Tölvumál - 01.12.1992, Blaðsíða 8
Desember 1992
Netin þróast í samkeppni og
samvinnu framleiðenda, notenda,
mismunandi tenginga og sam-
skiptahátta.
Þróunin er frá búnaði sem einn
framleiðandi ræður, vegna þess
að enginn einn framleiðandi nær
að vera stöðugt í fararbroddi,
samvinna er nauðsynleg. Fram-
farir í tölvutækni og fjarskiptum
verða m.a. með þeim hætti að
framleiðendur opna öðrum að-
gang að búnaði sem þeir hafa
þróað einir eða í samvinnu við
aðra og afsala sér valdi yfir hon-
um til þess að fá fleiri til þess að
leggjast á sveif með þeirn í þró-
unarstarfinu. Ethernet er dæmi
um slíka þróun. Unix staðlarnir
þróuðust um tíma sem rannsókn-
arverkefni íjármagnað af Banda-
ríkjaher og öðrum stórum notend-
um vestanhafs. Þegar framleið-
endur reyna að halda þétt utan
um búnað sem þeir hafa þróað
sem hluta af "sínu" kerfi verða
þeir a.m.k. að bjóða samskipta-
leiðir yfir í annan búnað til þess
að einangrast ekki og dragast aftur
úr.
Opinn búnaður byggist á stöðl-
um, annaðhvort á opinberum
stöðlum, eða stöðlum í reynd
sem verða til með þeim hætti að
ákveðinn búnaður nær út-
breiðslu og lýsing á grundvallar-
eiginleikum hans er gefin út,
þannig að aðrir framleiðendur
geti unnið með og keppt við
frumkvöðlana. Dæmi um slíka
staðla eru í prentarastýringum,
svo og ýmis algeng skráaform,
sem mörg forrit geta lesið beint.
Þegar talað er um opinn búnað er
átt við að búnaður frá einum
framleiðanda sé opinn gagnvart
því að vinna nreð búnaði frá
öðrum og búnaður frá öðrum
geti jafnvel komið beint í staðinn,
án þess vera háður framleiðslu-
leyfi hins aðilans. Þróunin í
netkerfum hefur verið í átt til
opinna kerfa.
Sem dæmi um opinn búnað má
nefna marga hluta pc-heimsins
og enn frekar marga hluta Unix
heimsins.
Mikilvægirhlutarpc-heimsinseru
þó háðir framleiðsluleyfum og
þar með ekki opnir, örgjörvarnir
frá Intel og sjálft stýrikerfið frá
Microsoft.
Dæmi um kerfi sem eru mjög
lítið opin eru Macintosh, Vax og
IBM stórtölvur.
Frá Orðanefnd
Sigrún Helgadóttir, formaður Orðanefndar SÍ
í októberhefti Tölvumála skrifaði
ég um þýðingar á print preview
og previewer. Þar var lagt til að
kalla print preview prentsýn og
previewer prentsýni. Skömmu
eftir að blaðið kom út var mér
bent á að í WordPerfect rit-
vinnsluforritinu sé til aðgerð sem
á íslensku hefur fengið heitið
prentskoðun og er það sama
aðgerð og print preview. I ný-
legri kennslubók um WordPerfect
fyrir Windows er orðalisti og þar
er print preview þýtt með
“forskoða, prentun” en ég fann
ekki prentskoðun. Þar er hins
vegar til viewer sem er kallaður
kíkir. Ég hef notað WordPerfect
í mörg árog íslenski orðaforðinn
ersennilegaorðinn mérsvotamur
að ég setti prentskoðun ekki í
samband við print preview. I
tilefni af þessari ábendingu fór ég
að leita víðar þar sem hug-
búnaður hefur verið íslenskaður.
í íslenskri handbók fyrir
Macintosh kerfi 7 fann ég sögnina
preview sem þar er þýdd með
skoða.
Nú fer það eftir því hvort þessi
aðgerð er séð frá sjónarhóli
forritsins eða notandans hvor
þýðingin er heppilegri. Forritið
‘sýnir’ en notandinn ‘skoðar’.
Sennilega er gott að hafa báðar
þýðingarnar og láta samhengi
hverju sinni ráða hvor er valin.
Mér finnst samt að previewer
‘sýni’ texta en ‘kíki’ ekki á hann
og af þeirri ástæðu sé prentsýnir
heppilegri þýðing en kíkir.
Sunium gæti líka fundist óþægi-
legt dönskubragð að sögninni
kíkja.
Ég vil gjarnan fá viðbrögð
lesenda við þessum hugleið-
ingum.
8 - Tölvumál