við-
skiptareikningur okkar og Rússa. Um áramótin höfð*
um við keypt af þeim vörur, sem námu að upphæð
um 200 millj. króna umfram það sem þeir höfðu bí
keypt af okkur. Og nú skuldum við þeim um 85 mi«!i.
af sömu orsökum. Sýnir þetta að fremur stendur upp
á Rússa að kaupa af okkur, en hið r»agnstæða.
1 kvikmyndinni „79 af stöö-
inni“, léku þrír Ameríkumenn,
allir af Keflavíkurflugvelli. Einn
þeirra er starfandi á sjónvarps-
stöðinni og kannast margir við
hann, því að hann les oft fréttir
í sjónvarpinu á kvöldin. Hann
var fenginn til að leika drukkna
Ameríkumanninn á veitingahús-
inu í fyrstu senu kvikmyndar-
innar. Hann nefnist John Tacy
og er i flotanum. Hann vakti at-
hygli okkar þegar verið var að
kvikmynda senuna í Nætur-
klúbbnum fyrir nokkru, þvi að
hann sýndi öll merki þess að
vera reyndur Ieikari. Við tók-
um hann tali.
— Hefur þú verið leikari
áður?
— Ég hef fengist allmikið við
það. Ég hef þó gætt þess vel
)að vera aðeins amatör, en ekki
atvinnumaður, þar sem ég er í
hernum og má ekki stunda
neina atvinnu með því. Ég hef
oft Ieikið í Front Street Theatre
í Memphis, Tennessee, sem not-
ar jöfnum höndum atvinnumenn
og amatöra. Það er talið vera
eitt bezta leikhús sinnar tegund-
ar í Bandaríkjunum. Ég hef auk
þess fengist við önnur svið
leikhússlífsins, svo sem að mála
tjöld og sauma ; þúftipg^, „Bg
hef hina mestu unijn, i gí , þe?s,u
öllu.
Leikari á eftirlaunum.
— Hefurðu I hyggju að ger-
ast atvinnumaður?
— Eftir fá ár hætti ég í
flotanum og fer á eftirlaun. Ég
verð þá 38 ára, sem er mjög
heppilegur aldur til að leika
karakter hlutverk. Ég get ekki
leikið elskhuga. Til þess þarf
stóran brjóstkassa og mjótt
mitti og mín líkamsbygging er
alveg gagnstæð því.
— Hvers kyns hlutverkum
hefur þú mest gaman af?
— Alls kyns gamanhlutverk-
um, öðrum en rjómatertu-
komedíu (slapstick). Ég hef til
dæmis leikið f A Visit to a
Small Planet eftir Gore Vidal.
Ég lék þar hershöfðingjann,
sem er mjög merkilegur með
sig og afar hátíðlegur og veit
ekkert um hernað. I Jane, eftir
Somerset Maugham, lék ég
enskan lávarð, uppblásinn og
heimskan. Þessi hlutverk þóttu
mér bæði mjög skemmtileg.
— Hefurðu leikið í nokkrum
söngleik?
— Ég hef leikið í Brigadoon,
eftir Lerner og Loewe. höfunda
My Fair Lady. Þar lék ég föð-
urinn, sem verður að bera lát-
inn son sinn þvert yfir sviðið.
Nú vildi svo til að sonurinr
var risastór náungi, mikl"
stærri og þyngri en ég, end?
sögðu allir: „Þú ert svo drama
tískur á svipinn að það er engu
líkara en þú þjáist raunveru-
lega.“
___ Hvernig kanntu við að
fara úr flotabúningnum í flug-
hersbúning til að leika?
y. — Þetta er ekki annað en
X sviðsbúningur fyrir mér núna.
Það breytir engu fyrir mig hver
hann er.
Einu sinni eða oft.
— Hefur þú leikið í kvik-
myndum fyrr?.
__ Ég hef leikið í nokkrum
þjálfunar- og. kennslukvikmynd
um fyrir flotann. Það er mjög
ólíkt að leika í kvikmyndum og
að leika á sviði eða í sjónvarpi.
í leikhúsi eða sjónvarpi er hlut-
urinn gerður einu sinni og þá
verður það ekki aftur tekið. I
kvikmyndum, aftur á móti,
verður oft að leika sömu sen-
una hvað eftir annað og reyna
að gera hann eins í hvert skipti.
— Við getum tekið sem dæmi
senuna sem var tekin í Glaum-
um kvöldið Það tók all
John Tacy, sem lék drukkna Ameríkumanninn.
í
um sex tima að gera hana, en
hún verður jafnvel ekki nema
þrjár mínútur á tjaldinu.
— Er erfitt að leika fulla
menn?
— Það er mjög erfitt. Til-
hneigingin er mjög sterk til að
yfirleika. Sennilega er það með
því vandasamasta sem maður
leikur.
— Gæti ekki verið heppilegt
að vera raunverulega drukk-
mn?
— Ég held að það væri alveg
útilokað. Slikt krefst slíkrar
einbeitni og athygli að ekkert
má missa sig af hæfileikanum
til að einbeita sér. Þá er einpig
það að athuga að maður sem
raunverulega er drukkinn á
sviði, virðist vera að yfirleika.
Aðferðin sem venjulega er not-
uð, er að ímynda sér að maður
jvi
i/j
V
sé fullur og að stramma sig sfð-
an af eftir getu. Annars er það
mjög sjaldgæft að sjá fulla
menn leika vel, jafnvel af fær-
ustu leikurum.
Skemmtileg tilbreyting.
— Hefurðu haft gaman af að
leika í þessari mynd?
— Þetta hefur verið mjög
skemmtileg - tilbreyting frá
venjulegu vinnunni. Að vísu
hefur safnast fyrir vinna sem
ég verð að Ijúka á eftir. Ég tel
þetta samt fyllilega þess virði,
því að þarna gafst mér færi á
að vinna með færum atvinnu-
mönnum, bæði leikurunum og
kvikmyndatökumönnunum. Þeir
eru líka mjög ánægðir, því að
þeim hefur aldrei gengið svona
vel með kvikmynd. Ein af á-
stæðunum fyrir þessari vel-
gengni er sú, að þeir hafa notið
fyllstu samvinnu 180 þúsund
íslendinga.
— Getur þú gefið mér nokkra
skýringa á því hvers vegna þú
hefur áhuga fyrir að leika?
— Ég held að I hjarta sínu
langi flesta til að vera leikarar.
því fylgir frægð, auk þess sem
menn verða svolítið illræmdir.
í laumi langar flesta til að vera
svOlítið illræmdir. Samt er það
svo, að ef minnst er á að leika
hrista flestir höfuðið og segja:
„Þetta gæti ég aldrei gert. Ég
myndi aldrei fara að slangra
um gólfið í Glaumbæ og þykj-
ast vera fullur“. Fólk er svo
ákaflega sómakært á yfirborð-
inu. Það er alltaf að hugsa um
hvað aðrir muni segja um það.